Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Breiðablik 0-1 | Fyrsta tap Þórs/KA Ólafur Haukur Tómasson skrifar 24. júní 2014 16:08 Vísir/Andri Marinó Breiðabliksstúlkur gerðu góða ferð Norður yfir heiðar í kvöld þegar þær sigruðu topplið Þór/KA í baráttumiklum en bragðdaufum leik. Báðum liðum gekk brösulega að ná upp almennilegu spili og skapa sér góð færi í leik sem þótti kannski ekki mikið fyrir augað. Leikmenn beggja liða lögðu sig fram og var barátta í báðum liðum. Bæði lið höfðu fengið nokkur hálf færi framan af leiknum en náðu ýmist ekki góðum skotum eða markverðir liðana áttu góðar vörslur. Breiðablik gerði tilkall til vítaspyrnu og virtust hafa mikið til síns máls, boltinn fór í hönd Heiðu Ragney leikmann Þórs/KA en dómari leiksins var ekki á því að dæma á það. Eina mark leiksins skoraði Guðrún Arnardóttir þegar hún stýrði boltanum í netið með maganum eftir hornspyrnu Aldísar Köru Lúðvíksdóttur þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og þar við sat.Jóhann Kristinn Gunnarsson: Töpuðum á „skrautfuglamarki" „Ég er hundfúll að hafa tapað þessum leik á einhverju svona skrautfuglamarki eins og við gefum í dag," sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA eftir leikinn í kvöld. Lið hans tókst ekki að skapa sér almennileg færi í leiknum og spilaði ekki nógu vel til að uppskera stig. Jóhann telur þó að óheppni gæti haft mikið að segja til um úrslit þessa leiks. „Það vantaði ýmislegt. Ég er ánægður með liðið mitt í dag, þær börðust vel og við vorum að mæta hér öflugri samsetningu leikmanna. Við höfðum ekki heppnina með okkur í dag og gefum þriðja furðufuglamarkið í röð í dag, við gáfum tvö uppi á Skaga og eitt í dag sem verður til þess að við fáum ekkert hér í dag," sagði Jóhann. „Það er búinn einn þriðji af mótinu og við erum við toppinn. Það er eins og við stefndum að," svaraði Jóhann þegar hann var spurður um hvernig hann meti stöðuna þegar þriðjungur mótsins er búinn. Það hefur verið mikið af meiðslum í herbúðum Þórs/KA í sumar. Katrín Ásbjörnsdóttir var til að mynda ekki með í dag og það fóru þremur stúlkum var skipt útaf hjá liðinu í dag vegna meiðsla. Jóhann telur að hann og þjálfarateymi hans þurfi aðeins að skoða sín mál. „Við erum í töluverðu meiðslabrasi og við þurfum að fara að skoða það hvort við eigum ekki bara að taka leikina og pott á milli. Það þyrfti örugglega að fara að kíkja á það hvað við erum að gera því það er alltof mikið af meiðslum hjá okkur," sagði Jóhann.Hlynur Svan Eiríksson: Ekki í mikilli hættu Breiðablik gerði góðan sigur í dag og var Hlynur Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, hæst ánægður með að landa sigrinum og taldi sínar stúlkur vel komnar að sigrinum. „Erum mjög ánægð með að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. Við vildum halda stöðunni og mér fannst þær ekki ógna markinu hjá okkur. Í lokin fannst mér leikmenn Þór/KA vera orðnar hálf þreyttar. Við hefðum getað haldið boltanum ef til vill betur en mér fannst þetta ekki í mikili hættu," sagði Hlynur. Með sigrinum á toppliðinu tekst Breiðablik að færa sig nær toppbaráttunni og segir Hlynur leikinn hafa skipt miklu máli og sér margt jákvætt í því sem lið hans hefur sýnt það sem af er liðið tímabils. „Við urðum að vinna í dag ef við ætlum að halda lífi í alvöru toppbaráttu. Við getum verið sátt við ansi margt hjá okkur en við höfum aðeins misstígið okkur en öll lið lenda í því," sagði Hlynur. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Breiðabliksstúlkur gerðu góða ferð Norður yfir heiðar í kvöld þegar þær sigruðu topplið Þór/KA í baráttumiklum en bragðdaufum leik. Báðum liðum gekk brösulega að ná upp almennilegu spili og skapa sér góð færi í leik sem þótti kannski ekki mikið fyrir augað. Leikmenn beggja liða lögðu sig fram og var barátta í báðum liðum. Bæði lið höfðu fengið nokkur hálf færi framan af leiknum en náðu ýmist ekki góðum skotum eða markverðir liðana áttu góðar vörslur. Breiðablik gerði tilkall til vítaspyrnu og virtust hafa mikið til síns máls, boltinn fór í hönd Heiðu Ragney leikmann Þórs/KA en dómari leiksins var ekki á því að dæma á það. Eina mark leiksins skoraði Guðrún Arnardóttir þegar hún stýrði boltanum í netið með maganum eftir hornspyrnu Aldísar Köru Lúðvíksdóttur þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og þar við sat.Jóhann Kristinn Gunnarsson: Töpuðum á „skrautfuglamarki" „Ég er hundfúll að hafa tapað þessum leik á einhverju svona skrautfuglamarki eins og við gefum í dag," sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA eftir leikinn í kvöld. Lið hans tókst ekki að skapa sér almennileg færi í leiknum og spilaði ekki nógu vel til að uppskera stig. Jóhann telur þó að óheppni gæti haft mikið að segja til um úrslit þessa leiks. „Það vantaði ýmislegt. Ég er ánægður með liðið mitt í dag, þær börðust vel og við vorum að mæta hér öflugri samsetningu leikmanna. Við höfðum ekki heppnina með okkur í dag og gefum þriðja furðufuglamarkið í röð í dag, við gáfum tvö uppi á Skaga og eitt í dag sem verður til þess að við fáum ekkert hér í dag," sagði Jóhann. „Það er búinn einn þriðji af mótinu og við erum við toppinn. Það er eins og við stefndum að," svaraði Jóhann þegar hann var spurður um hvernig hann meti stöðuna þegar þriðjungur mótsins er búinn. Það hefur verið mikið af meiðslum í herbúðum Þórs/KA í sumar. Katrín Ásbjörnsdóttir var til að mynda ekki með í dag og það fóru þremur stúlkum var skipt útaf hjá liðinu í dag vegna meiðsla. Jóhann telur að hann og þjálfarateymi hans þurfi aðeins að skoða sín mál. „Við erum í töluverðu meiðslabrasi og við þurfum að fara að skoða það hvort við eigum ekki bara að taka leikina og pott á milli. Það þyrfti örugglega að fara að kíkja á það hvað við erum að gera því það er alltof mikið af meiðslum hjá okkur," sagði Jóhann.Hlynur Svan Eiríksson: Ekki í mikilli hættu Breiðablik gerði góðan sigur í dag og var Hlynur Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, hæst ánægður með að landa sigrinum og taldi sínar stúlkur vel komnar að sigrinum. „Erum mjög ánægð með að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. Við vildum halda stöðunni og mér fannst þær ekki ógna markinu hjá okkur. Í lokin fannst mér leikmenn Þór/KA vera orðnar hálf þreyttar. Við hefðum getað haldið boltanum ef til vill betur en mér fannst þetta ekki í mikili hættu," sagði Hlynur. Með sigrinum á toppliðinu tekst Breiðablik að færa sig nær toppbaráttunni og segir Hlynur leikinn hafa skipt miklu máli og sér margt jákvætt í því sem lið hans hefur sýnt það sem af er liðið tímabils. „Við urðum að vinna í dag ef við ætlum að halda lífi í alvöru toppbaráttu. Við getum verið sátt við ansi margt hjá okkur en við höfum aðeins misstígið okkur en öll lið lenda í því," sagði Hlynur.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira