Umræðan um ESB tekið talsverðum breytingum Helga Árnadóttir skrifar 19. maí 2013 19:22 Veiking krónunnar og efnhagshrunið gerðu það að verkum að umræða um aðild Íslands að Evrópusambandinu varð jákvæðari en áður hafði verið. Breytt samfélagsmynd og bágar efnahagslegar aðstæður léku þar stórt hlutverk en ekki sjálfsprottinn áhugi Íslendinga á sambandinu að því er fram kemur í lokaritgerð MA nema í alþjóðasamsiptum. Þórunn Elva Bjarkadóttir er nú að ljúka MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Í lokaritgerð sinni gerði hún rannsókn á hvernig umræða um Evrópusambandið og evruna þróaðist árin 2007 til 2009 í fréttum og ritstjórnargreinum í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. „2007 er góðærisárið, og svo erum við með hrunárið 2008 og svo 2009 og þá voru alþingiskosningar. Á þessu tímabili erum við með tvennar alþingiskosningar og eitt hrun þannig að ég er að skoða hvernig þess umræða þróast á þessum ólíku tímabilum. Árið 2007 einkenndist umfjöllunin fyrst og fremst af því að þá var verið að fjalla um einhliða upptöku evru og það var mjög fjarlægt að fjalla um aðild að Evrópusambandinu á tilteknu tímabili," segir Þórunn. Umfjöllunin hafi verið mjög takmörkuð en í raun afleiðing lausafjárkreppunnar 2006. Fyrri hluta 2008 jókst umræðan um Evrópusambandið og var hún frekar jákvæð í Fréttablaðinu en neikvæð í Morgunblaðinu. Við efnahagshrunið í október sama ár jókst umræðan um aðild að Evrópusambandinu enn frekar og varð mun jákvæðari í Morgunblaðinu líka. „Þá fara menn að nefna það að aðild gæti mögulega falið í sér efnahagslegt skjól, vegna þeirra efnahagslegu vandræða sem voru í gangi í samfélaginu. Þannig að það má eiginlega sjá það að breytt samfélagsmynd hefur áhrif á hvernig umræðan þróast." Þrátt fyrir það hafi hins vegar mikið verið rætt samhliða að Ísland mætti ekki gefa upp sjálfstæði sitt. Árið 2009 var svo enn meira rætt um Evrópusambandið sem efnahagslegt skjól fyrir Ísland. „Það má merkja það í báðum blöðunum að það er sérstaklega verið að kalla eftir því að stjórnvöld taki málið á dagskrá." Í kjölfar þess hafi ESB aðild orðið að kosningamáli 2009. Það megi því segja að það hafi ekki verið sjálfsprottin löngun hjá Íslendingum að ganga í Evrópusambandið heldur nær eingöngu út af bágum efnahagslegum aðstæðum. „Í tengslum við veikingu krónunnar var verið að tala um evruna sem efnahaglega lausn og í tengslum við hrunið var verið að tala um Evrópusambandið til að bjarga okkur frá efnahagslegum aðstæðum," segir Þórunn. Nú hins vegar sé umræðan komin í einskonar hring að mati Þórunnar. Hefðbundin orðræða um ESB sé hafin að nýju eins og hún var árin fyrir hrun. Umræðan núna snúist að miklu leyti um sjávarútveginn, fullveldið og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar sem helstu ástæður gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Veiking krónunnar og efnhagshrunið gerðu það að verkum að umræða um aðild Íslands að Evrópusambandinu varð jákvæðari en áður hafði verið. Breytt samfélagsmynd og bágar efnahagslegar aðstæður léku þar stórt hlutverk en ekki sjálfsprottinn áhugi Íslendinga á sambandinu að því er fram kemur í lokaritgerð MA nema í alþjóðasamsiptum. Þórunn Elva Bjarkadóttir er nú að ljúka MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Í lokaritgerð sinni gerði hún rannsókn á hvernig umræða um Evrópusambandið og evruna þróaðist árin 2007 til 2009 í fréttum og ritstjórnargreinum í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. „2007 er góðærisárið, og svo erum við með hrunárið 2008 og svo 2009 og þá voru alþingiskosningar. Á þessu tímabili erum við með tvennar alþingiskosningar og eitt hrun þannig að ég er að skoða hvernig þess umræða þróast á þessum ólíku tímabilum. Árið 2007 einkenndist umfjöllunin fyrst og fremst af því að þá var verið að fjalla um einhliða upptöku evru og það var mjög fjarlægt að fjalla um aðild að Evrópusambandinu á tilteknu tímabili," segir Þórunn. Umfjöllunin hafi verið mjög takmörkuð en í raun afleiðing lausafjárkreppunnar 2006. Fyrri hluta 2008 jókst umræðan um Evrópusambandið og var hún frekar jákvæð í Fréttablaðinu en neikvæð í Morgunblaðinu. Við efnahagshrunið í október sama ár jókst umræðan um aðild að Evrópusambandinu enn frekar og varð mun jákvæðari í Morgunblaðinu líka. „Þá fara menn að nefna það að aðild gæti mögulega falið í sér efnahagslegt skjól, vegna þeirra efnahagslegu vandræða sem voru í gangi í samfélaginu. Þannig að það má eiginlega sjá það að breytt samfélagsmynd hefur áhrif á hvernig umræðan þróast." Þrátt fyrir það hafi hins vegar mikið verið rætt samhliða að Ísland mætti ekki gefa upp sjálfstæði sitt. Árið 2009 var svo enn meira rætt um Evrópusambandið sem efnahagslegt skjól fyrir Ísland. „Það má merkja það í báðum blöðunum að það er sérstaklega verið að kalla eftir því að stjórnvöld taki málið á dagskrá." Í kjölfar þess hafi ESB aðild orðið að kosningamáli 2009. Það megi því segja að það hafi ekki verið sjálfsprottin löngun hjá Íslendingum að ganga í Evrópusambandið heldur nær eingöngu út af bágum efnahagslegum aðstæðum. „Í tengslum við veikingu krónunnar var verið að tala um evruna sem efnahaglega lausn og í tengslum við hrunið var verið að tala um Evrópusambandið til að bjarga okkur frá efnahagslegum aðstæðum," segir Þórunn. Nú hins vegar sé umræðan komin í einskonar hring að mati Þórunnar. Hefðbundin orðræða um ESB sé hafin að nýju eins og hún var árin fyrir hrun. Umræðan núna snúist að miklu leyti um sjávarútveginn, fullveldið og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar sem helstu ástæður gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira