Umræðan um ESB tekið talsverðum breytingum Helga Árnadóttir skrifar 19. maí 2013 19:22 Veiking krónunnar og efnhagshrunið gerðu það að verkum að umræða um aðild Íslands að Evrópusambandinu varð jákvæðari en áður hafði verið. Breytt samfélagsmynd og bágar efnahagslegar aðstæður léku þar stórt hlutverk en ekki sjálfsprottinn áhugi Íslendinga á sambandinu að því er fram kemur í lokaritgerð MA nema í alþjóðasamsiptum. Þórunn Elva Bjarkadóttir er nú að ljúka MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Í lokaritgerð sinni gerði hún rannsókn á hvernig umræða um Evrópusambandið og evruna þróaðist árin 2007 til 2009 í fréttum og ritstjórnargreinum í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. „2007 er góðærisárið, og svo erum við með hrunárið 2008 og svo 2009 og þá voru alþingiskosningar. Á þessu tímabili erum við með tvennar alþingiskosningar og eitt hrun þannig að ég er að skoða hvernig þess umræða þróast á þessum ólíku tímabilum. Árið 2007 einkenndist umfjöllunin fyrst og fremst af því að þá var verið að fjalla um einhliða upptöku evru og það var mjög fjarlægt að fjalla um aðild að Evrópusambandinu á tilteknu tímabili," segir Þórunn. Umfjöllunin hafi verið mjög takmörkuð en í raun afleiðing lausafjárkreppunnar 2006. Fyrri hluta 2008 jókst umræðan um Evrópusambandið og var hún frekar jákvæð í Fréttablaðinu en neikvæð í Morgunblaðinu. Við efnahagshrunið í október sama ár jókst umræðan um aðild að Evrópusambandinu enn frekar og varð mun jákvæðari í Morgunblaðinu líka. „Þá fara menn að nefna það að aðild gæti mögulega falið í sér efnahagslegt skjól, vegna þeirra efnahagslegu vandræða sem voru í gangi í samfélaginu. Þannig að það má eiginlega sjá það að breytt samfélagsmynd hefur áhrif á hvernig umræðan þróast." Þrátt fyrir það hafi hins vegar mikið verið rætt samhliða að Ísland mætti ekki gefa upp sjálfstæði sitt. Árið 2009 var svo enn meira rætt um Evrópusambandið sem efnahagslegt skjól fyrir Ísland. „Það má merkja það í báðum blöðunum að það er sérstaklega verið að kalla eftir því að stjórnvöld taki málið á dagskrá." Í kjölfar þess hafi ESB aðild orðið að kosningamáli 2009. Það megi því segja að það hafi ekki verið sjálfsprottin löngun hjá Íslendingum að ganga í Evrópusambandið heldur nær eingöngu út af bágum efnahagslegum aðstæðum. „Í tengslum við veikingu krónunnar var verið að tala um evruna sem efnahaglega lausn og í tengslum við hrunið var verið að tala um Evrópusambandið til að bjarga okkur frá efnahagslegum aðstæðum," segir Þórunn. Nú hins vegar sé umræðan komin í einskonar hring að mati Þórunnar. Hefðbundin orðræða um ESB sé hafin að nýju eins og hún var árin fyrir hrun. Umræðan núna snúist að miklu leyti um sjávarútveginn, fullveldið og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar sem helstu ástæður gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira
Veiking krónunnar og efnhagshrunið gerðu það að verkum að umræða um aðild Íslands að Evrópusambandinu varð jákvæðari en áður hafði verið. Breytt samfélagsmynd og bágar efnahagslegar aðstæður léku þar stórt hlutverk en ekki sjálfsprottinn áhugi Íslendinga á sambandinu að því er fram kemur í lokaritgerð MA nema í alþjóðasamsiptum. Þórunn Elva Bjarkadóttir er nú að ljúka MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Í lokaritgerð sinni gerði hún rannsókn á hvernig umræða um Evrópusambandið og evruna þróaðist árin 2007 til 2009 í fréttum og ritstjórnargreinum í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. „2007 er góðærisárið, og svo erum við með hrunárið 2008 og svo 2009 og þá voru alþingiskosningar. Á þessu tímabili erum við með tvennar alþingiskosningar og eitt hrun þannig að ég er að skoða hvernig þess umræða þróast á þessum ólíku tímabilum. Árið 2007 einkenndist umfjöllunin fyrst og fremst af því að þá var verið að fjalla um einhliða upptöku evru og það var mjög fjarlægt að fjalla um aðild að Evrópusambandinu á tilteknu tímabili," segir Þórunn. Umfjöllunin hafi verið mjög takmörkuð en í raun afleiðing lausafjárkreppunnar 2006. Fyrri hluta 2008 jókst umræðan um Evrópusambandið og var hún frekar jákvæð í Fréttablaðinu en neikvæð í Morgunblaðinu. Við efnahagshrunið í október sama ár jókst umræðan um aðild að Evrópusambandinu enn frekar og varð mun jákvæðari í Morgunblaðinu líka. „Þá fara menn að nefna það að aðild gæti mögulega falið í sér efnahagslegt skjól, vegna þeirra efnahagslegu vandræða sem voru í gangi í samfélaginu. Þannig að það má eiginlega sjá það að breytt samfélagsmynd hefur áhrif á hvernig umræðan þróast." Þrátt fyrir það hafi hins vegar mikið verið rætt samhliða að Ísland mætti ekki gefa upp sjálfstæði sitt. Árið 2009 var svo enn meira rætt um Evrópusambandið sem efnahagslegt skjól fyrir Ísland. „Það má merkja það í báðum blöðunum að það er sérstaklega verið að kalla eftir því að stjórnvöld taki málið á dagskrá." Í kjölfar þess hafi ESB aðild orðið að kosningamáli 2009. Það megi því segja að það hafi ekki verið sjálfsprottin löngun hjá Íslendingum að ganga í Evrópusambandið heldur nær eingöngu út af bágum efnahagslegum aðstæðum. „Í tengslum við veikingu krónunnar var verið að tala um evruna sem efnahaglega lausn og í tengslum við hrunið var verið að tala um Evrópusambandið til að bjarga okkur frá efnahagslegum aðstæðum," segir Þórunn. Nú hins vegar sé umræðan komin í einskonar hring að mati Þórunnar. Hefðbundin orðræða um ESB sé hafin að nýju eins og hún var árin fyrir hrun. Umræðan núna snúist að miklu leyti um sjávarútveginn, fullveldið og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar sem helstu ástæður gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira