Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Sturm Graz 0-0 Eyþór Atli Einarsson á Kópavogsvelli skrifar 18. júlí 2013 15:12 Mynd / ARnþór Það var af mikilli elju sem heimamenn í Breiðabliki knúðu fram jafntefli í leik þeirra gegn Sturm Graz frá Austurríki í kvöld. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega en Blikar virtust ætla sér aðeins um of í upphafi og „nýtt“ leikskipulag þeirra virtist aðeins vera að vefjast fyrir mönnum. Þeir voru þó fljótir að átta sig á hlutunum og voru mjög skipulagðir í sínum aðgerðum, meira en minna, það sem eftir lifði leiks. Fyrsta færi leiksins fengu heimamenn þegar Sverrir Ingi Ingason skaut framhjá úr aukaspyrnu á fimmtu mínútu. Gestirnir úr Sturm Graz voru mun meira með boltann og var þeirra hættulegastur uppi við mark Blika maður að nafni Marco Djuricin. Það var hann sem átti hættulegustu færin í fyrri hálfleik en Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Blika var vel vakandi á verðinum. Staðan í hálfleik 0-0 og Blikarnir voru mjög agaðir í sínum leik og gestirnir áttu mjög erfitt með að finna glufur á þéttum varnarleik þeirra. Í síðari hálfleik var það sama uppi á teningnum. Blikarnir börðust eins og grenjandi ljón og gaman hefði verið að hafa mælitæki á mönnum eins og Kristni Jónssyni, Elfari Árna Aðalsteinssyni og Andra Rafni Yeoman í þessum leik. Menn hlupu um eins og híenur allan leikinn og mátti oft sjá framherjann Elfar Árna kominn niður í öftustu varnarlínu andandi ofan í hálsmálið á andstæðingum. Lítið var um færi á báða bóga í síðari hálfleiknum eins og í þeim fyrri en Austurríkismenn áttu þó aðeins hættulegri sóknir. Kópavogspiltar voru þó nokkrum sinnum á góðri leið með að skapa sér virkilega góð færi en því miður var úrslitasendingin oftar en ekki slök. Vinnan og skipulagið skilaði Blikum góðu jafntefli í kvöld og hefði verið skemmtilegt ef þeir hefðu komið inn eins og einu marki. Hjá Sturm Graz var þeirra hættulegastur framherjinn Marco Djuricin en hann skapaði sér nokkur færi. Hann gerðist þó sekur um það að henda sér í jörðina eins og hann hafi verið skotinn einu sinni og uppskar gult spjald fyrir vikið. Liðið var þó ágætlega spilandi og verður leikurinn í Susturríki erfiður fyrir Breiðablik en möguleikarnir þó ágætir. Erfitt er að taka einhverja leikmenn út sem stóðu sig betur en aðrir þar sem þetta var mjög góður leikur liðsheildarinnar hjá Blikum. Þó áður hafi verið nefndir til sögunnar nokkrir sem hlupu úr sér lungun þá voru aðrir leikmenn að gera slíkt hið sama og var ekki að sjá að möguleikar Blikanna séu litlir fyrir síðari leikinn ytra. Ólafur Kristjánsson: Vildum sækja af hóflegri skynsemi„Fyrstu tvær mínúturnar voru góðar en næstu þrettán vorum við að ströggla. Það helgaðist kannski af því að við gáfum ekki nægilega völdun og þegar það lagaðist þá fannst mér þetta ganga betur. Markmiðið var að halda hreinu og sjá hvað við fengjum marga mola til að setja á þá mark.“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfar Breiðabliks, eftir leik sinna manna í Evrópudeildinni í kvöld. „Við breyttum aðeins um leikstillingu og spiluðum 3-5-2 sem á köflum var 5-3-2. Það sem ég sá frá þeim úti spiluðu þeir mikið stuttum sendingum í gegnum miðjuna og við vildum ýta þeim út í vængina og mér fannst það takast ágælega. Þeir fóru lítið í gegnum miðjuna hjá okkur og þurftu þá að eiga við fyrirgjafir gegn þremur hafsentum inni í teignum. Varnarlega spilaðist þetta eins og ég var að vona en sóknarlega voru teikn á lofti að við kæmumst í gegnum þá.“ sagði Ólafur en hann þurfti ekki að segja mönnum að þeir þyrftu að leggja á sig fyrir þennan leik. „Í keppnisíþróttum á ég sem þjálfari ekki að þurfa að segja mönnum að hlaupa og berjast. Þegar þú skráir þig í keppnisíþrótt skráir þú þig sjálfkrafa í það að þurfa að leggja á þig. Strákarnir börðust svo sannarlega hér í dag.“ Blikarnir stilltu liðinu upp á óhefðbundinn hátt miðað við aðra leiki sumarsins. Uppleggið var 3-5-2 í stað hefðbundins leikkerfis 4-3-3. „Við spiluðum þetta í fyrra á móti KR í einum leik og nokkra leiki í lengjubikarnum á undirbúningstímabilinu til þess að undirbúa okkur fyrir svona leiki þar sem við þurftum að verjast aðeins breiðar og aftar en við erum vanir. Það gafst ekki mikill tími til þess fara í þetta í vikunni þar sem voru tvær æfingar en það er um vetur sem grunnurinn er lagður.“ sagði Óli. Blikarnir náðu nokkrum álitlegum sóknum í upphafi síðari hálfleiks en aðspurður hvort hann hafi ekki viljað sjá sína menn sækja meira á þá á þeim tíma sagði þjálfarinn. „Ef þú kíkir á leiki hjá íslenskum liðum í Evrópukeppni þá er það þegar menn fá þetta falska öryggi og komast framar á völlinn og æðislega gaman í stúkunni að liðin refsa. Við vildum því sækja af hóflegri skynsemi. „Við erum lifandi í einvíginu. Þegar við spiluðum í Rosenborg síðast vorum við með 5-0 tap á bakinu og við vildum svo sannarlega ekki lenda í þeirri stöðu aftur. Það getur vel verið að ég haldi sama kerfi en ég veit ekkert hvað Austuríkismennirnir gera. Það væri jafnvel hægt að rugla þá í ríminu og breyta algjörlega um taktík.“ „Núna fer ég bara og fæ mér að borða og síðan er einbeiting komin á leik á sunnudaginn.“ sagði þjálfarinn geðþekki að lokum en næsti leikur Breiðabliks er gegn Þór í Pepsi-deildinni á sunnudaginn. Kristinn Jónsson: Ísbað í dágóðan tíma eftir þennan leik„Ég býst við því að maður verði í því að endurheimta krafta næstu daga. Maður þarf að borða vel og ætli það verði svo ekki ísbað í dágóðan tíma.“ sagði vinstri bakvörðu Breiðabliks, Kristinn Jónsson, eftir jafntefli gegn Sturm Graz í kvöld. „Við vorum ekki að færa nægilega vel á kantana í byrjun en þegar það kom fannst mér þetta ganga alveg eins og fyrir var lagt.“ „Við vorum búnir að ákveða fyrir leikinn að halda skipulagi sama hvað á dyni og vona að við kæmumst í skyndisókn.“ „Í vetur vorum við með plan A og plan B og þetta var í raun plan B í dag og við gerðum það mjög vel.“ „Mér fannst þeir vera farnir að þyngjast í lokin alveg eins og við. Þannig að mér fannst munurinn ekki svo mikill.Ég held að það séu helmings líkur á að komast áfram. Ef við náum að skora úti þá erum við í þokkalega góðum málum.“ „Nú ýtum við þessari Evrópukeppni til hliðar og gírum okkur upp í leik á sunnudaginn gegn Þór sem við ætlum að vinna.“ sagði Kristinn Jónsson að lokum. Fótbolti Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Það var af mikilli elju sem heimamenn í Breiðabliki knúðu fram jafntefli í leik þeirra gegn Sturm Graz frá Austurríki í kvöld. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega en Blikar virtust ætla sér aðeins um of í upphafi og „nýtt“ leikskipulag þeirra virtist aðeins vera að vefjast fyrir mönnum. Þeir voru þó fljótir að átta sig á hlutunum og voru mjög skipulagðir í sínum aðgerðum, meira en minna, það sem eftir lifði leiks. Fyrsta færi leiksins fengu heimamenn þegar Sverrir Ingi Ingason skaut framhjá úr aukaspyrnu á fimmtu mínútu. Gestirnir úr Sturm Graz voru mun meira með boltann og var þeirra hættulegastur uppi við mark Blika maður að nafni Marco Djuricin. Það var hann sem átti hættulegustu færin í fyrri hálfleik en Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Blika var vel vakandi á verðinum. Staðan í hálfleik 0-0 og Blikarnir voru mjög agaðir í sínum leik og gestirnir áttu mjög erfitt með að finna glufur á þéttum varnarleik þeirra. Í síðari hálfleik var það sama uppi á teningnum. Blikarnir börðust eins og grenjandi ljón og gaman hefði verið að hafa mælitæki á mönnum eins og Kristni Jónssyni, Elfari Árna Aðalsteinssyni og Andra Rafni Yeoman í þessum leik. Menn hlupu um eins og híenur allan leikinn og mátti oft sjá framherjann Elfar Árna kominn niður í öftustu varnarlínu andandi ofan í hálsmálið á andstæðingum. Lítið var um færi á báða bóga í síðari hálfleiknum eins og í þeim fyrri en Austurríkismenn áttu þó aðeins hættulegri sóknir. Kópavogspiltar voru þó nokkrum sinnum á góðri leið með að skapa sér virkilega góð færi en því miður var úrslitasendingin oftar en ekki slök. Vinnan og skipulagið skilaði Blikum góðu jafntefli í kvöld og hefði verið skemmtilegt ef þeir hefðu komið inn eins og einu marki. Hjá Sturm Graz var þeirra hættulegastur framherjinn Marco Djuricin en hann skapaði sér nokkur færi. Hann gerðist þó sekur um það að henda sér í jörðina eins og hann hafi verið skotinn einu sinni og uppskar gult spjald fyrir vikið. Liðið var þó ágætlega spilandi og verður leikurinn í Susturríki erfiður fyrir Breiðablik en möguleikarnir þó ágætir. Erfitt er að taka einhverja leikmenn út sem stóðu sig betur en aðrir þar sem þetta var mjög góður leikur liðsheildarinnar hjá Blikum. Þó áður hafi verið nefndir til sögunnar nokkrir sem hlupu úr sér lungun þá voru aðrir leikmenn að gera slíkt hið sama og var ekki að sjá að möguleikar Blikanna séu litlir fyrir síðari leikinn ytra. Ólafur Kristjánsson: Vildum sækja af hóflegri skynsemi„Fyrstu tvær mínúturnar voru góðar en næstu þrettán vorum við að ströggla. Það helgaðist kannski af því að við gáfum ekki nægilega völdun og þegar það lagaðist þá fannst mér þetta ganga betur. Markmiðið var að halda hreinu og sjá hvað við fengjum marga mola til að setja á þá mark.“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfar Breiðabliks, eftir leik sinna manna í Evrópudeildinni í kvöld. „Við breyttum aðeins um leikstillingu og spiluðum 3-5-2 sem á köflum var 5-3-2. Það sem ég sá frá þeim úti spiluðu þeir mikið stuttum sendingum í gegnum miðjuna og við vildum ýta þeim út í vængina og mér fannst það takast ágælega. Þeir fóru lítið í gegnum miðjuna hjá okkur og þurftu þá að eiga við fyrirgjafir gegn þremur hafsentum inni í teignum. Varnarlega spilaðist þetta eins og ég var að vona en sóknarlega voru teikn á lofti að við kæmumst í gegnum þá.“ sagði Ólafur en hann þurfti ekki að segja mönnum að þeir þyrftu að leggja á sig fyrir þennan leik. „Í keppnisíþróttum á ég sem þjálfari ekki að þurfa að segja mönnum að hlaupa og berjast. Þegar þú skráir þig í keppnisíþrótt skráir þú þig sjálfkrafa í það að þurfa að leggja á þig. Strákarnir börðust svo sannarlega hér í dag.“ Blikarnir stilltu liðinu upp á óhefðbundinn hátt miðað við aðra leiki sumarsins. Uppleggið var 3-5-2 í stað hefðbundins leikkerfis 4-3-3. „Við spiluðum þetta í fyrra á móti KR í einum leik og nokkra leiki í lengjubikarnum á undirbúningstímabilinu til þess að undirbúa okkur fyrir svona leiki þar sem við þurftum að verjast aðeins breiðar og aftar en við erum vanir. Það gafst ekki mikill tími til þess fara í þetta í vikunni þar sem voru tvær æfingar en það er um vetur sem grunnurinn er lagður.“ sagði Óli. Blikarnir náðu nokkrum álitlegum sóknum í upphafi síðari hálfleiks en aðspurður hvort hann hafi ekki viljað sjá sína menn sækja meira á þá á þeim tíma sagði þjálfarinn. „Ef þú kíkir á leiki hjá íslenskum liðum í Evrópukeppni þá er það þegar menn fá þetta falska öryggi og komast framar á völlinn og æðislega gaman í stúkunni að liðin refsa. Við vildum því sækja af hóflegri skynsemi. „Við erum lifandi í einvíginu. Þegar við spiluðum í Rosenborg síðast vorum við með 5-0 tap á bakinu og við vildum svo sannarlega ekki lenda í þeirri stöðu aftur. Það getur vel verið að ég haldi sama kerfi en ég veit ekkert hvað Austuríkismennirnir gera. Það væri jafnvel hægt að rugla þá í ríminu og breyta algjörlega um taktík.“ „Núna fer ég bara og fæ mér að borða og síðan er einbeiting komin á leik á sunnudaginn.“ sagði þjálfarinn geðþekki að lokum en næsti leikur Breiðabliks er gegn Þór í Pepsi-deildinni á sunnudaginn. Kristinn Jónsson: Ísbað í dágóðan tíma eftir þennan leik„Ég býst við því að maður verði í því að endurheimta krafta næstu daga. Maður þarf að borða vel og ætli það verði svo ekki ísbað í dágóðan tíma.“ sagði vinstri bakvörðu Breiðabliks, Kristinn Jónsson, eftir jafntefli gegn Sturm Graz í kvöld. „Við vorum ekki að færa nægilega vel á kantana í byrjun en þegar það kom fannst mér þetta ganga alveg eins og fyrir var lagt.“ „Við vorum búnir að ákveða fyrir leikinn að halda skipulagi sama hvað á dyni og vona að við kæmumst í skyndisókn.“ „Í vetur vorum við með plan A og plan B og þetta var í raun plan B í dag og við gerðum það mjög vel.“ „Mér fannst þeir vera farnir að þyngjast í lokin alveg eins og við. Þannig að mér fannst munurinn ekki svo mikill.Ég held að það séu helmings líkur á að komast áfram. Ef við náum að skora úti þá erum við í þokkalega góðum málum.“ „Nú ýtum við þessari Evrópukeppni til hliðar og gírum okkur upp í leik á sunnudaginn gegn Þór sem við ætlum að vinna.“ sagði Kristinn Jónsson að lokum.
Fótbolti Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira