Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Bjarki Ármannsson skrifar 22. febrúar 2014 08:00 Ríkisstjórnarflokkarnir héldu báðir þingfundi í gær vegna tillögunnar. Vísir/Stefán Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu báðir að styðja tillöguna á þingflokksfundum í gær.Best fari á því að umsóknin verði dregin til bakaÍ tillögu Gunnars Braga er farið fram á að Alþingi feli ríkisstjórninni að draga umsókn Íslands til baka og að ekki sé sótt um aðild að sambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild. Tillagan var lögð fram í gær og verður rædd á þingi í upphafi næstu viku. Í athugasemdum með tillögunni segir meðal annars að síðasta ríkisstjórn hafi „hvorki haft bakland né raunverulegan vilja til að klára ferlið með aðild að Evrópusambandinu.“ Þá gefi núverandi staða Íslands, sem er ennþá formlega í stöðu umsóknarríkis í aðildarferli, til kynna „með vissum hætti“ að Ísland sé enn í aðildarferli „sem ekki er raunin.“ „Að öllu þessu virtu,“ segir í tillögunni, „telur ríkisstjórnin nauðsynlegt að ekki ríki neinn vafi um það hver sé staða aðildarumsóknarinnar eða hver staða Íslands sé í því sambandi og að best fari á því, í ljósi stefnu ríkisstjórnarflokkanna og með hliðsjón af skýrslu Hagfræðistofnunar, að aðildarumsóknin verði dregin til baka.“ Í tillögunni er einnig talað fyrir því að treysta samskipti og samvinnu við ESB og einstök Evrópuríki þar sem EES-samningurinn sé burðarás. Í tenglsum við það verði hagsmunagæsla til að auka áhrif Íslands við mótun ákvarðana á grundvelli EES efld og vinna að því marki verði nú sett í forgang.Skiptar skoðanir innan Sjálfstæðisflokks „Niðurstaðan var einróma samþykkt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um ályktun fundarins. Sömuleiðis var afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins fylgjandi tillögunni að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, framkvæmdastjóra þingflokksins. Þó hafa nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir andstöðu sinni við að draga umsókn Íslands til baka. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður er einn þeirra en hún er í stjórn Félags sjálfstæðra Evrópusinna. „Ég hefði kosið að niðurstaðan væri á annan veg,“ segir Ragnheiður. „En þingflokkur ákveður með þessum hætti að draga umsóknina til baka og ég er í þingliði Sjálfstæðisflokksins.“ Hún segist tilheyra hópi innan Sjálfstæðisflokksins sem vill klára viðræður við Evrópusambandið, en sá hópur sé í minnihluta. Hún kveðst ekki geta fullyrt hvort flokkurinn klofni vegna málsins. „Ég er enginn spámaður þannig að ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Ragnheiður. „Ég mun ekki ganga úr Sjálfstæðisflokknum þó ég sé ekki sömu skoðunar í þessu máli og meirihlutinn.“Brynjar Níelsson er annar þingmaður sjálfstæðismanna sem segist telja rétt að klára viðræðurnar úr því sem komið er. „Ég skynja auðvitað deilurnar sem eru í flokknum og í samfélaginu,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ég hefði viljað fara leið sem væri líklegri til sátta.“ Hann telur þó litlar líkur á að fólk innan flokksins kljúfi sig frá honum vegna málsins. „Enda er enginn annar frjálslyndur, borgarasinnaður flokkur á landinu,“ segir Brynjar. „Þá verða menn að fara að stofna nýjan flokk. Þeir geta ekki farið neitt annað.“ Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu báðir að styðja tillöguna á þingflokksfundum í gær.Best fari á því að umsóknin verði dregin til bakaÍ tillögu Gunnars Braga er farið fram á að Alþingi feli ríkisstjórninni að draga umsókn Íslands til baka og að ekki sé sótt um aðild að sambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild. Tillagan var lögð fram í gær og verður rædd á þingi í upphafi næstu viku. Í athugasemdum með tillögunni segir meðal annars að síðasta ríkisstjórn hafi „hvorki haft bakland né raunverulegan vilja til að klára ferlið með aðild að Evrópusambandinu.“ Þá gefi núverandi staða Íslands, sem er ennþá formlega í stöðu umsóknarríkis í aðildarferli, til kynna „með vissum hætti“ að Ísland sé enn í aðildarferli „sem ekki er raunin.“ „Að öllu þessu virtu,“ segir í tillögunni, „telur ríkisstjórnin nauðsynlegt að ekki ríki neinn vafi um það hver sé staða aðildarumsóknarinnar eða hver staða Íslands sé í því sambandi og að best fari á því, í ljósi stefnu ríkisstjórnarflokkanna og með hliðsjón af skýrslu Hagfræðistofnunar, að aðildarumsóknin verði dregin til baka.“ Í tillögunni er einnig talað fyrir því að treysta samskipti og samvinnu við ESB og einstök Evrópuríki þar sem EES-samningurinn sé burðarás. Í tenglsum við það verði hagsmunagæsla til að auka áhrif Íslands við mótun ákvarðana á grundvelli EES efld og vinna að því marki verði nú sett í forgang.Skiptar skoðanir innan Sjálfstæðisflokks „Niðurstaðan var einróma samþykkt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um ályktun fundarins. Sömuleiðis var afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins fylgjandi tillögunni að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, framkvæmdastjóra þingflokksins. Þó hafa nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir andstöðu sinni við að draga umsókn Íslands til baka. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður er einn þeirra en hún er í stjórn Félags sjálfstæðra Evrópusinna. „Ég hefði kosið að niðurstaðan væri á annan veg,“ segir Ragnheiður. „En þingflokkur ákveður með þessum hætti að draga umsóknina til baka og ég er í þingliði Sjálfstæðisflokksins.“ Hún segist tilheyra hópi innan Sjálfstæðisflokksins sem vill klára viðræður við Evrópusambandið, en sá hópur sé í minnihluta. Hún kveðst ekki geta fullyrt hvort flokkurinn klofni vegna málsins. „Ég er enginn spámaður þannig að ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Ragnheiður. „Ég mun ekki ganga úr Sjálfstæðisflokknum þó ég sé ekki sömu skoðunar í þessu máli og meirihlutinn.“Brynjar Níelsson er annar þingmaður sjálfstæðismanna sem segist telja rétt að klára viðræðurnar úr því sem komið er. „Ég skynja auðvitað deilurnar sem eru í flokknum og í samfélaginu,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ég hefði viljað fara leið sem væri líklegri til sátta.“ Hann telur þó litlar líkur á að fólk innan flokksins kljúfi sig frá honum vegna málsins. „Enda er enginn annar frjálslyndur, borgarasinnaður flokkur á landinu,“ segir Brynjar. „Þá verða menn að fara að stofna nýjan flokk. Þeir geta ekki farið neitt annað.“
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira