Umfjöllun: Þórsarar áhorfendur gegn Grindvíkingum Stefán Árni Pálsson á Grindavíkurvelli skrifar 30. maí 2011 14:48 Mynd/Vilhelm Grindvíkingar unnu frábæran sigur, 4-1, gegn nýliðum Þórs í sjöttu umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld, en leikurinn fór fram í Grindavík. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndur, en það skoraði Robbie Winters. Þórsarar voru aðeins áhorfendur í fyrri hálfleiknum og náðu Grindvíkingar að bæta við tveimur mörkum fyrir leikhlé. Grindvíkingar gulltryggðu síðan sigurinn með einu marki í síðari hálfleik úr víti. Þórsarar klóruðu í bakkann undir lokin og skoruðu ágætt mark. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi hafist vel, en fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndna leik þegar Grindvíkingar komust í 1-0. Robbie Winters fékk boltann inn í vítateig gestanna og þrumaði honum í þaknetið. Heimamenn voru alls ekki hættir og komust í 2-0 nokkrum mínútum síðar þegar Yacine Si Salem vippaði boltanum yfir Rajkovic, markvörð Þórs. Gestirnir voru aðeins áhorfendur í fyrri hálfleiknum og Grindvíkingar fengu að spila sinn leik alveg óáreittir. Þegar um tíu mínútur voru eftir að hálfleiknum fengu heimamenn aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Þórsara. Jóhann Helgason, leikmaður Grindvíkingar tók spyrnuna og klíndi boltanum í netið. Frábært mark frá Jóhanni en í atvikinu þá meiddist leikmaðurinn og þurfti að fara rakleitt útaf. Staðan var 3-0 í hálfleik og leikurinn í raun búinn . Síðari hálfleikurinn var heldur rólegri en sá fyrri en það var alveg ljóst frá fyrstu mínútunni að Þórsarar myndu aldrei komast inn í leikinn. Grindvíkingar fengu vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum þegar Atli Jens Albertsson, leikmaður Þórs, braut virkilega klaufalega á Robbie Winters og Vilhjálmur Alvar gat lítið annað gert en að dæma vítaspyrnu. Alexander Magnússon, leikmaður Grindvíkinga, steig á punktinn og skoraði alveg hreint frábært mark úr vítaspyrnunni. Alexander skaut í skrefinu með vinstri fót, en leikmaðurinn er réttfættur. Rajkovic, markvörður Þórs, vissi ekki hvort hann væri að koma eða fara og átti ekki möguleika í skotið. Þórsarar náðu aðeins að klóra í bakkann í restina þegar Ingi Freyr Hilmarsson skoraði eina mark gestanna í leiknum, en hann fékk boltann inn í teig eftir mikið klafs og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Niðurstaðan því 4-1 sigur Grindvíkinga, en leikurinn í kvöld var án efa besti leikur heimamanna í sumar. Þórsarar þurfa að fara í ýtarlega naflaskoðun ef þeir ætla ekki að falla lóðrétt niður í 1.deild á ný. Grindavík 4 – 1 Þór 1-0 Robert Winters (1.) 2-0 Yacine Si Salem (9.) 3-0 Jóhann Helgason (35.) 4-0 Alexander Magnússon, víti (70.) 4-1 Ingi Freyr Hilmarsson (84.) Skot (á mark): 12 – 6 (7-4) Varin skot: Óskar 3 – 3 Rajkovic Horn: 6 – 2 Aukaspyrnur fengnar: 17 – 11 Rangstöður: 1-2 Áhorfendur: 407 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 8Grindavík (4-3-3) Óskar Pétursson 7 Alexander Magnússon 7 Ólafur Örn Bjarnason 6 Orri Freyr Hjaltalín 7 Bogi Rafn Einarsson 6 (66. Ray Anthony Jónsson 5) Paul McShane 7 Jóhann Helgason 6 (36. Óli Baldur Bjarnason5 ) Jamie Patrick McCunnie 6 Yacine Si Salem 7 Robbie Winters 8* maður leiksins ( 73. Magnús Björgvinsson 5) Michal Popisil 6Þór (4-3-3) Srdjan Rajkovic 4 Gísli Páll Helgason 4 (45. Atli Sigurjónsson 5 ) Atli Jens Albertsson 3 Þorsteinn Ingason 5 Aleksandar Linta 5 (74. Ingi Freyr Hilmarsson 6) Janez Vrenko 6 Ármann Pétur Ævarsson 6 Gunnar Már Guðmundsson 5 Sveinn Elías Jónsson 6 Jóhann Helgi Hannesson 5 David Disztl 3 (63. Ottó Hólm Reynisson 5) Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
Grindvíkingar unnu frábæran sigur, 4-1, gegn nýliðum Þórs í sjöttu umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld, en leikurinn fór fram í Grindavík. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndur, en það skoraði Robbie Winters. Þórsarar voru aðeins áhorfendur í fyrri hálfleiknum og náðu Grindvíkingar að bæta við tveimur mörkum fyrir leikhlé. Grindvíkingar gulltryggðu síðan sigurinn með einu marki í síðari hálfleik úr víti. Þórsarar klóruðu í bakkann undir lokin og skoruðu ágætt mark. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi hafist vel, en fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndna leik þegar Grindvíkingar komust í 1-0. Robbie Winters fékk boltann inn í vítateig gestanna og þrumaði honum í þaknetið. Heimamenn voru alls ekki hættir og komust í 2-0 nokkrum mínútum síðar þegar Yacine Si Salem vippaði boltanum yfir Rajkovic, markvörð Þórs. Gestirnir voru aðeins áhorfendur í fyrri hálfleiknum og Grindvíkingar fengu að spila sinn leik alveg óáreittir. Þegar um tíu mínútur voru eftir að hálfleiknum fengu heimamenn aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Þórsara. Jóhann Helgason, leikmaður Grindvíkingar tók spyrnuna og klíndi boltanum í netið. Frábært mark frá Jóhanni en í atvikinu þá meiddist leikmaðurinn og þurfti að fara rakleitt útaf. Staðan var 3-0 í hálfleik og leikurinn í raun búinn . Síðari hálfleikurinn var heldur rólegri en sá fyrri en það var alveg ljóst frá fyrstu mínútunni að Þórsarar myndu aldrei komast inn í leikinn. Grindvíkingar fengu vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum þegar Atli Jens Albertsson, leikmaður Þórs, braut virkilega klaufalega á Robbie Winters og Vilhjálmur Alvar gat lítið annað gert en að dæma vítaspyrnu. Alexander Magnússon, leikmaður Grindvíkinga, steig á punktinn og skoraði alveg hreint frábært mark úr vítaspyrnunni. Alexander skaut í skrefinu með vinstri fót, en leikmaðurinn er réttfættur. Rajkovic, markvörður Þórs, vissi ekki hvort hann væri að koma eða fara og átti ekki möguleika í skotið. Þórsarar náðu aðeins að klóra í bakkann í restina þegar Ingi Freyr Hilmarsson skoraði eina mark gestanna í leiknum, en hann fékk boltann inn í teig eftir mikið klafs og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Niðurstaðan því 4-1 sigur Grindvíkinga, en leikurinn í kvöld var án efa besti leikur heimamanna í sumar. Þórsarar þurfa að fara í ýtarlega naflaskoðun ef þeir ætla ekki að falla lóðrétt niður í 1.deild á ný. Grindavík 4 – 1 Þór 1-0 Robert Winters (1.) 2-0 Yacine Si Salem (9.) 3-0 Jóhann Helgason (35.) 4-0 Alexander Magnússon, víti (70.) 4-1 Ingi Freyr Hilmarsson (84.) Skot (á mark): 12 – 6 (7-4) Varin skot: Óskar 3 – 3 Rajkovic Horn: 6 – 2 Aukaspyrnur fengnar: 17 – 11 Rangstöður: 1-2 Áhorfendur: 407 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 8Grindavík (4-3-3) Óskar Pétursson 7 Alexander Magnússon 7 Ólafur Örn Bjarnason 6 Orri Freyr Hjaltalín 7 Bogi Rafn Einarsson 6 (66. Ray Anthony Jónsson 5) Paul McShane 7 Jóhann Helgason 6 (36. Óli Baldur Bjarnason5 ) Jamie Patrick McCunnie 6 Yacine Si Salem 7 Robbie Winters 8* maður leiksins ( 73. Magnús Björgvinsson 5) Michal Popisil 6Þór (4-3-3) Srdjan Rajkovic 4 Gísli Páll Helgason 4 (45. Atli Sigurjónsson 5 ) Atli Jens Albertsson 3 Þorsteinn Ingason 5 Aleksandar Linta 5 (74. Ingi Freyr Hilmarsson 6) Janez Vrenko 6 Ármann Pétur Ævarsson 6 Gunnar Már Guðmundsson 5 Sveinn Elías Jónsson 6 Jóhann Helgi Hannesson 5 David Disztl 3 (63. Ottó Hólm Reynisson 5)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira