Umfjöllun: KR á toppinn þrátt fyrir jafntefli Kolbeinn Tumi Daðason á KR-velli skrifar 15. september 2011 14:55 Mynd/Vilhelm KR og Grindavík skildu jöfn 1-1 í skemmtilegum leik í Frostaskjólinu í kvöld. Bæði lið áttu fjölda marktilrauna en tókst aðeins að koma boltanum einu sinni í netið. Óli Baldur Bjarnason reyndist hetja Grindvíkinga en hann jafnaði metin með hjólhestaspyrnu seint í síðari hálfleik. KR-ingar voru sterkari aðilinn í stórskemmtilegum fyrri hálfleik. Baldurs Sigurðsson og Kjartan Henry fengu dauðafæri auk þess sem Óskar Pétursson varði frábærlega langskot Björns Jónssonar. Grindvíkingar lágu tilbaka og framan af átti Magnús Björgvinsson, framherji Grindvíkinga, lítið erindi gegn varnarmönnum KR-inga. Þeir sóttu þó í sig veðrið og fengu sín færi. Hið besta fékk Orri Freyr Hjaltalín eftir frábæran sprett Magnúsar en Hannes Þór varði með tilþrifum. Eftir markalausan fyrri hálfleik dró til tíðinda snemma í síðari hálfleiknum. Þá skoraði Grétar Sigfinnur Sigurðarson með skalla eftir vel útfærða hornspyrnu. Við markið virtist aðeins slokkna á Grindvíkingum og KR-ingar virkuðu líklegri til þess að bæta við marki en án árangurs. Tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok jöfnuðu Grindvíkingar metin. Alexander Magnússon komst þá upp að endamörkum eftir mikið harðfylgi og sendi fyrir. Þangað var Óli Baldur Bjarnason mættur, sneri baki í markið og sendi knöttinn í netið með hjólhestaspyrnu. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu til þess að tryggja sér sigur. Kjartan Henry fékk frábært færi þegar hann spólaði sig í gegnum um vörnina. Hann var hins vegar of lengi að athafna sig og missti boltann of langt frá sér. Grindvíkingar hefðu getað stolið stigunum í lokin þegar Jósef Kristinn komst í gott færi í viðbótartíma en Hannes Þór Halldórsson varði vel. KR-ingar líta væntanlega á leikinn sem tvö stig töpuð. Þeir geta þó þakkað fyrir að Eyjamenn töpuðu í Garðabænum og þetta stig dugar því til að koma þeim aftur í toppsætið. Grindvíkingar styrktu stöðu sína í botnbaráttu og fara væntanlega sáttir heim. Þeir hefðu þó hæglega getað náð í öll þrjú stigin í lokin. TölfræðiSkot (á mark): 16-13 (4-6) Varin skot: Hannes Þór 5 – Óskar 3 Horn: 10-6 Aukaspyrnur fengnar: 10-13 Rangstöður: 1-2 Dómari: Magnús Þórisson 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
KR og Grindavík skildu jöfn 1-1 í skemmtilegum leik í Frostaskjólinu í kvöld. Bæði lið áttu fjölda marktilrauna en tókst aðeins að koma boltanum einu sinni í netið. Óli Baldur Bjarnason reyndist hetja Grindvíkinga en hann jafnaði metin með hjólhestaspyrnu seint í síðari hálfleik. KR-ingar voru sterkari aðilinn í stórskemmtilegum fyrri hálfleik. Baldurs Sigurðsson og Kjartan Henry fengu dauðafæri auk þess sem Óskar Pétursson varði frábærlega langskot Björns Jónssonar. Grindvíkingar lágu tilbaka og framan af átti Magnús Björgvinsson, framherji Grindvíkinga, lítið erindi gegn varnarmönnum KR-inga. Þeir sóttu þó í sig veðrið og fengu sín færi. Hið besta fékk Orri Freyr Hjaltalín eftir frábæran sprett Magnúsar en Hannes Þór varði með tilþrifum. Eftir markalausan fyrri hálfleik dró til tíðinda snemma í síðari hálfleiknum. Þá skoraði Grétar Sigfinnur Sigurðarson með skalla eftir vel útfærða hornspyrnu. Við markið virtist aðeins slokkna á Grindvíkingum og KR-ingar virkuðu líklegri til þess að bæta við marki en án árangurs. Tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok jöfnuðu Grindvíkingar metin. Alexander Magnússon komst þá upp að endamörkum eftir mikið harðfylgi og sendi fyrir. Þangað var Óli Baldur Bjarnason mættur, sneri baki í markið og sendi knöttinn í netið með hjólhestaspyrnu. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu til þess að tryggja sér sigur. Kjartan Henry fékk frábært færi þegar hann spólaði sig í gegnum um vörnina. Hann var hins vegar of lengi að athafna sig og missti boltann of langt frá sér. Grindvíkingar hefðu getað stolið stigunum í lokin þegar Jósef Kristinn komst í gott færi í viðbótartíma en Hannes Þór Halldórsson varði vel. KR-ingar líta væntanlega á leikinn sem tvö stig töpuð. Þeir geta þó þakkað fyrir að Eyjamenn töpuðu í Garðabænum og þetta stig dugar því til að koma þeim aftur í toppsætið. Grindvíkingar styrktu stöðu sína í botnbaráttu og fara væntanlega sáttir heim. Þeir hefðu þó hæglega getað náð í öll þrjú stigin í lokin. TölfræðiSkot (á mark): 16-13 (4-6) Varin skot: Hannes Þór 5 – Óskar 3 Horn: 10-6 Aukaspyrnur fengnar: 10-13 Rangstöður: 1-2 Dómari: Magnús Þórisson 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira