Umfjöllun: Keflavík hafði betur í Suðurnesjaslagnum Guðmundur Marinó Ingvarsson á Grindavíkurvelli skrifar 16. maí 2011 18:15 Mynd/Vilhelm Þrátt fyrir að kalt væri í veðri og strekkingsvindur eftir vellinum endilöngum var boðið upp á skemmtilegan knattspyrnuleik þegar Keflavík lagði Grindavík 2-0 í Grindavík í kvöld. Leikmenn tóku sér eins langan tíma og þeir komust upp með að fara út á völlinn áður en flautað var til leiks og var ekki margt sem benti til þess að leikmenn myndu bjóða upp þann skemmtilega og hraða leik sem var á boðstólnum þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiks. Bæði lið byrjuðu af krafti og sóttu hratt en Grindvíkingar náðu þó góðum tökum á leiknum áður en langt um leið og hefðu hæglega getað verið yfir þegar Keflavík komst yfir skömmu fyrir hálfleik. Robert Winters fékk besta færi Grindavíkur í fyrri hálfleik en skaut fram hjá einn á móti markmanni og fyrir það var þeim refsað. Seinni hálfleikur var ekki eins opinn og sá fyrri en Grindvíkingar fengu fín færi til að jafna leikinn rétt áður en Guðmundur Steinarsson nýtti sér skelfileg mistök Óskars Péturssonar og innsiglaði sigur Keflvíkinga þegar rétt tæpur hálftími var eftir af leiknum. Skömmu eftir markið skiptu Grindvíkingar sínum besta leikmanni í kvöld útaf, Yacine Si Salem, og við það fór allt bit úr sóknarleiknum og Keflavík landaði stigunum örugglega og voru í raun nærri því að bæta við en Grindavík að klóra í bakkann. Keflavík er þar með komið í annað sæti deildarinnar með 8 stig, tveimur stigum á eftir KR en Grindavík er í næst neðsta sæti en þarf ekki að örvænta því liðið sýndi flott tilþrif á löngum köflum og mun hala í stig í sumar með svipuðum leik. Grindavík-Keflavík 0-2 - tölfræðin0-1 Andri Steinn Birgisson (43.) 0-2 Guðmundur Steinarsson (63.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 987 Dómari: Kristinn Jakobsson 6 Skot (á mark): 7-6 (4-5) Varið: Óskar 3 – Ómar 4 Hornspyrnur: 5-5 Aukaspyrnur fengnar: 9-11 Rangstöður: 3-2Grindavík 4-3-3: Óskar Pétursson 4 Alexander Magnússon 5 (79., Óli Baldur Bjarnason -) Ólafur Örn Bjarnason 6 Jamie Patrick McCunnie 6 Ray Anthony Jónsson 4 Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Scott Ramsay 3 (88., Michail Pospisil -) Paul McShane 5 Yacine Si Salem 7 (72., Magnús Björgvinsson -) Robert Winters 6Keflavík 4-5-1: Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson – (19., Brynjar Örn Guðmundsson 5) Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 4 Hilmar Geir Eiðsson 6 Andri Steinn Birgisson 6 Einar Orri Einarsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (46., Magnús Þórir Matthíasson 5) Magnús Sverrir Þorsteinsson 6Guðmundur Steinarsson 7 - maður leiksins (73., Grétar Ólafur Hjartarson -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Þrátt fyrir að kalt væri í veðri og strekkingsvindur eftir vellinum endilöngum var boðið upp á skemmtilegan knattspyrnuleik þegar Keflavík lagði Grindavík 2-0 í Grindavík í kvöld. Leikmenn tóku sér eins langan tíma og þeir komust upp með að fara út á völlinn áður en flautað var til leiks og var ekki margt sem benti til þess að leikmenn myndu bjóða upp þann skemmtilega og hraða leik sem var á boðstólnum þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiks. Bæði lið byrjuðu af krafti og sóttu hratt en Grindvíkingar náðu þó góðum tökum á leiknum áður en langt um leið og hefðu hæglega getað verið yfir þegar Keflavík komst yfir skömmu fyrir hálfleik. Robert Winters fékk besta færi Grindavíkur í fyrri hálfleik en skaut fram hjá einn á móti markmanni og fyrir það var þeim refsað. Seinni hálfleikur var ekki eins opinn og sá fyrri en Grindvíkingar fengu fín færi til að jafna leikinn rétt áður en Guðmundur Steinarsson nýtti sér skelfileg mistök Óskars Péturssonar og innsiglaði sigur Keflvíkinga þegar rétt tæpur hálftími var eftir af leiknum. Skömmu eftir markið skiptu Grindvíkingar sínum besta leikmanni í kvöld útaf, Yacine Si Salem, og við það fór allt bit úr sóknarleiknum og Keflavík landaði stigunum örugglega og voru í raun nærri því að bæta við en Grindavík að klóra í bakkann. Keflavík er þar með komið í annað sæti deildarinnar með 8 stig, tveimur stigum á eftir KR en Grindavík er í næst neðsta sæti en þarf ekki að örvænta því liðið sýndi flott tilþrif á löngum köflum og mun hala í stig í sumar með svipuðum leik. Grindavík-Keflavík 0-2 - tölfræðin0-1 Andri Steinn Birgisson (43.) 0-2 Guðmundur Steinarsson (63.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 987 Dómari: Kristinn Jakobsson 6 Skot (á mark): 7-6 (4-5) Varið: Óskar 3 – Ómar 4 Hornspyrnur: 5-5 Aukaspyrnur fengnar: 9-11 Rangstöður: 3-2Grindavík 4-3-3: Óskar Pétursson 4 Alexander Magnússon 5 (79., Óli Baldur Bjarnason -) Ólafur Örn Bjarnason 6 Jamie Patrick McCunnie 6 Ray Anthony Jónsson 4 Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Scott Ramsay 3 (88., Michail Pospisil -) Paul McShane 5 Yacine Si Salem 7 (72., Magnús Björgvinsson -) Robert Winters 6Keflavík 4-5-1: Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson – (19., Brynjar Örn Guðmundsson 5) Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 4 Hilmar Geir Eiðsson 6 Andri Steinn Birgisson 6 Einar Orri Einarsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (46., Magnús Þórir Matthíasson 5) Magnús Sverrir Þorsteinsson 6Guðmundur Steinarsson 7 - maður leiksins (73., Grétar Ólafur Hjartarson -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira