Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 0-0 Rauða Stjarnan | Vítaspyrna í súginn Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 25. júlí 2013 14:30 Mynd/Vilhelm Eyjamenn eru úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir fjörugt 0-0 jafntefli í seinni leik sínum í annarri umferð forkeppninnar á Hásteinsvelli í dag, Rauða Stjarnan frá Belgrad vann fyrri leikinn 2-0 og nægði það þeim til sigurs í einvíginu. Serbneska liðið varð Evrópumeistari árið 1991. Í fyrri hálfleik var jafnræði á með liðunum en mátti vart sjá hvort liðið spilaði í atvinnumannadeild. Eyjamenn fóru langt á sínum dugnaði og vinnusemi og uppskáru nokkur færi og voru ansi nálægt því að koma knettinum í netið í nokkur skipti. Leikmenn Rauðu Stjörnunnar áttu þó sín færi en náðu ekki að nýta þau frekar en heimamenn. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks hitnaði heldur betur í kolunum og var þá varamanni Serbanna vikið af velli eftir tvö brot og tvö gul spjöld með stuttu millibili, Mihajlovic var alls ekki sáttur með það og strunsaði upp í búningsherbergi en á leiðinni kastaði hann umferðakeilu í bíl Víðis Þorvarðarsonar leikmanns ÍBV. Stuttu seinna komust Eyjamenn inn í teig andstæðinganna. Eftir nokkuð klafs í teignum fór boltinn í hönd Jovan Krneta varnarmanns Rauðu Stjörnunnar og dæmdi dómari leiksins umsvifalaust vítaspyrnu. Gunnar Már, vítaskytta Eyjamanna, steig á punktinn en brást bogalistin. Gullið tækifæri fyrir heimamenn til þess að auka möguleika sína á lokamínútum leiksins í sandinn. Í uppbótartíma áttust Hermann Hreiðarsson og varnarmaður Serbanna við inni í vítateig gestanna. Serbinn virtist fá hendi Hermanns Hreiðarssonar í andlitið og féll við það í jörðina. Dómari leiksins sýndi Hermanni gula spjaldið en það var þjálfari gestanna ekki sáttur við og lét fjórða dómara leiksins heyra það. Ágætur dómari leiksins vísaði honum þá af velli. Gestirnir frá Belgrad kveiktu í blysum eftir lokaflaut dómarans, en gæslumönnum á Hásteinsvelli tókst að hafa hemil á stuðningsmönnunum. Hermann Hreiðarsson: Mark hefði sett duft í leikinn„Það eru vonbrigði að detta út eins og leikurinn spilaðist. Frammistaða okkar í báðum leikjunum var frábær og ég get ekki beðið um meira en það,“ sagði Hermann Hreiðarsson, spilandi þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn Rauðu Stjörnunni í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. „Það segir meira en margt að vera hundfúlir með 0-0 jafntefli gegn gríðarlega sterku liði Rauðu Stjörnunnar. Við vitum það að ef að við skorum eitt mark þá er ég nokkuð viss um að annað hefði fylgt í kjölfarið,“ sagði Hermann en hann var gríðarlega ánægður með baráttu sinna manna gegn gríðarlega sterku liði Rauðu Stjörnunnar. Eyjamenn fengu vítaspyrnu á 79. mínútu leiksins þegar að boltinn fór í hendi varnarmanns serbneska liðsins, Gunnar Már Guðmundsson steig á punktinn en lét markmann gestanna, Boban Bajkovic verja frá sér. „Það voru önnur færi en vítaspyrnan. Eitt mark hefði sett ansi mikið duft í þetta,“ sagði Hemmi en bætti einnig við að Eyjamenn gæti borið höfuðið hátt eftir þessa leiki. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Eyjamenn eru úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir fjörugt 0-0 jafntefli í seinni leik sínum í annarri umferð forkeppninnar á Hásteinsvelli í dag, Rauða Stjarnan frá Belgrad vann fyrri leikinn 2-0 og nægði það þeim til sigurs í einvíginu. Serbneska liðið varð Evrópumeistari árið 1991. Í fyrri hálfleik var jafnræði á með liðunum en mátti vart sjá hvort liðið spilaði í atvinnumannadeild. Eyjamenn fóru langt á sínum dugnaði og vinnusemi og uppskáru nokkur færi og voru ansi nálægt því að koma knettinum í netið í nokkur skipti. Leikmenn Rauðu Stjörnunnar áttu þó sín færi en náðu ekki að nýta þau frekar en heimamenn. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks hitnaði heldur betur í kolunum og var þá varamanni Serbanna vikið af velli eftir tvö brot og tvö gul spjöld með stuttu millibili, Mihajlovic var alls ekki sáttur með það og strunsaði upp í búningsherbergi en á leiðinni kastaði hann umferðakeilu í bíl Víðis Þorvarðarsonar leikmanns ÍBV. Stuttu seinna komust Eyjamenn inn í teig andstæðinganna. Eftir nokkuð klafs í teignum fór boltinn í hönd Jovan Krneta varnarmanns Rauðu Stjörnunnar og dæmdi dómari leiksins umsvifalaust vítaspyrnu. Gunnar Már, vítaskytta Eyjamanna, steig á punktinn en brást bogalistin. Gullið tækifæri fyrir heimamenn til þess að auka möguleika sína á lokamínútum leiksins í sandinn. Í uppbótartíma áttust Hermann Hreiðarsson og varnarmaður Serbanna við inni í vítateig gestanna. Serbinn virtist fá hendi Hermanns Hreiðarssonar í andlitið og féll við það í jörðina. Dómari leiksins sýndi Hermanni gula spjaldið en það var þjálfari gestanna ekki sáttur við og lét fjórða dómara leiksins heyra það. Ágætur dómari leiksins vísaði honum þá af velli. Gestirnir frá Belgrad kveiktu í blysum eftir lokaflaut dómarans, en gæslumönnum á Hásteinsvelli tókst að hafa hemil á stuðningsmönnunum. Hermann Hreiðarsson: Mark hefði sett duft í leikinn„Það eru vonbrigði að detta út eins og leikurinn spilaðist. Frammistaða okkar í báðum leikjunum var frábær og ég get ekki beðið um meira en það,“ sagði Hermann Hreiðarsson, spilandi þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn Rauðu Stjörnunni í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. „Það segir meira en margt að vera hundfúlir með 0-0 jafntefli gegn gríðarlega sterku liði Rauðu Stjörnunnar. Við vitum það að ef að við skorum eitt mark þá er ég nokkuð viss um að annað hefði fylgt í kjölfarið,“ sagði Hermann en hann var gríðarlega ánægður með baráttu sinna manna gegn gríðarlega sterku liði Rauðu Stjörnunnar. Eyjamenn fengu vítaspyrnu á 79. mínútu leiksins þegar að boltinn fór í hendi varnarmanns serbneska liðsins, Gunnar Már Guðmundsson steig á punktinn en lét markmann gestanna, Boban Bajkovic verja frá sér. „Það voru önnur færi en vítaspyrnan. Eitt mark hefði sett ansi mikið duft í þetta,“ sagði Hemmi en bætti einnig við að Eyjamenn gæti borið höfuðið hátt eftir þessa leiki.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti