Umhyggja í umferðinni Auður Hreiðarsdóttir skrifar 25. júlí 2013 07:00 „Passaðu þig á bílunum, elskan.“ Þessi sakleysislega setning er merki um umhyggju í garð einhvers sem ætlar að hætta sér út í umferðarkerfi borgarinnar án þess að vera í bíl. Götur eru álitnar hættulegar öllum þeim sem ekki eru akandi og má segja að þær séu það í raun á meðan sá hugsunarháttur er ríkjandi. Gangandi og hjólandi vegfarendum er gert að passa sig á bílunum en ekki er eins mikið brýnt fyrir ökumönnum að vera á varðbergi. Ökumaður getur keyrt beint yfir á grænu ljósi án þess að hafa miklar áhyggjur af lífi sínu. Hjólreiðamaður getur því miður ekki leyft sér þann munað eins og staðan er í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við virðumst oft gleyma að akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur eru sama fólkið. Mörg okkar nota hjól, bíl og aðra ferðamáta til skiptis. Ef það á ekki við er líklegt að við eigum systkini, börn, foreldra eða vini sem ferðast á annan hátt. Við erum öll í sama liði í umferðinni, ekki í keppni. Flest höfum við það að markmiði að komast á milli staða. Í umferðinni tilheyrum við ekki mismunandi hagsmunahópum eða andstæðum pólitískum öflum. Fólk leyfir sér að hallmæla „hinum“ ferðamátunum og er algengt að hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur verði nokkuð illa úti í slíkum umræðum: Hjólreiðafólk fer óvarlega og birtist eins og þruma úr heiðskíru lofti. Gangandi vegfarendur gæta ekki varúðar er þeir fara yfir götu.Meðvitundarlitlir ökumenn Það er aldrei gangandi eða hjólandi vegfaranda að kenna sé keyrt á hann á gangbraut þar sem hann er í rétti. Það skiptir ekki máli hvort viðkomandi er á hraðferð, án endurskins, lengi að komast yfir götuna eða lágur í loftinu. „Þú varst á mikilli ferð, ég sá þig ekki,“ voru orð bílstjóra sem keyrði næstum á mig á gangbraut fyrir stuttu með þeim afleiðingum að ég lenti á kyrrstæðum bíl og kastaðist af hjólinu. Sem hjólandi vegfarandi í Reykjavík síðasta mánuðinn hef ég oft orðið vör við meðvitundarlitla ökumenn. Það er að mörgu að hyggja þegar verið er að stjórna ökutæki, en það er þó engin afsökun fyrir því að líta ekki í kringum sig eða fylgja ekki umferðarreglum. Vissulega er ekki hægt að varpa ábyrgðinni alfarið yfir á ökumenn því hver og einn ber ábyrgð á að stjórna sínu ökutæki, hvort sem það er hjól eða bíll. Ferðavenjur eru að breytast á höfuðborgarsvæðinu. Sífellt fleiri fara sinna daglegu ferða á hjóli og unnið er að því að bæta aðstæður hjólareiðafólks. Þessi þróun er jákvæð fyrir umhverfið, samfélagið og mannlífið í borginni en ekki má gleyma því að hún er á byrjunarstigi. Hjólreiðafólk er að leita að réttu leiðinni í götóttu hjólakerfi og bílstjórar eru að venjast því að koma auga á fyrirferðarlitlu og hljóðlátu hjólin. Umferðarkerfið stendur enn ekki undir þessum breyttu ferðavenjum en unnið er markvisst að umbótum fyrir fjölbreyttari ferðamáta. Á meðan þær umbætur standa yfir verðum við öll að vera á varðbergi, þar er enginn einstaklingur undanskilinn. Kæra samferðafólk, við erum enn að venjast hvert öðru. Verum með meðvitund í umferðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
„Passaðu þig á bílunum, elskan.“ Þessi sakleysislega setning er merki um umhyggju í garð einhvers sem ætlar að hætta sér út í umferðarkerfi borgarinnar án þess að vera í bíl. Götur eru álitnar hættulegar öllum þeim sem ekki eru akandi og má segja að þær séu það í raun á meðan sá hugsunarháttur er ríkjandi. Gangandi og hjólandi vegfarendum er gert að passa sig á bílunum en ekki er eins mikið brýnt fyrir ökumönnum að vera á varðbergi. Ökumaður getur keyrt beint yfir á grænu ljósi án þess að hafa miklar áhyggjur af lífi sínu. Hjólreiðamaður getur því miður ekki leyft sér þann munað eins og staðan er í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við virðumst oft gleyma að akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur eru sama fólkið. Mörg okkar nota hjól, bíl og aðra ferðamáta til skiptis. Ef það á ekki við er líklegt að við eigum systkini, börn, foreldra eða vini sem ferðast á annan hátt. Við erum öll í sama liði í umferðinni, ekki í keppni. Flest höfum við það að markmiði að komast á milli staða. Í umferðinni tilheyrum við ekki mismunandi hagsmunahópum eða andstæðum pólitískum öflum. Fólk leyfir sér að hallmæla „hinum“ ferðamátunum og er algengt að hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur verði nokkuð illa úti í slíkum umræðum: Hjólreiðafólk fer óvarlega og birtist eins og þruma úr heiðskíru lofti. Gangandi vegfarendur gæta ekki varúðar er þeir fara yfir götu.Meðvitundarlitlir ökumenn Það er aldrei gangandi eða hjólandi vegfaranda að kenna sé keyrt á hann á gangbraut þar sem hann er í rétti. Það skiptir ekki máli hvort viðkomandi er á hraðferð, án endurskins, lengi að komast yfir götuna eða lágur í loftinu. „Þú varst á mikilli ferð, ég sá þig ekki,“ voru orð bílstjóra sem keyrði næstum á mig á gangbraut fyrir stuttu með þeim afleiðingum að ég lenti á kyrrstæðum bíl og kastaðist af hjólinu. Sem hjólandi vegfarandi í Reykjavík síðasta mánuðinn hef ég oft orðið vör við meðvitundarlitla ökumenn. Það er að mörgu að hyggja þegar verið er að stjórna ökutæki, en það er þó engin afsökun fyrir því að líta ekki í kringum sig eða fylgja ekki umferðarreglum. Vissulega er ekki hægt að varpa ábyrgðinni alfarið yfir á ökumenn því hver og einn ber ábyrgð á að stjórna sínu ökutæki, hvort sem það er hjól eða bíll. Ferðavenjur eru að breytast á höfuðborgarsvæðinu. Sífellt fleiri fara sinna daglegu ferða á hjóli og unnið er að því að bæta aðstæður hjólareiðafólks. Þessi þróun er jákvæð fyrir umhverfið, samfélagið og mannlífið í borginni en ekki má gleyma því að hún er á byrjunarstigi. Hjólreiðafólk er að leita að réttu leiðinni í götóttu hjólakerfi og bílstjórar eru að venjast því að koma auga á fyrirferðarlitlu og hljóðlátu hjólin. Umferðarkerfið stendur enn ekki undir þessum breyttu ferðavenjum en unnið er markvisst að umbótum fyrir fjölbreyttari ferðamáta. Á meðan þær umbætur standa yfir verðum við öll að vera á varðbergi, þar er enginn einstaklingur undanskilinn. Kæra samferðafólk, við erum enn að venjast hvert öðru. Verum með meðvitund í umferðinni.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun