Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Stjarnan 2-0 | Blikar í Evrópudeildina Stefán Árni Pálsson skrifar 29. september 2012 00:01 Breiðablik vann í dag frábæran sigur á Stjörnunni, 2-0, á Kópavogsvelli í loka umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Með sigrinum tryggði liðið sér 2. sætið í deildinni og þar með þátttöku í Evrópukeppni að ári. Nichlas Rohde skoraði bæði mörk Blika í leiknum en liðið í heild lék frábærlega í dag. Það var greinilegt að mikið var undir strax frá upphafsmínútum leiksins og bæði liðið virkilega ákveðin. Stjörnumenn voru örlítið betri strax í byrjun en Blikar einnig með á nótunum. Það voru aftur á móti Blikar sem gerðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins tíu mínútna leik. Þá gaf Elfar Freyr Helgason frábæra stungusendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar beint á Nichlas Rohde sem afgreiddi boltann snyrtilega í netið framhjá Ingvari Jónssyni í marki Stjörnunnar. Leikurinn var nokkuð fjörugur það sem eftir lifði hálfleiksins en ekkert mark kom við sögu. Mikil harka var í leiknum og mörg brot litu dagsins ljós. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks braut Ingvar Kale, markvörður Blika, á Garðari Jóhannssyni, leikmanni Stjörnunnar, en Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, sá ekki ástæðu til að flauta víti. Nokkuð umdeilt atvik. Staðan var 1-0 fyrir Breiðablik í hálfleik. Í byrjun síðari hálfleiksins voru Stjörnumenn aftur ákveðnari aðilinn en þegar fimmtán mínútur voru liðnar af hálfleiknum skoruðu Breiðablik sitt annað mark í leiknum og aftur var það Nichlas Rohde. Rohde fékk aftur frábæra stungusendingu frá samherja sínum, tók lista vel á móti boltanum og þrumaði honum í netið. Stjörnumenn komu boltanum í netið eitt sinn í síðari hálfleiknum þegar Tryggvi Sveinn Bjarnason skoraði mark en Garðar Jóhannsson, samherji Tryggva, var dæmdur rangstæður. Garðar mun hafa snert boltann á leiðinni í netið og því réttilega dæmdur rangstæður. Blikar héldu markinu hreinu út leikinn og tryggði sér annað sætið í Pepsi-deild karla í knattspyrnu árið 2012 og þar með sæti í Evrópukeppni. Finnur: Við teljum stigin glaðir í kvöld„Það kemur víst öllum á óvart að liðið hafni í öðru sæti í ár en það kemur okkur ekkert sérstaklega á óvart," sagði Finnur Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir sigurinn í dag. „Þegar leið á tímabilið þá fórum við að spila betur, tengja saman sigurleiki og safna stigum. Í kvöld teljum við stigin okkar glaðir." „Í dag vorum við virkilega agaðir og skipulagðir, gáfum lítið færi á okkur og spiluðum bara virkilega vel. Við komust oft á tíðum í gegnum vörn þeirra og hefðum átt að skora fleiri mörk." „Það kemur svakalegur kraftur með Nichlas Rohde og hann tekur gríðarlega mikið til sín. Hann hafði góð áhrif á okkar sóknarleik."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Finn með því að ýta hér. Bjarni: Dómarinn kostar okkur þennan leik„Við töpum þessum leik í dag á dómgæslunni," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í dag. „Við áttum að fá víti, markið átti að standa og brotreksturinn á Ellerti var fáránlegur. Þessi atvik eru heldur betur dýr og kosta okkur leikinn. Ég er bara sjokkeraður að sjá svona reyndan dómara standa sig svona illa." „Liðið fékk mark á sig á virkilega slæmum tíma í upphafi leiksins en þar áttu sér virkilega klaufaleg mistök sér stað hjá okkur." „Við vorum rosalega pirraðir allan leikinn og það hafði mikil áhrif á okkar spilamennsku." „Ég hef engan áhuga á því að ræða við dómara leiksins eftir þennan leik, til hvers í andskotanum. Það mun ekki hafa neitt að segja." „Ég er með samning við Stjörnuna út tímabilið 2013 og mun bara hugsa málið í október," sagði Bjarni eftir leikinn.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Rohde: Mér hefur liðið vel hér í Kópavogi„Frá því að ég kom til liðsins hefur frammistaða okkar bæði verið slök og frábær," sagði Nichlas Rohde, markaskorari Breiðabliks, eftir leikinn. „Það er frábært að enda í öðru sæti deildarinnar og fyrir mig persónulega var gott að skora sex mörk í tíu leikjum." „Mörkin í dag komu eftir frábærar stungusendingar frá liðfélögunum mínum og eru þau mikið til þeim að þakka." „Það var frábært að vera hér í Kópavogi og spila 90 mínútur í hverjum leik. Ég hef verið rosalega ánægður hjá Blikum en ég á samt sem áður flug til Noregs á mánudaginn þar sem ég held áfram að æfa með mínu félagi."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Rohde með því að ýta hér. Ólafur: Það voru allir búnir að afskrifa okkur„Ég er bara mjög ánægður," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn. „Við náðum okkar markmiðum í sumar en þau voru að enda í efstu fjórum sætunum, það er frábært að gera enn betur og hafna í öðru." „Það er búið að afskrifa okkar margoft í sumar og það er gaman að sanna annað. Okkur var spáð 8. sætinu og að enda í öðru sæti er nokkuð ásættanlegt." „Í dag vorum við virkilega massífir og grimmur. Við vissum að Stjarnan væri mjög líkamlega sterkt lið og því undirbjuggum við okkur undir slíkan leik." „Það tók tíma að búa til fína framlínu í sumar en við sýndum þolinmæði og komum okkur á strik. Varnarlega var liðið flott í allt sumar."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira
Breiðablik vann í dag frábæran sigur á Stjörnunni, 2-0, á Kópavogsvelli í loka umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Með sigrinum tryggði liðið sér 2. sætið í deildinni og þar með þátttöku í Evrópukeppni að ári. Nichlas Rohde skoraði bæði mörk Blika í leiknum en liðið í heild lék frábærlega í dag. Það var greinilegt að mikið var undir strax frá upphafsmínútum leiksins og bæði liðið virkilega ákveðin. Stjörnumenn voru örlítið betri strax í byrjun en Blikar einnig með á nótunum. Það voru aftur á móti Blikar sem gerðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins tíu mínútna leik. Þá gaf Elfar Freyr Helgason frábæra stungusendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar beint á Nichlas Rohde sem afgreiddi boltann snyrtilega í netið framhjá Ingvari Jónssyni í marki Stjörnunnar. Leikurinn var nokkuð fjörugur það sem eftir lifði hálfleiksins en ekkert mark kom við sögu. Mikil harka var í leiknum og mörg brot litu dagsins ljós. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks braut Ingvar Kale, markvörður Blika, á Garðari Jóhannssyni, leikmanni Stjörnunnar, en Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, sá ekki ástæðu til að flauta víti. Nokkuð umdeilt atvik. Staðan var 1-0 fyrir Breiðablik í hálfleik. Í byrjun síðari hálfleiksins voru Stjörnumenn aftur ákveðnari aðilinn en þegar fimmtán mínútur voru liðnar af hálfleiknum skoruðu Breiðablik sitt annað mark í leiknum og aftur var það Nichlas Rohde. Rohde fékk aftur frábæra stungusendingu frá samherja sínum, tók lista vel á móti boltanum og þrumaði honum í netið. Stjörnumenn komu boltanum í netið eitt sinn í síðari hálfleiknum þegar Tryggvi Sveinn Bjarnason skoraði mark en Garðar Jóhannsson, samherji Tryggva, var dæmdur rangstæður. Garðar mun hafa snert boltann á leiðinni í netið og því réttilega dæmdur rangstæður. Blikar héldu markinu hreinu út leikinn og tryggði sér annað sætið í Pepsi-deild karla í knattspyrnu árið 2012 og þar með sæti í Evrópukeppni. Finnur: Við teljum stigin glaðir í kvöld„Það kemur víst öllum á óvart að liðið hafni í öðru sæti í ár en það kemur okkur ekkert sérstaklega á óvart," sagði Finnur Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir sigurinn í dag. „Þegar leið á tímabilið þá fórum við að spila betur, tengja saman sigurleiki og safna stigum. Í kvöld teljum við stigin okkar glaðir." „Í dag vorum við virkilega agaðir og skipulagðir, gáfum lítið færi á okkur og spiluðum bara virkilega vel. Við komust oft á tíðum í gegnum vörn þeirra og hefðum átt að skora fleiri mörk." „Það kemur svakalegur kraftur með Nichlas Rohde og hann tekur gríðarlega mikið til sín. Hann hafði góð áhrif á okkar sóknarleik."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Finn með því að ýta hér. Bjarni: Dómarinn kostar okkur þennan leik„Við töpum þessum leik í dag á dómgæslunni," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í dag. „Við áttum að fá víti, markið átti að standa og brotreksturinn á Ellerti var fáránlegur. Þessi atvik eru heldur betur dýr og kosta okkur leikinn. Ég er bara sjokkeraður að sjá svona reyndan dómara standa sig svona illa." „Liðið fékk mark á sig á virkilega slæmum tíma í upphafi leiksins en þar áttu sér virkilega klaufaleg mistök sér stað hjá okkur." „Við vorum rosalega pirraðir allan leikinn og það hafði mikil áhrif á okkar spilamennsku." „Ég hef engan áhuga á því að ræða við dómara leiksins eftir þennan leik, til hvers í andskotanum. Það mun ekki hafa neitt að segja." „Ég er með samning við Stjörnuna út tímabilið 2013 og mun bara hugsa málið í október," sagði Bjarni eftir leikinn.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Rohde: Mér hefur liðið vel hér í Kópavogi„Frá því að ég kom til liðsins hefur frammistaða okkar bæði verið slök og frábær," sagði Nichlas Rohde, markaskorari Breiðabliks, eftir leikinn. „Það er frábært að enda í öðru sæti deildarinnar og fyrir mig persónulega var gott að skora sex mörk í tíu leikjum." „Mörkin í dag komu eftir frábærar stungusendingar frá liðfélögunum mínum og eru þau mikið til þeim að þakka." „Það var frábært að vera hér í Kópavogi og spila 90 mínútur í hverjum leik. Ég hef verið rosalega ánægður hjá Blikum en ég á samt sem áður flug til Noregs á mánudaginn þar sem ég held áfram að æfa með mínu félagi."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Rohde með því að ýta hér. Ólafur: Það voru allir búnir að afskrifa okkur„Ég er bara mjög ánægður," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn. „Við náðum okkar markmiðum í sumar en þau voru að enda í efstu fjórum sætunum, það er frábært að gera enn betur og hafna í öðru." „Það er búið að afskrifa okkar margoft í sumar og það er gaman að sanna annað. Okkur var spáð 8. sætinu og að enda í öðru sæti er nokkuð ásættanlegt." „Í dag vorum við virkilega massífir og grimmur. Við vissum að Stjarnan væri mjög líkamlega sterkt lið og því undirbjuggum við okkur undir slíkan leik." „Það tók tíma að búa til fína framlínu í sumar en við sýndum þolinmæði og komum okkur á strik. Varnarlega var liðið flott í allt sumar."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira