Umfjöllun: Þórsarar áhorfendur gegn Grindvíkingum Stefán Árni Pálsson á Grindavíkurvelli skrifar 30. maí 2011 14:48 Mynd/Vilhelm Grindvíkingar unnu frábæran sigur, 4-1, gegn nýliðum Þórs í sjöttu umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld, en leikurinn fór fram í Grindavík. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndur, en það skoraði Robbie Winters. Þórsarar voru aðeins áhorfendur í fyrri hálfleiknum og náðu Grindvíkingar að bæta við tveimur mörkum fyrir leikhlé. Grindvíkingar gulltryggðu síðan sigurinn með einu marki í síðari hálfleik úr víti. Þórsarar klóruðu í bakkann undir lokin og skoruðu ágætt mark. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi hafist vel, en fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndna leik þegar Grindvíkingar komust í 1-0. Robbie Winters fékk boltann inn í vítateig gestanna og þrumaði honum í þaknetið. Heimamenn voru alls ekki hættir og komust í 2-0 nokkrum mínútum síðar þegar Yacine Si Salem vippaði boltanum yfir Rajkovic, markvörð Þórs. Gestirnir voru aðeins áhorfendur í fyrri hálfleiknum og Grindvíkingar fengu að spila sinn leik alveg óáreittir. Þegar um tíu mínútur voru eftir að hálfleiknum fengu heimamenn aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Þórsara. Jóhann Helgason, leikmaður Grindvíkingar tók spyrnuna og klíndi boltanum í netið. Frábært mark frá Jóhanni en í atvikinu þá meiddist leikmaðurinn og þurfti að fara rakleitt útaf. Staðan var 3-0 í hálfleik og leikurinn í raun búinn . Síðari hálfleikurinn var heldur rólegri en sá fyrri en það var alveg ljóst frá fyrstu mínútunni að Þórsarar myndu aldrei komast inn í leikinn. Grindvíkingar fengu vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum þegar Atli Jens Albertsson, leikmaður Þórs, braut virkilega klaufalega á Robbie Winters og Vilhjálmur Alvar gat lítið annað gert en að dæma vítaspyrnu. Alexander Magnússon, leikmaður Grindvíkinga, steig á punktinn og skoraði alveg hreint frábært mark úr vítaspyrnunni. Alexander skaut í skrefinu með vinstri fót, en leikmaðurinn er réttfættur. Rajkovic, markvörður Þórs, vissi ekki hvort hann væri að koma eða fara og átti ekki möguleika í skotið. Þórsarar náðu aðeins að klóra í bakkann í restina þegar Ingi Freyr Hilmarsson skoraði eina mark gestanna í leiknum, en hann fékk boltann inn í teig eftir mikið klafs og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Niðurstaðan því 4-1 sigur Grindvíkinga, en leikurinn í kvöld var án efa besti leikur heimamanna í sumar. Þórsarar þurfa að fara í ýtarlega naflaskoðun ef þeir ætla ekki að falla lóðrétt niður í 1.deild á ný. Grindavík 4 – 1 Þór 1-0 Robert Winters (1.) 2-0 Yacine Si Salem (9.) 3-0 Jóhann Helgason (35.) 4-0 Alexander Magnússon, víti (70.) 4-1 Ingi Freyr Hilmarsson (84.) Skot (á mark): 12 – 6 (7-4) Varin skot: Óskar 3 – 3 Rajkovic Horn: 6 – 2 Aukaspyrnur fengnar: 17 – 11 Rangstöður: 1-2 Áhorfendur: 407 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 8Grindavík (4-3-3) Óskar Pétursson 7 Alexander Magnússon 7 Ólafur Örn Bjarnason 6 Orri Freyr Hjaltalín 7 Bogi Rafn Einarsson 6 (66. Ray Anthony Jónsson 5) Paul McShane 7 Jóhann Helgason 6 (36. Óli Baldur Bjarnason5 ) Jamie Patrick McCunnie 6 Yacine Si Salem 7 Robbie Winters 8* maður leiksins ( 73. Magnús Björgvinsson 5) Michal Popisil 6Þór (4-3-3) Srdjan Rajkovic 4 Gísli Páll Helgason 4 (45. Atli Sigurjónsson 5 ) Atli Jens Albertsson 3 Þorsteinn Ingason 5 Aleksandar Linta 5 (74. Ingi Freyr Hilmarsson 6) Janez Vrenko 6 Ármann Pétur Ævarsson 6 Gunnar Már Guðmundsson 5 Sveinn Elías Jónsson 6 Jóhann Helgi Hannesson 5 David Disztl 3 (63. Ottó Hólm Reynisson 5) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Grindvíkingar unnu frábæran sigur, 4-1, gegn nýliðum Þórs í sjöttu umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld, en leikurinn fór fram í Grindavík. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndur, en það skoraði Robbie Winters. Þórsarar voru aðeins áhorfendur í fyrri hálfleiknum og náðu Grindvíkingar að bæta við tveimur mörkum fyrir leikhlé. Grindvíkingar gulltryggðu síðan sigurinn með einu marki í síðari hálfleik úr víti. Þórsarar klóruðu í bakkann undir lokin og skoruðu ágætt mark. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi hafist vel, en fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndna leik þegar Grindvíkingar komust í 1-0. Robbie Winters fékk boltann inn í vítateig gestanna og þrumaði honum í þaknetið. Heimamenn voru alls ekki hættir og komust í 2-0 nokkrum mínútum síðar þegar Yacine Si Salem vippaði boltanum yfir Rajkovic, markvörð Þórs. Gestirnir voru aðeins áhorfendur í fyrri hálfleiknum og Grindvíkingar fengu að spila sinn leik alveg óáreittir. Þegar um tíu mínútur voru eftir að hálfleiknum fengu heimamenn aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Þórsara. Jóhann Helgason, leikmaður Grindvíkingar tók spyrnuna og klíndi boltanum í netið. Frábært mark frá Jóhanni en í atvikinu þá meiddist leikmaðurinn og þurfti að fara rakleitt útaf. Staðan var 3-0 í hálfleik og leikurinn í raun búinn . Síðari hálfleikurinn var heldur rólegri en sá fyrri en það var alveg ljóst frá fyrstu mínútunni að Þórsarar myndu aldrei komast inn í leikinn. Grindvíkingar fengu vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum þegar Atli Jens Albertsson, leikmaður Þórs, braut virkilega klaufalega á Robbie Winters og Vilhjálmur Alvar gat lítið annað gert en að dæma vítaspyrnu. Alexander Magnússon, leikmaður Grindvíkinga, steig á punktinn og skoraði alveg hreint frábært mark úr vítaspyrnunni. Alexander skaut í skrefinu með vinstri fót, en leikmaðurinn er réttfættur. Rajkovic, markvörður Þórs, vissi ekki hvort hann væri að koma eða fara og átti ekki möguleika í skotið. Þórsarar náðu aðeins að klóra í bakkann í restina þegar Ingi Freyr Hilmarsson skoraði eina mark gestanna í leiknum, en hann fékk boltann inn í teig eftir mikið klafs og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Niðurstaðan því 4-1 sigur Grindvíkinga, en leikurinn í kvöld var án efa besti leikur heimamanna í sumar. Þórsarar þurfa að fara í ýtarlega naflaskoðun ef þeir ætla ekki að falla lóðrétt niður í 1.deild á ný. Grindavík 4 – 1 Þór 1-0 Robert Winters (1.) 2-0 Yacine Si Salem (9.) 3-0 Jóhann Helgason (35.) 4-0 Alexander Magnússon, víti (70.) 4-1 Ingi Freyr Hilmarsson (84.) Skot (á mark): 12 – 6 (7-4) Varin skot: Óskar 3 – 3 Rajkovic Horn: 6 – 2 Aukaspyrnur fengnar: 17 – 11 Rangstöður: 1-2 Áhorfendur: 407 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 8Grindavík (4-3-3) Óskar Pétursson 7 Alexander Magnússon 7 Ólafur Örn Bjarnason 6 Orri Freyr Hjaltalín 7 Bogi Rafn Einarsson 6 (66. Ray Anthony Jónsson 5) Paul McShane 7 Jóhann Helgason 6 (36. Óli Baldur Bjarnason5 ) Jamie Patrick McCunnie 6 Yacine Si Salem 7 Robbie Winters 8* maður leiksins ( 73. Magnús Björgvinsson 5) Michal Popisil 6Þór (4-3-3) Srdjan Rajkovic 4 Gísli Páll Helgason 4 (45. Atli Sigurjónsson 5 ) Atli Jens Albertsson 3 Þorsteinn Ingason 5 Aleksandar Linta 5 (74. Ingi Freyr Hilmarsson 6) Janez Vrenko 6 Ármann Pétur Ævarsson 6 Gunnar Már Guðmundsson 5 Sveinn Elías Jónsson 6 Jóhann Helgi Hannesson 5 David Disztl 3 (63. Ottó Hólm Reynisson 5)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira