Umfjöllun: Dramatískur sigur Grindavíkur í Kórnum Kolbeinn Tumi Daðason í Kórnum skrifar 2. maí 2011 17:52 Grindavík lenti 2-0 undir gegn Fylki en svaraði með þremur mörkum í síðari hálfleik og fagnaði þar með afar sætum sigri. Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi þar sem að Fylkisvöllur var óleikhæfur. Fyrri hálfleikur fór frekar rólega af stað og bæði lið þreifuðu fyrir sér á iðagrænu gervigrasinu í Kórnum. Á 13. mínútu sendi Ingimundur Níels boltann fyrir markið frá hægri þar sem Gylfi Einarsson varð á undan Óskari Péturssyni markverði Grindvíkinga í boltann og skoraði fyrst mark leiksins. Markið var um leið það fyrsta á Íslandsmótinu 2011. Óskar og Gylfi skullu saman í markinu og þurfti Óskar að yfirgefa völlinn nokkrum mínútum síðar vegna meiðsla. Hans stöðu tók Englendingurinn nítján ára Jack Giddens. Eftir markið tóku Fylkismenn öll völd á vellinum. Þeir voru öruggari í aðgerðum sínum á meðan Grindvíkingar áttu í erfiðleikum með að koma boltanum fram völlinn þar sem Michal Pospisil var einmana í stöðu fremsta manns. Á 27. mínútu áttu Fylkismenn góða sókn sem lauk með því að Tómas Þorsteinsson sendi boltann á kollinn á Ingimundi Níelsi Óskarsyni sem skallaði boltann snyrtilega framhjá Giddens. 2-0 og verðskulduð forysta Fylkis. Grindvíkingar virkuðu þreyttir, sendingar rötuðu ekki á samherja og ekkert sem benti til að þeir gætu komið sér aftur inn í leikinn. Í blálok hálfleiksins hrökk boltinn upp úr þurru til Orra Freys Hjaltalín sem sendi boltann á lofti í fjærhornið. Fínt mark og um leið líflína fyrir þá bláklæddu. Í síðari hálfleik mættu Grindvíkingar mun ákveðnari til leiks og jafnt var á með liðunum. Scott Ramsey jafnaði metin eftir að maður leiksins Orri Freyr Hjaltalín skallaði boltann fyrir fætur hans. Barátta Grindvíkinga skilaði sér í spjöldunum en fjórir Grindvíkingar rötuðu í bókina hjá ágætum dómara leiksins Gunnari Jarli Jónssyni. Yacine Salem var heppinn að fjúka ekki út af með sitt seinna gula spjald en slapp með skrekkinn. Bæði lið langaði í stigin þrjú en það voru Grindvíkingar sem hirtu þau. Í viðbótartíma slapp varamaðurinn Magnús Björgvinsson einn í gegn og sendi boltann snyrtilega í fjærhornið við mikinn fögnuð Grindvíkinga. Frábær byrjun Grindvíkinga á tímabilinu staðreynd en fæstir hafa spáð þeim velgengni. Fylkismenn litu virkilega vel út í fyrri hálfleik en nýttu ekki færin og geta svo sannarlega nagað sig í handarbökin.Fylkir - Grindavík 2-3Skot (á mark): 10-7 (6-5)Varin skot: Bjarni 2 - Óskar/Giddens 4Horn: 2-3Aukaspyrnur fengnar: 12-12Rangstöður: 2-1Fylkir (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 5 Andri Þór Jónsson 6 Kristján Valdimarsson 6 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Gylfi Einarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 6 (84. Trausti Bjarni Ríkharðsson -) Ingimundur Níels Óskarsson 7 (79. Rúrik Andri Þorfinsson -) Tómas Þorsteinsson 6 (56. Jóhann Þórhallsson 5) Albert Brynjar Ingason 6Grindavík (4-3-3): Óskar Pétursson - (17. Jack Giddens 6) Alexander Magnússon 6 Ólafur Örn Bjarnason 6 Bogi Rafn Einarsson 6 Ray Anthony Jónsson 4 Jamie McCunnie 6 Jóhann Helgason 6Orri Freyr Hjaltalín 7 - maður leiksins Yacine Si Salem 6 (89. Paul McShane -) Scott Ramsay 7 Michal Pospisil 6 (78. Magnús Björgvinsson -) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ramsey: Maggi er skrambi fljótur Scott Ramsey leikmaður Grindavíkur var þreyttur en afar sáttur í leikslok. Hann sagði markið undir lok fyrri hálfleiks hafa skipt miklu máli. 2. maí 2011 22:33 Gylfi: Það virðist vera einhver draugur í þessu liði Gylfi Einarsson var að vonum svekktur eftir tapið í kvöld. "Það virðist vera einhver draugur í þessu liði frá því á síðasta ári. Það er ekki nóg að vera yfir í hálfleik. Bara algjört einbeitingarleysi í þessum mörkum, við höfðum fulla stjórn á leiknum. Já, í fyrri hálfleik vorum við miklu betri en í rauninni líka í seinni hálfleik. Þeir skapa sér þrjú færi og skora þrjú mörk. Gott hjá þeim.“ 2. maí 2011 22:22 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
Grindavík lenti 2-0 undir gegn Fylki en svaraði með þremur mörkum í síðari hálfleik og fagnaði þar með afar sætum sigri. Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi þar sem að Fylkisvöllur var óleikhæfur. Fyrri hálfleikur fór frekar rólega af stað og bæði lið þreifuðu fyrir sér á iðagrænu gervigrasinu í Kórnum. Á 13. mínútu sendi Ingimundur Níels boltann fyrir markið frá hægri þar sem Gylfi Einarsson varð á undan Óskari Péturssyni markverði Grindvíkinga í boltann og skoraði fyrst mark leiksins. Markið var um leið það fyrsta á Íslandsmótinu 2011. Óskar og Gylfi skullu saman í markinu og þurfti Óskar að yfirgefa völlinn nokkrum mínútum síðar vegna meiðsla. Hans stöðu tók Englendingurinn nítján ára Jack Giddens. Eftir markið tóku Fylkismenn öll völd á vellinum. Þeir voru öruggari í aðgerðum sínum á meðan Grindvíkingar áttu í erfiðleikum með að koma boltanum fram völlinn þar sem Michal Pospisil var einmana í stöðu fremsta manns. Á 27. mínútu áttu Fylkismenn góða sókn sem lauk með því að Tómas Þorsteinsson sendi boltann á kollinn á Ingimundi Níelsi Óskarsyni sem skallaði boltann snyrtilega framhjá Giddens. 2-0 og verðskulduð forysta Fylkis. Grindvíkingar virkuðu þreyttir, sendingar rötuðu ekki á samherja og ekkert sem benti til að þeir gætu komið sér aftur inn í leikinn. Í blálok hálfleiksins hrökk boltinn upp úr þurru til Orra Freys Hjaltalín sem sendi boltann á lofti í fjærhornið. Fínt mark og um leið líflína fyrir þá bláklæddu. Í síðari hálfleik mættu Grindvíkingar mun ákveðnari til leiks og jafnt var á með liðunum. Scott Ramsey jafnaði metin eftir að maður leiksins Orri Freyr Hjaltalín skallaði boltann fyrir fætur hans. Barátta Grindvíkinga skilaði sér í spjöldunum en fjórir Grindvíkingar rötuðu í bókina hjá ágætum dómara leiksins Gunnari Jarli Jónssyni. Yacine Salem var heppinn að fjúka ekki út af með sitt seinna gula spjald en slapp með skrekkinn. Bæði lið langaði í stigin þrjú en það voru Grindvíkingar sem hirtu þau. Í viðbótartíma slapp varamaðurinn Magnús Björgvinsson einn í gegn og sendi boltann snyrtilega í fjærhornið við mikinn fögnuð Grindvíkinga. Frábær byrjun Grindvíkinga á tímabilinu staðreynd en fæstir hafa spáð þeim velgengni. Fylkismenn litu virkilega vel út í fyrri hálfleik en nýttu ekki færin og geta svo sannarlega nagað sig í handarbökin.Fylkir - Grindavík 2-3Skot (á mark): 10-7 (6-5)Varin skot: Bjarni 2 - Óskar/Giddens 4Horn: 2-3Aukaspyrnur fengnar: 12-12Rangstöður: 2-1Fylkir (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 5 Andri Þór Jónsson 6 Kristján Valdimarsson 6 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Gylfi Einarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 6 (84. Trausti Bjarni Ríkharðsson -) Ingimundur Níels Óskarsson 7 (79. Rúrik Andri Þorfinsson -) Tómas Þorsteinsson 6 (56. Jóhann Þórhallsson 5) Albert Brynjar Ingason 6Grindavík (4-3-3): Óskar Pétursson - (17. Jack Giddens 6) Alexander Magnússon 6 Ólafur Örn Bjarnason 6 Bogi Rafn Einarsson 6 Ray Anthony Jónsson 4 Jamie McCunnie 6 Jóhann Helgason 6Orri Freyr Hjaltalín 7 - maður leiksins Yacine Si Salem 6 (89. Paul McShane -) Scott Ramsay 7 Michal Pospisil 6 (78. Magnús Björgvinsson -)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ramsey: Maggi er skrambi fljótur Scott Ramsey leikmaður Grindavíkur var þreyttur en afar sáttur í leikslok. Hann sagði markið undir lok fyrri hálfleiks hafa skipt miklu máli. 2. maí 2011 22:33 Gylfi: Það virðist vera einhver draugur í þessu liði Gylfi Einarsson var að vonum svekktur eftir tapið í kvöld. "Það virðist vera einhver draugur í þessu liði frá því á síðasta ári. Það er ekki nóg að vera yfir í hálfleik. Bara algjört einbeitingarleysi í þessum mörkum, við höfðum fulla stjórn á leiknum. Já, í fyrri hálfleik vorum við miklu betri en í rauninni líka í seinni hálfleik. Þeir skapa sér þrjú færi og skora þrjú mörk. Gott hjá þeim.“ 2. maí 2011 22:22 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
Ramsey: Maggi er skrambi fljótur Scott Ramsey leikmaður Grindavíkur var þreyttur en afar sáttur í leikslok. Hann sagði markið undir lok fyrri hálfleiks hafa skipt miklu máli. 2. maí 2011 22:33
Gylfi: Það virðist vera einhver draugur í þessu liði Gylfi Einarsson var að vonum svekktur eftir tapið í kvöld. "Það virðist vera einhver draugur í þessu liði frá því á síðasta ári. Það er ekki nóg að vera yfir í hálfleik. Bara algjört einbeitingarleysi í þessum mörkum, við höfðum fulla stjórn á leiknum. Já, í fyrri hálfleik vorum við miklu betri en í rauninni líka í seinni hálfleik. Þeir skapa sér þrjú færi og skora þrjú mörk. Gott hjá þeim.“ 2. maí 2011 22:22