Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 87-73 Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2011 20:45 Grindvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í Iceland-Express deild karla eftir sigur gegn ÍR-ingum, 87-73, í Grindavík í kvöld. Leikurinn fór fram í Röstinni í Grindavík og sáu gestirnir aldrei til sólar. Leikurinn reyndist dýrkeyptur fyrir gestina, en þeir James Bartolotta og Sveinbjörn Claaessen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Grindvíkingar hafa því sigrað alla þrjá leiki sína í deildinni, en ÍR-ingar eru með tvö stig eftir þrjár umferðir. Jafnræði var á með liðunum í fyrsta leikhluta en heimamenn voru samt sem áður alltaf einu skrefi á undan. Það gekk erfilega fyrir bæði lið að koma boltanum ofan í körfuna og leikmennirnir greinilega nokkuð kaldir í byrjun. Staðan var 21 – 17 eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Grindvíkingar juku við forskot sitt í öðrum leikhlutanum og fór Giordan Watson mikinn fyrir heimamenn, en hann stjórnaði leik sinna manna eins og hershöfðingi. Þegar tvær mínútur voru eftir að fyrri hálfleik lenti James Bartolotta í virkilega hörðu samstuði við J´Nathan Bullock, leikmaður Grindavíkur, og steinrotaðist. Leikurinn tafðist örlítið þar sem gera þurfti að sárum Bartolotta. Staðan var 42-31 fyrir Grindavík í hálfleik og James Bartolotta var farinn af svæðinu með sjúkrabíl, en leikmaðurinn nefbrotnaði illa og líkur eru á því að hann hafi fengið heilahristing. Þriðji leikhlutinn fór rólega af stað og ÍR-ingarnir áttu erfitt með að skipuleggja sóknarleik sinn án leikstjórnandans. Saga leiksins hélt í raun áfram og liðin voru bæði í vandræðum sóknarlega. Staðan var 58-44 fyrir lokafjórðunginn og heimamenn í góðum málum. Heimamenn keyrðu yfir lánlausa ÍR-inga í fjórða leikhlutanum og var sigur þeirra aldrei í hættu. Grindavík náði mest 28 stiga forystu í stöðunni 76-48 og ÍR-ingar voru í miklum vandræðum með heimamenn. Körfuboltinn var ekki sá fallegasti í Grindavík í kvöld, en sigur er sigur og Grindvíkingar halda sigurgöngu sinni áfram. Leiknum lauk með sigri heimamanna 87-73.Helgi Jónas: Erum með mikla breidd „Þetta var ágætur leikur hjá okkur í kvöld og við sýndum frábæran varnarleik," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn í kvöld. „Við erum með virkilega mikla breidd í ár og ef menn eru ekki að leggja sig fram í leikjum þá fara þeir bara beint útaf. Sóknarleikur okkar var nokkuð stirður og það hlutur sem við verðum að skoða". „Við erum að koma nýja leikmanninum meira inn í skipulagið hjá okkur, en hann hefur aðeins náð tveimur æfingum með liðinu og stendur sig með prýði," það er hægt að sjá allt viðtalið við Helga Jónas með því að smella hér fyrir ofan.Gunnar: Gekk ekkert upp sóknarlega „Þetta er frekar svekkjandi, en ég er samt ánægður með eitt og það er varnarleikur liðsins," sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR, eftir tapið í kvöld.„Fyrri hálfleikurinn var svosem allt í lagi hjá okkur í kvöld, en ég verð samt að vera ánægður með framfarir okkar varnarlega, maður verður alltaf að taka eitthvað jákvætt úr öllum leikjum". „Við höfum verið að spila ágætan sóknarleik á tímabilinu en varnarleikurinn hefur verið skelfilegur. Í kvöld var það sóknarleikurinn sem felldi okkur". „Jimmy (Bartolotta) er einn mikilvægasti leikmaður liðsins og því var það gríðarlega erfitt að missa hann af velli, en hann verður án efa klár fyrir næsta leik". Það má sjá allt viðtalið við Gunnar með því að smella hér.Sigurður Þorsteins: Berjumst fyrir hverjum einasta bolta „Þetta var kannski ekki fallegasti körfubolti sem maður hefur séð, en við unnum og það skiptir máli," sagði Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, eftir leikinn í kvöld. „Við spiluðum frábæra vörn fyrstu þrjá leikhlutana og þeir réðu ekkert við okkur". „Við berjum alltaf fyrir hverjum einasta bolti, reynum að stoppa allar sóknir, en það er kannski ekki alltaf hægt," sagði Sigurður Gunnar en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.Grindavík - ÍR 87-73 (21-17, 20-15, 17-12, 29-29)Grindavík: Ómar Örn Sævarsson 14 / 4 fráköst, J'Nathan Bullock 13 / 9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/ 10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10, Giordan Watson 9/6 fráköst / 7 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Páll Axel Vilbergsson 2.ÍR: Nemanja Sovic 17/ 11 fráköst, Hjalti Friðriksson 16 / 5 fráköst, Eiríkur Önundarson 14, Ellert Arnarson 3, Kristinn Jónasson 14/ 8 fráköst, Williard Johnson 5, Sveinbjörn Claessen 4/ 5 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Grindvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í Iceland-Express deild karla eftir sigur gegn ÍR-ingum, 87-73, í Grindavík í kvöld. Leikurinn fór fram í Röstinni í Grindavík og sáu gestirnir aldrei til sólar. Leikurinn reyndist dýrkeyptur fyrir gestina, en þeir James Bartolotta og Sveinbjörn Claaessen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Grindvíkingar hafa því sigrað alla þrjá leiki sína í deildinni, en ÍR-ingar eru með tvö stig eftir þrjár umferðir. Jafnræði var á með liðunum í fyrsta leikhluta en heimamenn voru samt sem áður alltaf einu skrefi á undan. Það gekk erfilega fyrir bæði lið að koma boltanum ofan í körfuna og leikmennirnir greinilega nokkuð kaldir í byrjun. Staðan var 21 – 17 eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Grindvíkingar juku við forskot sitt í öðrum leikhlutanum og fór Giordan Watson mikinn fyrir heimamenn, en hann stjórnaði leik sinna manna eins og hershöfðingi. Þegar tvær mínútur voru eftir að fyrri hálfleik lenti James Bartolotta í virkilega hörðu samstuði við J´Nathan Bullock, leikmaður Grindavíkur, og steinrotaðist. Leikurinn tafðist örlítið þar sem gera þurfti að sárum Bartolotta. Staðan var 42-31 fyrir Grindavík í hálfleik og James Bartolotta var farinn af svæðinu með sjúkrabíl, en leikmaðurinn nefbrotnaði illa og líkur eru á því að hann hafi fengið heilahristing. Þriðji leikhlutinn fór rólega af stað og ÍR-ingarnir áttu erfitt með að skipuleggja sóknarleik sinn án leikstjórnandans. Saga leiksins hélt í raun áfram og liðin voru bæði í vandræðum sóknarlega. Staðan var 58-44 fyrir lokafjórðunginn og heimamenn í góðum málum. Heimamenn keyrðu yfir lánlausa ÍR-inga í fjórða leikhlutanum og var sigur þeirra aldrei í hættu. Grindavík náði mest 28 stiga forystu í stöðunni 76-48 og ÍR-ingar voru í miklum vandræðum með heimamenn. Körfuboltinn var ekki sá fallegasti í Grindavík í kvöld, en sigur er sigur og Grindvíkingar halda sigurgöngu sinni áfram. Leiknum lauk með sigri heimamanna 87-73.Helgi Jónas: Erum með mikla breidd „Þetta var ágætur leikur hjá okkur í kvöld og við sýndum frábæran varnarleik," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn í kvöld. „Við erum með virkilega mikla breidd í ár og ef menn eru ekki að leggja sig fram í leikjum þá fara þeir bara beint útaf. Sóknarleikur okkar var nokkuð stirður og það hlutur sem við verðum að skoða". „Við erum að koma nýja leikmanninum meira inn í skipulagið hjá okkur, en hann hefur aðeins náð tveimur æfingum með liðinu og stendur sig með prýði," það er hægt að sjá allt viðtalið við Helga Jónas með því að smella hér fyrir ofan.Gunnar: Gekk ekkert upp sóknarlega „Þetta er frekar svekkjandi, en ég er samt ánægður með eitt og það er varnarleikur liðsins," sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR, eftir tapið í kvöld.„Fyrri hálfleikurinn var svosem allt í lagi hjá okkur í kvöld, en ég verð samt að vera ánægður með framfarir okkar varnarlega, maður verður alltaf að taka eitthvað jákvætt úr öllum leikjum". „Við höfum verið að spila ágætan sóknarleik á tímabilinu en varnarleikurinn hefur verið skelfilegur. Í kvöld var það sóknarleikurinn sem felldi okkur". „Jimmy (Bartolotta) er einn mikilvægasti leikmaður liðsins og því var það gríðarlega erfitt að missa hann af velli, en hann verður án efa klár fyrir næsta leik". Það má sjá allt viðtalið við Gunnar með því að smella hér.Sigurður Þorsteins: Berjumst fyrir hverjum einasta bolta „Þetta var kannski ekki fallegasti körfubolti sem maður hefur séð, en við unnum og það skiptir máli," sagði Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, eftir leikinn í kvöld. „Við spiluðum frábæra vörn fyrstu þrjá leikhlutana og þeir réðu ekkert við okkur". „Við berjum alltaf fyrir hverjum einasta bolti, reynum að stoppa allar sóknir, en það er kannski ekki alltaf hægt," sagði Sigurður Gunnar en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.Grindavík - ÍR 87-73 (21-17, 20-15, 17-12, 29-29)Grindavík: Ómar Örn Sævarsson 14 / 4 fráköst, J'Nathan Bullock 13 / 9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/ 10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10, Giordan Watson 9/6 fráköst / 7 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Páll Axel Vilbergsson 2.ÍR: Nemanja Sovic 17/ 11 fráköst, Hjalti Friðriksson 16 / 5 fráköst, Eiríkur Önundarson 14, Ellert Arnarson 3, Kristinn Jónasson 14/ 8 fráköst, Williard Johnson 5, Sveinbjörn Claessen 4/ 5 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira