Umfjöllun: Keflavíkursigur á teppinu Benedikt Bóas Hinriksson á Stjörnuvelli skrifar 24. júlí 2011 00:01 mynd/anton Keflavík vann góðan sigur á Stjörnumönnum 3-2 í kvöld á teppinu í Garðabæ. Með sigrinum fór liðið upp í 17 stig og er í sjötta sæti Pepsi deildarinnar. Stjörnumenn eru í fjórða sæti eftir gott gengi að undanförnu. Leikurinn fór vel af stað fyrir heimamenn og voru þeir töluvert betri í fyrri hálfleik. Ellert Hreinsson, Hörður Árnason og Nicolaj Pedersen fengu allir góð færi fyrstu 20 mínúturnar. Það kom því lítið á óvart þegar þeir náðu forustunni með marki Baldvins Sturlusonar. En Adam var ekkert sérstaklega lengi í paradís. Stjörnumenn fögnuðu aðeins of lengi, hausinn hélt ekki og Keflvíkingar voru rúmlega 60 sekúndur að jafna. Guðmundur Steinarsson tók þá aukaspyrnu frá vinstri og Einar Orri skallaði í netið. Síðari hálfleikur byrjaði fjörlega. Stjörnumenn gerðu tilkall til vítaspyrnu þegar boltinn fór í hendina á Haraldi fyrirliða – hann nánast greip hann, en Þóroddur Hjaltalín dæmdi brot á Garðar Jóhannsson sem var í baráttunni við Harald. Þóróddur stóð vaktina með prýði í kvöld en þarna urðu honum á mistök. Stjörnumenn voru ósáttir og ræddi Garðar lengi við Þórodd um atvikið. Fótboltinn er grimmur og Keflvíkingar geystust fram og skoraði Magnús Þorsteinsson og kom Keflvíkingum yfir. En þessi blessaði Adam, hann greinilega kann ekki að vera í paradís, því Stjarnan jafnaði og aftur var Þóroddur í aðalhlutverki. Eftir basl í teignum braut Ómar í marki Keflvíkinga á Ellert Hreinssyni, boltinn barst á Garðar Jóhannsson sem skoraði í autt markið. En Þóroddur var of fljótur á flautuna og dæmdi víti en lyfti engu spjaldi. Við það voru Stjörnumenn ekki sáttir en líklega var þetta réttur dómur hjá Þóroddi. Eftir jöfnunarmarkið kvöddu leikmenn skemmtilegan fótbolta og næstu 20 mínútur voru ótrúlega leiðinlegar. En allt í einu birtist Guðmundur Steinarsson. Átti alveg snilldarsendingu fyrir markið þar sem Hilmar Geir Eiðsson var einn og óvaldaður inni í teignum og skallaði í netið. Varnarmenn Stjörnunnar voru hvergi nærri. 3-2 urðu lokatölur, sanngjarnt eða ekki. Það spyr enginn að því. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Keflavík vann góðan sigur á Stjörnumönnum 3-2 í kvöld á teppinu í Garðabæ. Með sigrinum fór liðið upp í 17 stig og er í sjötta sæti Pepsi deildarinnar. Stjörnumenn eru í fjórða sæti eftir gott gengi að undanförnu. Leikurinn fór vel af stað fyrir heimamenn og voru þeir töluvert betri í fyrri hálfleik. Ellert Hreinsson, Hörður Árnason og Nicolaj Pedersen fengu allir góð færi fyrstu 20 mínúturnar. Það kom því lítið á óvart þegar þeir náðu forustunni með marki Baldvins Sturlusonar. En Adam var ekkert sérstaklega lengi í paradís. Stjörnumenn fögnuðu aðeins of lengi, hausinn hélt ekki og Keflvíkingar voru rúmlega 60 sekúndur að jafna. Guðmundur Steinarsson tók þá aukaspyrnu frá vinstri og Einar Orri skallaði í netið. Síðari hálfleikur byrjaði fjörlega. Stjörnumenn gerðu tilkall til vítaspyrnu þegar boltinn fór í hendina á Haraldi fyrirliða – hann nánast greip hann, en Þóroddur Hjaltalín dæmdi brot á Garðar Jóhannsson sem var í baráttunni við Harald. Þóróddur stóð vaktina með prýði í kvöld en þarna urðu honum á mistök. Stjörnumenn voru ósáttir og ræddi Garðar lengi við Þórodd um atvikið. Fótboltinn er grimmur og Keflvíkingar geystust fram og skoraði Magnús Þorsteinsson og kom Keflvíkingum yfir. En þessi blessaði Adam, hann greinilega kann ekki að vera í paradís, því Stjarnan jafnaði og aftur var Þóroddur í aðalhlutverki. Eftir basl í teignum braut Ómar í marki Keflvíkinga á Ellert Hreinssyni, boltinn barst á Garðar Jóhannsson sem skoraði í autt markið. En Þóroddur var of fljótur á flautuna og dæmdi víti en lyfti engu spjaldi. Við það voru Stjörnumenn ekki sáttir en líklega var þetta réttur dómur hjá Þóroddi. Eftir jöfnunarmarkið kvöddu leikmenn skemmtilegan fótbolta og næstu 20 mínútur voru ótrúlega leiðinlegar. En allt í einu birtist Guðmundur Steinarsson. Átti alveg snilldarsendingu fyrir markið þar sem Hilmar Geir Eiðsson var einn og óvaldaður inni í teignum og skallaði í netið. Varnarmenn Stjörnunnar voru hvergi nærri. 3-2 urðu lokatölur, sanngjarnt eða ekki. Það spyr enginn að því.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira