Umfjöllun: Blikar aftur á toppinn Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 18. júlí 2010 15:52 Blikar eru komnir á toppinn. Breiðablik tryggði sér toppsætið þegar liðið lagði Keflvavík, 0-2, í sól og blíðu á Sparisjóðsvellinum í kvöld. Kristinn Steindórsson og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk gestanna. Blikar byrjuðu leikinn fjörlega og strax í upphafi leiks var Guðmundur Pétursson við það að sleppa í gegn en var dæmdur brotlegur og mátti heyra vel í stuðningsmönnum Breiðabliks sem voru allt annað en sáttir við Þórodd Hjaltalín Jr, dómara leiksins. Hörður Sveinsson fékk tvö góð tækifæri til að koma heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en í fyrra skiptið slapp hann í gegnum vörn Blika en átti lélegt skot sem rann framhjá markinu. Í seinni skiptið fékk hann sendingu inn fyrir en skaut boltanum hátt yfir markið þar sem hann stóð einn og óvaldaður. Liðin nýttu ekki færin sín fyrir hlé og staðan því markalaus í hálfleik. Gestinir úr Kópavogi voru nálægt því að skora fyrsta markið í upphafi síðari hálfleiks en þá slapp Guðmundur Pétursson í gegn eftir flott spil Blika en skaut boltanum langt framhjá á óskiljanlegan hátt. Fyrsta markið kom loks á 72. mínútu leiksins en þá skoraði Kristinn Steindórsson úr stuttu færi eftir sendingu frá varamanninum Andra Rafni Yeoman og fjörugur endasprettur framundan. Heimamenn gátu jafnað stuttu síðar en þá komst Magnús Sverrir Þorsteinsson einn inn fyrir á móti Ingvari Kale í marki Blika en Ingvar sá við honum og varði meistaralega. Alfreð Finnbogason kláraði dæmið fyrir Breiðablik og innsiglaði dýrmætan sigur þeirra með marki eftir að hafa sloppið einn í gegn eftir góðan undirbúning frá Finni Orra Margeirssyni. Mikilvægur sigur Blika sem færir þeim toppsætið en Keflvíkingar eru hinsvegar að dragast aftur úr lestinni og þurfa að skoða sín mál fyrir seinni hluta sumars ef þeir ætla að vera með í toppbaráttunni.Keflavík-Breiðablik 0-2 (0-0) 0-1 Kristinn Steindórsson (72.) 0-2 Alfreð Finnbogason (86.)Sparisjóðsvöllurinn. Áhorfendur: 1411Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr (6)Skot (á mark): 15-12 (8-3)Varin skot: Ómar 3 - Ingvar 8Horn: 3-8Aukaspyrnur fengnar: 11-5Rangstöður: 6-3Keflavík (4-4-2) Ómar Jóhannsson 5 Alen Sutej 6 (82. Sigurður Gunnar Sævarsson -) Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Brynjar Guðmundsson 5 Paul McShane 5 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 (75. Ómar Karl Sigurðsson -) Guðmundur Steinarsson 6 Hörður Sveinsson 6 (75. Magnús Þórir Matthíasson -)Breiðablik (4-2-3-1) Ingvar Þór Kale 8 - Maður leiksins Árni Kristinn Gunnarsson 6 Kári Ársælsson 6 Elfar Freyr Helgason 6 Jökull I. Elísabetarson 5 Finnur Orri Margeirsson 6 Kristinn Jónsson 6 Haukur Baldvinsson 5 (64. Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 ) Kristinn Steindórsson 7 (84. Olgeir Sigurgeirsson -) Alfreð Finnbogason 7 Guðmundur Pétursson 6 (64. Andri Rafn Yeoman 6 ) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Breiðablik tryggði sér toppsætið þegar liðið lagði Keflvavík, 0-2, í sól og blíðu á Sparisjóðsvellinum í kvöld. Kristinn Steindórsson og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk gestanna. Blikar byrjuðu leikinn fjörlega og strax í upphafi leiks var Guðmundur Pétursson við það að sleppa í gegn en var dæmdur brotlegur og mátti heyra vel í stuðningsmönnum Breiðabliks sem voru allt annað en sáttir við Þórodd Hjaltalín Jr, dómara leiksins. Hörður Sveinsson fékk tvö góð tækifæri til að koma heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en í fyrra skiptið slapp hann í gegnum vörn Blika en átti lélegt skot sem rann framhjá markinu. Í seinni skiptið fékk hann sendingu inn fyrir en skaut boltanum hátt yfir markið þar sem hann stóð einn og óvaldaður. Liðin nýttu ekki færin sín fyrir hlé og staðan því markalaus í hálfleik. Gestinir úr Kópavogi voru nálægt því að skora fyrsta markið í upphafi síðari hálfleiks en þá slapp Guðmundur Pétursson í gegn eftir flott spil Blika en skaut boltanum langt framhjá á óskiljanlegan hátt. Fyrsta markið kom loks á 72. mínútu leiksins en þá skoraði Kristinn Steindórsson úr stuttu færi eftir sendingu frá varamanninum Andra Rafni Yeoman og fjörugur endasprettur framundan. Heimamenn gátu jafnað stuttu síðar en þá komst Magnús Sverrir Þorsteinsson einn inn fyrir á móti Ingvari Kale í marki Blika en Ingvar sá við honum og varði meistaralega. Alfreð Finnbogason kláraði dæmið fyrir Breiðablik og innsiglaði dýrmætan sigur þeirra með marki eftir að hafa sloppið einn í gegn eftir góðan undirbúning frá Finni Orra Margeirssyni. Mikilvægur sigur Blika sem færir þeim toppsætið en Keflvíkingar eru hinsvegar að dragast aftur úr lestinni og þurfa að skoða sín mál fyrir seinni hluta sumars ef þeir ætla að vera með í toppbaráttunni.Keflavík-Breiðablik 0-2 (0-0) 0-1 Kristinn Steindórsson (72.) 0-2 Alfreð Finnbogason (86.)Sparisjóðsvöllurinn. Áhorfendur: 1411Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr (6)Skot (á mark): 15-12 (8-3)Varin skot: Ómar 3 - Ingvar 8Horn: 3-8Aukaspyrnur fengnar: 11-5Rangstöður: 6-3Keflavík (4-4-2) Ómar Jóhannsson 5 Alen Sutej 6 (82. Sigurður Gunnar Sævarsson -) Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Brynjar Guðmundsson 5 Paul McShane 5 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 (75. Ómar Karl Sigurðsson -) Guðmundur Steinarsson 6 Hörður Sveinsson 6 (75. Magnús Þórir Matthíasson -)Breiðablik (4-2-3-1) Ingvar Þór Kale 8 - Maður leiksins Árni Kristinn Gunnarsson 6 Kári Ársælsson 6 Elfar Freyr Helgason 6 Jökull I. Elísabetarson 5 Finnur Orri Margeirsson 6 Kristinn Jónsson 6 Haukur Baldvinsson 5 (64. Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 ) Kristinn Steindórsson 7 (84. Olgeir Sigurgeirsson -) Alfreð Finnbogason 7 Guðmundur Pétursson 6 (64. Andri Rafn Yeoman 6 )
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira