Umfjöllun: Albert tryggði Fylki sigur í Eyjum Valur Smári Heimisson skrifar 7. maí 2011 15:00 Albert Brynjar Ingason. Mynd/Stefán Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörk Fylkismanna í 2-1 sigri liðsins á ÍBV á Hásteinsvellinum í Eyjum í 2.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti sigur Fylkis í sumar en liðið missti niður 2-0 forystu í fyrstu umferðinni. Eyjamenn byrjuðu leikinn þó betur, voru með vindinn í bakið og héldu boltanum nokkuð vel. Fylkismenn skoruðu þó úr fyrsta almennilega færinu sínu eða á 14 mínútu. Það var þá aukaspyrna utan af hægri kannt tekin af Andrési Má, inn í teig þar sem Gylfi Einarsson potaði boltanum á Albert Brynjar sem lagði boltan í netið. Aðeins korteri síðar eða á 29 mínútu náðu Eyjamenn þó að jafna, hornspyrna tekin af Ian Jeffs, Andri Ólafsson skallaði boltan frá fjærstön og aftur fyrir markið en þar potaði Jordan Connerton boltanum fyrir miðvörðinn Rasmus Christiansen sem hamraði boltanum upp í þaknetið. Ian Jeffs fór svo meiddur af velli stuttu seinna og Yngvi Borgþórsson kom inná í hans stað. „Það er alltaf slæmt að missa menn útaf sem eru að byrja inná, það getur ruglað því sem sett var upp." Sagði Heimir Hallgrímsson eftir leik. Síðari hálfleikur var svo alls ekki mikil skemmtun fótboltalega séð, liðunum gekk frekar illa að halda boltanum innan liðsins. Það voru svo Fylkismenn sem náðu að nýta sér vindinn sem þeir höfðu í bakið í síðari hálfleik. Þar var aftur að verki Albert Brynjar sem skoraði eftir að Kjartan Ágúst slapp einn upp vinstri kanntinn og lagði boltan fyrir Albert. Leikurinn var lítið spennandi eftir markið, hvorugt liðið náði að skapa sér hættuleg færi. Það voru því Fylkismenn sem fóru með sigur af hólmi á Hásteinsvellinum. ÍBV-Fylkir 1-2 - tölfræðin í leiknum0-1 Albert Brynjar Ingason (14.) 1-1 Rasmus Christiansen (29.) 1-2 Albert Brynjar Ingason (74.) Hásteinsvöllur Áhorfendur: 745 Dómari: Erlendur Eiríksson 7Skot (á mark): 13-7 (6-5)Varin skot: Albert 4 – Fjalar 5Horn: 3-3Aukaspyrnur fengnar: 14-12Rangstöður: 3-0ÍBV (4-5-1) Albert Sævarsson 4 Arnór Eyvar Ólafsson 4 Rasmus Christiansen 6 Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Matt Garner 5 (84., Guðmundur Þórarinsson -) Jordan Connerton 4 (69., Denis Sytnik -) Andri Ólafsson 5 Ian David Jeffs 5 (38., Yngvi Magnús Borgþórsson 3) Tony Mawejje 4 Þórarinn Ingi Valdimarsson 5 Tryggvi Guðmundsson 6Fylkir (4-3-3) Fjalar Þorgeirsson 5 Þórir Hannesson 5 Kristján Valdimarsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Baldur Bett 5 (87., Oddur Ingi Guðmundsson -) Gylfi Einarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 6 Ingimundur Níels Óskarsson 5Albert Brynjar Ingason 8 - maður leiksins - Jóhann Þórhallsson 6 (82., Rúrik Andri Þorfinnsson -) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Nýliðar Þórs unnu Framara í Laugardalnum Þórsarar fögnuðu fyrstu stigum sínum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag þegar þeir lögðu Fram að velli með einu marki gegn engu í Laugardalnum. Óhætt er að segja að Þórsarar hafi stolið stigunum þremur því Framarar voru mun meira með boltann og sköpuðu sér fleiri færi. Barátta Þórsara sem voru tilbúnir að "deyja fyrir klúbbinn“ skilaði sér þó í þremur stigum á meðan Framarar eru stigalausir að loknum tveimur umferðum. 7. maí 2011 15:15 Heimir Hallgrímsson: Þeir voru bara betri en við Heimir Hallgrímsson var að vonum ekki sáttur með leik sinna manna í dag þegar þeir töpuðu 1-2 fyrir Fylki á Hásteinsvellinum. 7. maí 2011 19:40 Umfjöllun: Markalaust í Garðabænum Leik Stjörnunnar og Víkings í 2. umferð Pepsi-deildar karla lauk með 0-0 jafntefli í Garðabænum í dag. Víkingar tylla sér með þessu á toppinn en Stjörnumenn ná fyrsta stigi sumarsins. 7. maí 2011 15:15 Ólafur Þórðarson: Frábært fyrir Alla að skora tvö mörk Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var ánægður með sína menn í leiksloks eftir 2-1 útisigur á Eyjamönnum en þetta voru fyrstu stig Fylkisliðsins í sumar. 7. maí 2011 19:43 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörk Fylkismanna í 2-1 sigri liðsins á ÍBV á Hásteinsvellinum í Eyjum í 2.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti sigur Fylkis í sumar en liðið missti niður 2-0 forystu í fyrstu umferðinni. Eyjamenn byrjuðu leikinn þó betur, voru með vindinn í bakið og héldu boltanum nokkuð vel. Fylkismenn skoruðu þó úr fyrsta almennilega færinu sínu eða á 14 mínútu. Það var þá aukaspyrna utan af hægri kannt tekin af Andrési Má, inn í teig þar sem Gylfi Einarsson potaði boltanum á Albert Brynjar sem lagði boltan í netið. Aðeins korteri síðar eða á 29 mínútu náðu Eyjamenn þó að jafna, hornspyrna tekin af Ian Jeffs, Andri Ólafsson skallaði boltan frá fjærstön og aftur fyrir markið en þar potaði Jordan Connerton boltanum fyrir miðvörðinn Rasmus Christiansen sem hamraði boltanum upp í þaknetið. Ian Jeffs fór svo meiddur af velli stuttu seinna og Yngvi Borgþórsson kom inná í hans stað. „Það er alltaf slæmt að missa menn útaf sem eru að byrja inná, það getur ruglað því sem sett var upp." Sagði Heimir Hallgrímsson eftir leik. Síðari hálfleikur var svo alls ekki mikil skemmtun fótboltalega séð, liðunum gekk frekar illa að halda boltanum innan liðsins. Það voru svo Fylkismenn sem náðu að nýta sér vindinn sem þeir höfðu í bakið í síðari hálfleik. Þar var aftur að verki Albert Brynjar sem skoraði eftir að Kjartan Ágúst slapp einn upp vinstri kanntinn og lagði boltan fyrir Albert. Leikurinn var lítið spennandi eftir markið, hvorugt liðið náði að skapa sér hættuleg færi. Það voru því Fylkismenn sem fóru með sigur af hólmi á Hásteinsvellinum. ÍBV-Fylkir 1-2 - tölfræðin í leiknum0-1 Albert Brynjar Ingason (14.) 1-1 Rasmus Christiansen (29.) 1-2 Albert Brynjar Ingason (74.) Hásteinsvöllur Áhorfendur: 745 Dómari: Erlendur Eiríksson 7Skot (á mark): 13-7 (6-5)Varin skot: Albert 4 – Fjalar 5Horn: 3-3Aukaspyrnur fengnar: 14-12Rangstöður: 3-0ÍBV (4-5-1) Albert Sævarsson 4 Arnór Eyvar Ólafsson 4 Rasmus Christiansen 6 Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Matt Garner 5 (84., Guðmundur Þórarinsson -) Jordan Connerton 4 (69., Denis Sytnik -) Andri Ólafsson 5 Ian David Jeffs 5 (38., Yngvi Magnús Borgþórsson 3) Tony Mawejje 4 Þórarinn Ingi Valdimarsson 5 Tryggvi Guðmundsson 6Fylkir (4-3-3) Fjalar Þorgeirsson 5 Þórir Hannesson 5 Kristján Valdimarsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Baldur Bett 5 (87., Oddur Ingi Guðmundsson -) Gylfi Einarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 6 Ingimundur Níels Óskarsson 5Albert Brynjar Ingason 8 - maður leiksins - Jóhann Þórhallsson 6 (82., Rúrik Andri Þorfinnsson -)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Nýliðar Þórs unnu Framara í Laugardalnum Þórsarar fögnuðu fyrstu stigum sínum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag þegar þeir lögðu Fram að velli með einu marki gegn engu í Laugardalnum. Óhætt er að segja að Þórsarar hafi stolið stigunum þremur því Framarar voru mun meira með boltann og sköpuðu sér fleiri færi. Barátta Þórsara sem voru tilbúnir að "deyja fyrir klúbbinn“ skilaði sér þó í þremur stigum á meðan Framarar eru stigalausir að loknum tveimur umferðum. 7. maí 2011 15:15 Heimir Hallgrímsson: Þeir voru bara betri en við Heimir Hallgrímsson var að vonum ekki sáttur með leik sinna manna í dag þegar þeir töpuðu 1-2 fyrir Fylki á Hásteinsvellinum. 7. maí 2011 19:40 Umfjöllun: Markalaust í Garðabænum Leik Stjörnunnar og Víkings í 2. umferð Pepsi-deildar karla lauk með 0-0 jafntefli í Garðabænum í dag. Víkingar tylla sér með þessu á toppinn en Stjörnumenn ná fyrsta stigi sumarsins. 7. maí 2011 15:15 Ólafur Þórðarson: Frábært fyrir Alla að skora tvö mörk Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var ánægður með sína menn í leiksloks eftir 2-1 útisigur á Eyjamönnum en þetta voru fyrstu stig Fylkisliðsins í sumar. 7. maí 2011 19:43 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Umfjöllun: Nýliðar Þórs unnu Framara í Laugardalnum Þórsarar fögnuðu fyrstu stigum sínum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag þegar þeir lögðu Fram að velli með einu marki gegn engu í Laugardalnum. Óhætt er að segja að Þórsarar hafi stolið stigunum þremur því Framarar voru mun meira með boltann og sköpuðu sér fleiri færi. Barátta Þórsara sem voru tilbúnir að "deyja fyrir klúbbinn“ skilaði sér þó í þremur stigum á meðan Framarar eru stigalausir að loknum tveimur umferðum. 7. maí 2011 15:15
Heimir Hallgrímsson: Þeir voru bara betri en við Heimir Hallgrímsson var að vonum ekki sáttur með leik sinna manna í dag þegar þeir töpuðu 1-2 fyrir Fylki á Hásteinsvellinum. 7. maí 2011 19:40
Umfjöllun: Markalaust í Garðabænum Leik Stjörnunnar og Víkings í 2. umferð Pepsi-deildar karla lauk með 0-0 jafntefli í Garðabænum í dag. Víkingar tylla sér með þessu á toppinn en Stjörnumenn ná fyrsta stigi sumarsins. 7. maí 2011 15:15
Ólafur Þórðarson: Frábært fyrir Alla að skora tvö mörk Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var ánægður með sína menn í leiksloks eftir 2-1 útisigur á Eyjamönnum en þetta voru fyrstu stig Fylkisliðsins í sumar. 7. maí 2011 19:43