Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 5-1 | Breiðablik á annað sætið víst Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kópavogsvelli skrifar 3. september 2014 15:00 vísir/Valli Breiðablik vann auðveldan 5-1 sigur á Þór/KA í hálfgerðum úrslitaleik um annað sæti Pepsí deildar kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Staðan í hálfleik var 3-0. Breiðablik mætti mjög ákveðið til leiks og það var augljóst að liðið ætlaði sér að sækja til sigurs í kvöld. Liðið hafði fengið tvö góð færi þegar það skoraði strax á tíundu mínútu leiksins. Breiðablik sótti á mörgum leikmönnum og fóru sérstaklega mikið upp hægri kantinn þar sem Fanndís Friðriksdóttir fór mikinn en hún skoraði einmitt fyrsta markið eftir sendingu frá hægri. Þór/KA sá meira af boltanum eftir að Breiðablik komst yfir en án þess þó að ná einhverjum tökum á leiknum eða koma vörn Breiðabliks í teljandi vandræði. Breiðablik færðist ósjálfrátt örlítið aftar á völlinn eftir að hafa komist yfir og gat um leið farið að beita skyndisóknum í auknum mæli. Það var þó ekki fjölbreyttur sóknarleikur Breiðabliks sem skilaði liðinu tveggja marka forystu um miðbik fyrri hálfleiks heldur hálfgerð heppni. Breiðablik tók stutt horn og fékk skotfæri rétt utan teigs. Skotið sem var misheppnað var að endingu góð sending því Rakel Hönnudóttir fékk boltann til sín og skoraði úr miðjum teignum. Enginn kraftur var í liði Þórs/KA og virtist liðið skorta allt hungur í að vinna leikinn. Það var fátt um fína drætti í sóknarleiknum, miðjan baráttulítil og varnarleikurinn slakur. Það kristallaðist í þriðja marki Breiðabliks rétt fyrir hálfleik þegar Silvía Rán Sigurðardóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Úrslitin voru því ráðin í hálfleik og var ekki sama ákefð í sóknarleik Breiðabliks framan af seinni hálfleik. Það var samt undir lokin sem flóðgáttir opnuðust. Breiðablik bætti við tveimur mörkum áður en Þór/KA minnkaði muninn og tveimur mínútum fyrir leikslok fékk Sonný Lára Þráinsdóttir markvörður Breiðabliks rautt spjald en það breytti engu um úrslit leiksins. Breiðablik styrkti stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið er nú fimm stigum á undan Fylki og með sjö stigum meira en Þór/KA þegar þrjár umferðir eru eftir. Hlynur Svan: Þægilegur sigur„Það er enginn leikur léttur en þetta var nokkuð þægilegur sigur. Það kom mér á óvart hvað það var lítið bit í Þór/KA,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson þjálfari Breiðabliks. „Við fengum færi á fyrstu mínútunum en svo komu þessi mörk úr þeim færum sem við vorum að skapa okkur. Við vorum ekki að skapa okkur mikið af opnum færum í fyrri hálfleik en staðan er 3-0 og leikurinn er búinn í hálfleik. „Við spiluðum þennan leik eins og við lögðum hann upp með. Það var ekki lagt upp með að skora ekki mörk í seinni hálfleik en hugmyndin var að færa boltann, njóta þess að spila og hafa gaman af leiknum. Við vildum halda sama tempói og var í fyrri hálfleik. Það tókst ágætlega. Svo fáum við tvö falleg mörk í seinni hálfleik,“ sagði Hlynur sem var ekki ánægður með að fá á sig mark beint í andlitið eftir að hafa skorað fimmta markið. „Það skiptir máli. Það hefði verið flott að vinna þennan leik 5-0 og svo getur verið dýrt að missa Sonný í bann í næsta leik. „Við erum að horfa á fyrsta sætið. Það er bara þannig. Mótið er ekki búið fyrr en það er búið. Núna þegar við erum að tala saman er staðan 1-1 hjá Stjörnunni og Selfossi. Svo á Stjarnan eftir að fara norður. „Ég ætla rétt að vona að norðankonur bíti svolítið vel frá sér í næsta leik. Þá er þetta orðið mót,“ sagði Hlynur. Jóhann Kristinn: Notum ferðina heim til að svekkja okkur á töflunni„Ég held að við höfum farið inn í þennan leik með leikmenn innanborðs sem höfðu ekki trú á verkefninu í kvöld,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA. „Þegar hópurinn hefur ekki trú á því að hópurinn geti unnið þá er ekkert lið til og lið vinna leiki og einstaklingarnir tapa þeim og ég held að við höfum verið sá sundurleiti hópur í kvöld. „Það var 3-0 í hálfleik og ljóst hvernig þetta myndi enda. Við náðum ekki að stoppa í það sem þurfti að stoppa, hvorki í fyrri né seinni. Hópurinn mat það sem svo að það væri við ofurefli að etja og það varð hópnum að falli. „Það er sárt að tapa leiknum, fyrst og fremst. Svo förum við að svekkja okkur á töflunni eftir það. Við notum ferðina heim til þess,“ sagði Jóhann. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Breiðablik vann auðveldan 5-1 sigur á Þór/KA í hálfgerðum úrslitaleik um annað sæti Pepsí deildar kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Staðan í hálfleik var 3-0. Breiðablik mætti mjög ákveðið til leiks og það var augljóst að liðið ætlaði sér að sækja til sigurs í kvöld. Liðið hafði fengið tvö góð færi þegar það skoraði strax á tíundu mínútu leiksins. Breiðablik sótti á mörgum leikmönnum og fóru sérstaklega mikið upp hægri kantinn þar sem Fanndís Friðriksdóttir fór mikinn en hún skoraði einmitt fyrsta markið eftir sendingu frá hægri. Þór/KA sá meira af boltanum eftir að Breiðablik komst yfir en án þess þó að ná einhverjum tökum á leiknum eða koma vörn Breiðabliks í teljandi vandræði. Breiðablik færðist ósjálfrátt örlítið aftar á völlinn eftir að hafa komist yfir og gat um leið farið að beita skyndisóknum í auknum mæli. Það var þó ekki fjölbreyttur sóknarleikur Breiðabliks sem skilaði liðinu tveggja marka forystu um miðbik fyrri hálfleiks heldur hálfgerð heppni. Breiðablik tók stutt horn og fékk skotfæri rétt utan teigs. Skotið sem var misheppnað var að endingu góð sending því Rakel Hönnudóttir fékk boltann til sín og skoraði úr miðjum teignum. Enginn kraftur var í liði Þórs/KA og virtist liðið skorta allt hungur í að vinna leikinn. Það var fátt um fína drætti í sóknarleiknum, miðjan baráttulítil og varnarleikurinn slakur. Það kristallaðist í þriðja marki Breiðabliks rétt fyrir hálfleik þegar Silvía Rán Sigurðardóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Úrslitin voru því ráðin í hálfleik og var ekki sama ákefð í sóknarleik Breiðabliks framan af seinni hálfleik. Það var samt undir lokin sem flóðgáttir opnuðust. Breiðablik bætti við tveimur mörkum áður en Þór/KA minnkaði muninn og tveimur mínútum fyrir leikslok fékk Sonný Lára Þráinsdóttir markvörður Breiðabliks rautt spjald en það breytti engu um úrslit leiksins. Breiðablik styrkti stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið er nú fimm stigum á undan Fylki og með sjö stigum meira en Þór/KA þegar þrjár umferðir eru eftir. Hlynur Svan: Þægilegur sigur„Það er enginn leikur léttur en þetta var nokkuð þægilegur sigur. Það kom mér á óvart hvað það var lítið bit í Þór/KA,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson þjálfari Breiðabliks. „Við fengum færi á fyrstu mínútunum en svo komu þessi mörk úr þeim færum sem við vorum að skapa okkur. Við vorum ekki að skapa okkur mikið af opnum færum í fyrri hálfleik en staðan er 3-0 og leikurinn er búinn í hálfleik. „Við spiluðum þennan leik eins og við lögðum hann upp með. Það var ekki lagt upp með að skora ekki mörk í seinni hálfleik en hugmyndin var að færa boltann, njóta þess að spila og hafa gaman af leiknum. Við vildum halda sama tempói og var í fyrri hálfleik. Það tókst ágætlega. Svo fáum við tvö falleg mörk í seinni hálfleik,“ sagði Hlynur sem var ekki ánægður með að fá á sig mark beint í andlitið eftir að hafa skorað fimmta markið. „Það skiptir máli. Það hefði verið flott að vinna þennan leik 5-0 og svo getur verið dýrt að missa Sonný í bann í næsta leik. „Við erum að horfa á fyrsta sætið. Það er bara þannig. Mótið er ekki búið fyrr en það er búið. Núna þegar við erum að tala saman er staðan 1-1 hjá Stjörnunni og Selfossi. Svo á Stjarnan eftir að fara norður. „Ég ætla rétt að vona að norðankonur bíti svolítið vel frá sér í næsta leik. Þá er þetta orðið mót,“ sagði Hlynur. Jóhann Kristinn: Notum ferðina heim til að svekkja okkur á töflunni„Ég held að við höfum farið inn í þennan leik með leikmenn innanborðs sem höfðu ekki trú á verkefninu í kvöld,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA. „Þegar hópurinn hefur ekki trú á því að hópurinn geti unnið þá er ekkert lið til og lið vinna leiki og einstaklingarnir tapa þeim og ég held að við höfum verið sá sundurleiti hópur í kvöld. „Það var 3-0 í hálfleik og ljóst hvernig þetta myndi enda. Við náðum ekki að stoppa í það sem þurfti að stoppa, hvorki í fyrri né seinni. Hópurinn mat það sem svo að það væri við ofurefli að etja og það varð hópnum að falli. „Það er sárt að tapa leiknum, fyrst og fremst. Svo förum við að svekkja okkur á töflunni eftir það. Við notum ferðina heim til þess,“ sagði Jóhann.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti