Umfjöllun: Fyrsti sigur Íslandsmeistaranna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2011 14:42 Mynd/Vilhelm Íslandsmeistarar Breiðabliks fögnuðu fyrsta sigri sínum í Pepsi-deildinni í knattspyrnu vel og innilega í kvöld en Grindvíkingar fóru tómhentir heim. Marki undir og manni fleiri þurftu Blikar að vera þolinmóðir í aðgerðum sínum og þolinmæðin skilaði að lokum árangri. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar og sköpuðu bæði lið sér ágætis færi. Fyrst varði Ingvar Þór Kale frá Robbie Winters framherja Grindavíkur úr góðu færi og svo átti Kári Ársælsson skot í innanverða stöng Grindavíkur. Á fjórtándu mínútu kom fyrsta markið. Eftir lipurt spil Blikanna sendi Magnús Björgvinsson boltann fyrir markið þar sem Skotinn Paul McShane sneiddi boltann með höfðinu í fjærhornið. Snyrtilegt mark og Grindvíkingar fögnuðu vel. McShane var einn þriggja Skota í leikmannahópi Grindavíkur í kvöld því hinn 36 ára gamli Robbie Winters byrjaði frammi og þá sat Scott Ramsey á bekknum. Blikar blésu til sóknar í kjölfar marksins og skömmu síðar slapp hinn eldfljóti Andri Rafn Yeoman einn inn fyrir. Guðmundur Andri Bjarnason sá þann kost vænstan að brjóta á honum og ekkert annað í stöðunni fyrir Þórodd Hjaltalín Jr. en að reka hann útaf. Það sem eftir lifði leiks vörðust Grindvíkingar aftarlega á vellinum staðráðnir í að halda fast í stigin þrjú. Blikarnir voru mikið með boltann og náðu að koma sér í ágætar stöður án þess að skapa sér góð marktækifæri. Stundarfjórðungi fyrir leikslok brast stíflan. Elfar Freyr Helgason skallaði þá elleftu hornspyrnu Blikanna í leiknum í slánna og Kristinn Steindórsson hirti frákastið og kom boltanum yfir línuna. Staðan jöfn en ljóst hvort liðið myndi sækja til sigurs. Aðeins þremur mínútum seinna barst boltinn fyrir markið á bakvörðinn Arnór Svein Aðalsteinsson sem kom Blikum yfir. Grindvíkingar reyndu að jafna leikinn og björguðu Blikar skalla þeirra á línu. Allt kom fyrir ekki og fyrsti sigur Blikanna í höfn. Blikar fengu að kynnast hinni hlið rauðu spjaldanna í leiknum í kvöld. Gegn KR og FH fuku þeirra menn út af en nú var það andstæðingurinn sem þurfti að verjast. Blikar sóttu og sóttu en gekk afar illa að brjóta baráttuglaða Grindvíkinga á bak aftur. Bæði mörkin komu eftir fast leikatriði en einkenni flestra marka Blikanna undanfarin ár hefur verið fallegt samspil. Ólafur Kristjánsson þjálfari á því enn eftir að finna lausnir í sóknarleik liðsins þrátt fyrir að stigin þrjú hafi komið í hús. Útlitið var svart hjá Grindvíkingum manni færri eftir 20 mínútur en það sást að þeir ætluðu sér að fá eitthvað út úr leiknum í kvöld. Alexander Magnússon fór fyrir vörn Grindavíkur og Robbie Winters var góður þegar hann fékk boltann í lappirnar. Þar er á ferðinni góður knattspyrnumaður sem á eftir að nýtast liðinu vel. Breiðablik 2-1 Grindavík: Tölfræðin í leiknumÁhorfendur: 1157 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. (7) Skot (á mark): 15–6 (7-4) Varin skot: Ingvar Kale 2 – Jack Giddens 5 Hornspyrnur: 12–1 Aukaspyrnur fengnar: 12–11 Rangstöður: 1–8Breiðablik (4-3-3) Ingvar Þór Kale 6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Elfar Freyr Helgason 5 Kári Ársælsson 5 (46 Viktor Unnar Illugason 6) Kristinn Jónsson 6 (81 Arnar Már Björgvinsson) Rafn Andri Haraldsson 5 Guðmundur Kristjánsson 5 Kristinn Steindórsson 6 Finnur Orri Margeirsson 5 Tómas Óli Garðarsson 7 Andri Rafn Yeoman 6 (72 Olgeir Sigurgeirsson)Grindavík (4-3-3) Jack Giddens 7 Alexander Magnússon 7 Ólafur Örn Bjarnason 6 Guðmundur Andri Bjarnason 5 (rautt spjald 21 mínúta) Ray Anthony Jónsson 5 Jamie McCunnie 5 Paul McShane 5 (81 Bogi Rafn Einarsson) Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 5 Magnús Björgvinsson 5 (66 Matthías Örn Friðriksson 5)Robert Winters 7 - Maður leiksins (72 Michal Pospisil) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks fögnuðu fyrsta sigri sínum í Pepsi-deildinni í knattspyrnu vel og innilega í kvöld en Grindvíkingar fóru tómhentir heim. Marki undir og manni fleiri þurftu Blikar að vera þolinmóðir í aðgerðum sínum og þolinmæðin skilaði að lokum árangri. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar og sköpuðu bæði lið sér ágætis færi. Fyrst varði Ingvar Þór Kale frá Robbie Winters framherja Grindavíkur úr góðu færi og svo átti Kári Ársælsson skot í innanverða stöng Grindavíkur. Á fjórtándu mínútu kom fyrsta markið. Eftir lipurt spil Blikanna sendi Magnús Björgvinsson boltann fyrir markið þar sem Skotinn Paul McShane sneiddi boltann með höfðinu í fjærhornið. Snyrtilegt mark og Grindvíkingar fögnuðu vel. McShane var einn þriggja Skota í leikmannahópi Grindavíkur í kvöld því hinn 36 ára gamli Robbie Winters byrjaði frammi og þá sat Scott Ramsey á bekknum. Blikar blésu til sóknar í kjölfar marksins og skömmu síðar slapp hinn eldfljóti Andri Rafn Yeoman einn inn fyrir. Guðmundur Andri Bjarnason sá þann kost vænstan að brjóta á honum og ekkert annað í stöðunni fyrir Þórodd Hjaltalín Jr. en að reka hann útaf. Það sem eftir lifði leiks vörðust Grindvíkingar aftarlega á vellinum staðráðnir í að halda fast í stigin þrjú. Blikarnir voru mikið með boltann og náðu að koma sér í ágætar stöður án þess að skapa sér góð marktækifæri. Stundarfjórðungi fyrir leikslok brast stíflan. Elfar Freyr Helgason skallaði þá elleftu hornspyrnu Blikanna í leiknum í slánna og Kristinn Steindórsson hirti frákastið og kom boltanum yfir línuna. Staðan jöfn en ljóst hvort liðið myndi sækja til sigurs. Aðeins þremur mínútum seinna barst boltinn fyrir markið á bakvörðinn Arnór Svein Aðalsteinsson sem kom Blikum yfir. Grindvíkingar reyndu að jafna leikinn og björguðu Blikar skalla þeirra á línu. Allt kom fyrir ekki og fyrsti sigur Blikanna í höfn. Blikar fengu að kynnast hinni hlið rauðu spjaldanna í leiknum í kvöld. Gegn KR og FH fuku þeirra menn út af en nú var það andstæðingurinn sem þurfti að verjast. Blikar sóttu og sóttu en gekk afar illa að brjóta baráttuglaða Grindvíkinga á bak aftur. Bæði mörkin komu eftir fast leikatriði en einkenni flestra marka Blikanna undanfarin ár hefur verið fallegt samspil. Ólafur Kristjánsson þjálfari á því enn eftir að finna lausnir í sóknarleik liðsins þrátt fyrir að stigin þrjú hafi komið í hús. Útlitið var svart hjá Grindvíkingum manni færri eftir 20 mínútur en það sást að þeir ætluðu sér að fá eitthvað út úr leiknum í kvöld. Alexander Magnússon fór fyrir vörn Grindavíkur og Robbie Winters var góður þegar hann fékk boltann í lappirnar. Þar er á ferðinni góður knattspyrnumaður sem á eftir að nýtast liðinu vel. Breiðablik 2-1 Grindavík: Tölfræðin í leiknumÁhorfendur: 1157 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. (7) Skot (á mark): 15–6 (7-4) Varin skot: Ingvar Kale 2 – Jack Giddens 5 Hornspyrnur: 12–1 Aukaspyrnur fengnar: 12–11 Rangstöður: 1–8Breiðablik (4-3-3) Ingvar Þór Kale 6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Elfar Freyr Helgason 5 Kári Ársælsson 5 (46 Viktor Unnar Illugason 6) Kristinn Jónsson 6 (81 Arnar Már Björgvinsson) Rafn Andri Haraldsson 5 Guðmundur Kristjánsson 5 Kristinn Steindórsson 6 Finnur Orri Margeirsson 5 Tómas Óli Garðarsson 7 Andri Rafn Yeoman 6 (72 Olgeir Sigurgeirsson)Grindavík (4-3-3) Jack Giddens 7 Alexander Magnússon 7 Ólafur Örn Bjarnason 6 Guðmundur Andri Bjarnason 5 (rautt spjald 21 mínúta) Ray Anthony Jónsson 5 Jamie McCunnie 5 Paul McShane 5 (81 Bogi Rafn Einarsson) Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 5 Magnús Björgvinsson 5 (66 Matthías Örn Friðriksson 5)Robert Winters 7 - Maður leiksins (72 Michal Pospisil)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira