Umræðan um ESB tekið talsverðum breytingum Helga Árnadóttir skrifar 19. maí 2013 19:22 Veiking krónunnar og efnhagshrunið gerðu það að verkum að umræða um aðild Íslands að Evrópusambandinu varð jákvæðari en áður hafði verið. Breytt samfélagsmynd og bágar efnahagslegar aðstæður léku þar stórt hlutverk en ekki sjálfsprottinn áhugi Íslendinga á sambandinu að því er fram kemur í lokaritgerð MA nema í alþjóðasamsiptum. Þórunn Elva Bjarkadóttir er nú að ljúka MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Í lokaritgerð sinni gerði hún rannsókn á hvernig umræða um Evrópusambandið og evruna þróaðist árin 2007 til 2009 í fréttum og ritstjórnargreinum í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. „2007 er góðærisárið, og svo erum við með hrunárið 2008 og svo 2009 og þá voru alþingiskosningar. Á þessu tímabili erum við með tvennar alþingiskosningar og eitt hrun þannig að ég er að skoða hvernig þess umræða þróast á þessum ólíku tímabilum. Árið 2007 einkenndist umfjöllunin fyrst og fremst af því að þá var verið að fjalla um einhliða upptöku evru og það var mjög fjarlægt að fjalla um aðild að Evrópusambandinu á tilteknu tímabili," segir Þórunn. Umfjöllunin hafi verið mjög takmörkuð en í raun afleiðing lausafjárkreppunnar 2006. Fyrri hluta 2008 jókst umræðan um Evrópusambandið og var hún frekar jákvæð í Fréttablaðinu en neikvæð í Morgunblaðinu. Við efnahagshrunið í október sama ár jókst umræðan um aðild að Evrópusambandinu enn frekar og varð mun jákvæðari í Morgunblaðinu líka. „Þá fara menn að nefna það að aðild gæti mögulega falið í sér efnahagslegt skjól, vegna þeirra efnahagslegu vandræða sem voru í gangi í samfélaginu. Þannig að það má eiginlega sjá það að breytt samfélagsmynd hefur áhrif á hvernig umræðan þróast." Þrátt fyrir það hafi hins vegar mikið verið rætt samhliða að Ísland mætti ekki gefa upp sjálfstæði sitt. Árið 2009 var svo enn meira rætt um Evrópusambandið sem efnahagslegt skjól fyrir Ísland. „Það má merkja það í báðum blöðunum að það er sérstaklega verið að kalla eftir því að stjórnvöld taki málið á dagskrá." Í kjölfar þess hafi ESB aðild orðið að kosningamáli 2009. Það megi því segja að það hafi ekki verið sjálfsprottin löngun hjá Íslendingum að ganga í Evrópusambandið heldur nær eingöngu út af bágum efnahagslegum aðstæðum. „Í tengslum við veikingu krónunnar var verið að tala um evruna sem efnahaglega lausn og í tengslum við hrunið var verið að tala um Evrópusambandið til að bjarga okkur frá efnahagslegum aðstæðum," segir Þórunn. Nú hins vegar sé umræðan komin í einskonar hring að mati Þórunnar. Hefðbundin orðræða um ESB sé hafin að nýju eins og hún var árin fyrir hrun. Umræðan núna snúist að miklu leyti um sjávarútveginn, fullveldið og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar sem helstu ástæður gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Veiking krónunnar og efnhagshrunið gerðu það að verkum að umræða um aðild Íslands að Evrópusambandinu varð jákvæðari en áður hafði verið. Breytt samfélagsmynd og bágar efnahagslegar aðstæður léku þar stórt hlutverk en ekki sjálfsprottinn áhugi Íslendinga á sambandinu að því er fram kemur í lokaritgerð MA nema í alþjóðasamsiptum. Þórunn Elva Bjarkadóttir er nú að ljúka MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Í lokaritgerð sinni gerði hún rannsókn á hvernig umræða um Evrópusambandið og evruna þróaðist árin 2007 til 2009 í fréttum og ritstjórnargreinum í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. „2007 er góðærisárið, og svo erum við með hrunárið 2008 og svo 2009 og þá voru alþingiskosningar. Á þessu tímabili erum við með tvennar alþingiskosningar og eitt hrun þannig að ég er að skoða hvernig þess umræða þróast á þessum ólíku tímabilum. Árið 2007 einkenndist umfjöllunin fyrst og fremst af því að þá var verið að fjalla um einhliða upptöku evru og það var mjög fjarlægt að fjalla um aðild að Evrópusambandinu á tilteknu tímabili," segir Þórunn. Umfjöllunin hafi verið mjög takmörkuð en í raun afleiðing lausafjárkreppunnar 2006. Fyrri hluta 2008 jókst umræðan um Evrópusambandið og var hún frekar jákvæð í Fréttablaðinu en neikvæð í Morgunblaðinu. Við efnahagshrunið í október sama ár jókst umræðan um aðild að Evrópusambandinu enn frekar og varð mun jákvæðari í Morgunblaðinu líka. „Þá fara menn að nefna það að aðild gæti mögulega falið í sér efnahagslegt skjól, vegna þeirra efnahagslegu vandræða sem voru í gangi í samfélaginu. Þannig að það má eiginlega sjá það að breytt samfélagsmynd hefur áhrif á hvernig umræðan þróast." Þrátt fyrir það hafi hins vegar mikið verið rætt samhliða að Ísland mætti ekki gefa upp sjálfstæði sitt. Árið 2009 var svo enn meira rætt um Evrópusambandið sem efnahagslegt skjól fyrir Ísland. „Það má merkja það í báðum blöðunum að það er sérstaklega verið að kalla eftir því að stjórnvöld taki málið á dagskrá." Í kjölfar þess hafi ESB aðild orðið að kosningamáli 2009. Það megi því segja að það hafi ekki verið sjálfsprottin löngun hjá Íslendingum að ganga í Evrópusambandið heldur nær eingöngu út af bágum efnahagslegum aðstæðum. „Í tengslum við veikingu krónunnar var verið að tala um evruna sem efnahaglega lausn og í tengslum við hrunið var verið að tala um Evrópusambandið til að bjarga okkur frá efnahagslegum aðstæðum," segir Þórunn. Nú hins vegar sé umræðan komin í einskonar hring að mati Þórunnar. Hefðbundin orðræða um ESB sé hafin að nýju eins og hún var árin fyrir hrun. Umræðan núna snúist að miklu leyti um sjávarútveginn, fullveldið og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar sem helstu ástæður gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira