Umrót í Evrópu Einar Benediktsson skrifar 2. nóvember 2011 06:00 Í málefnum Evrópusambandsins hefur flest annað horfið í skuggann af pólitískum ágreiningi um hvernig leysa skuli skuldavanda evruríkja sem hafa sýnt slakastan árangur um að fylgja settum reglum. Fréttir fjölmiðla okkar um evrukrísuna eru oftast hinar válegustu þrátt fyrir að á ráðherrafundum evruríkjanna í ESB hafi þokað í rétta átt í aðgerðum fyrir Grikkland og aðþrengda banka. Reynslan sýnir að það er ekki létt um vik að stýra myntbandalagi 17 Evrópuríkja en evrukrísan er vissulega fyrst og fremst að kenna slakri hagstjórn fárra ríkja. Þar hefur keyrt fram úr öllu hófi í hinu skuldsetta Grikklandi. Hvernig átti það að geta gengið hjá þeim að halda inn í myntsamstarfið með falsaða þjóðhagsreikninga og eftirlaunagreiðslur til þúsunda látinna lífeyrisþega? Við verðum að líta á þessi Evrópumál frá eigin sjónarhóli þrátt fyrir allt umrótið og orðskvaldur dagsins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mælti fyrir því 26. október að leitað yrði stuðnings við beintengingu krónunnar við evru hjá ESB og AGS í þeim tilgangi að losna við gjaldeyrishöftin og fá erlent fjármagn inn í landið til að efla hagvöxt. Vonandi verður hægt að fá viðræður um slíkan stuðning með tilliti til þess að samningaviðræðurnar um aðild skila góðum árangri. En einmitt þennan októberdag hófust fréttir af því sem Guðmundur Andri segir hafa verið heimsleikana í hagfræði í Hörpu. Og það má vissulega segja að þeir hinir frægu hafi haft sitt hvað að segja um Ísland í hruni og viðreisn. Nokkrum hápunkti í yfirlýsingum hafði Martin Wolf frá Financial Times náð en hann kom fram í Kastljósi með því fororði að hann hefði ekki kunnáttu á Íslandi. En hvað skiptir þá máli varðandi okkur og Evrópusambandið? n Samningar okkar um aðildina að Evrópusambandinu ganga greiðlega og verður að verulegu leyti lokið 2012. Þátttaka í Evrópska efnahagssvæðinu jafngildir verulegum hluta af fullri aðild en út af standa einkum sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Þegar heildarsamningur liggur fyrir munu Íslendingar sjálfir meta málið, vissulega án aðstoðar Financial Times, og leiða endanlega til lykta í þjóðaratkvæði. n Ef sú aðild hefur verið samþykkt af þjóð og þingi liggur beint við að hefja samninga í gjaldmiðilsmálinu hafi það ekki verið byrjað fyrr. Gera verður ráð fyrir aðstoð Seðlabanka Evrópu – ECB – og að Ísland hefji sk. ERM II aðlögunarferli n Sú staðreynd er lítið rædd, að nú er um er um að ræða tvískipt, sk. tveggja hraða Evrópusamband. Innri kjarninn eru þau 17 lönd sem hafa tekið upp evruna og gætu vel tekið frekara skref um að gera virkar skuldbindingar á peninga- og fjármálasviðinu sem ekki hefur verið beitt sem skyldi. Það sem um ræðir eru ákvæði Maastricht-sáttmálans frá 1991 einkum um hámark á greiðsluhalla fjárlaga, opinberra skulda og verðbólgustigs. Á þeim tíma var hins vegar ekki fyrir hendi pólitískur vilji til að stofna til þess virka eftirlits sem þessi viðmið í efnahagsstjórn krefjast. Því má segja að hleypt hafi verið af stað upp á nokkra von og óvon. Nú eru þess öll merki að Bretar láti sér það lynda að þeir sem það geta og vilja standi að sterkri evru. Bæði Bretar og Danir eru með undanþágur um að standa utan evrusamstarfsins og sú er einnig staða Svía. n Það ber síður en svo að útiloka að úr þessu skeiði umróts og kreppu komi sterkara Evrópusamband og þá tvískipt. Evrulöndin 17 hafa þegar hafið leiðtogafundi sem hin 10 sækja ekki. Það hefur löngum legið fyrir að það eru mismunandi viðhorf til hversu náið samstarfið skuli vera og stofnanir sterkar. Ekkert við það að athuga. Og hafa t.d. Danir ekki búið við velsæld og án pólitískra átaka með eigin mynt í fastri tengingu við evruna í 20 ár? Er nú ekki tími til kominn að víðtækari pólitísk samstaða verði í Evrópumálum á Íslandi? Vonandi hefur það ekki gleymst öllum þeim sem voru í fararbroddi um aðild að bæði EFTA og EES, að með því fékkst undirstaða velferðar íslensks þjóðfélags undanfarna áratugi. Þá dylst það væntanlega fáum að þátttaka í frjálsum innri markaði Evrópusambandsins verður ekki tryggð nema með traustum gjaldmiðli. Því er ekki andmælt með rökum að okkar örlitla, opna hagkerfi geti ekki búið við eigin mynt með fljótandi gengi fremur en við gjaldeyrishöft. Kjarni málsins er að þátttakan í innri markaðinum sé tryggð að því gefnu að aðildarsamningurinn taki að þjóðardómi tillit til íslenskra hagsmuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Í málefnum Evrópusambandsins hefur flest annað horfið í skuggann af pólitískum ágreiningi um hvernig leysa skuli skuldavanda evruríkja sem hafa sýnt slakastan árangur um að fylgja settum reglum. Fréttir fjölmiðla okkar um evrukrísuna eru oftast hinar válegustu þrátt fyrir að á ráðherrafundum evruríkjanna í ESB hafi þokað í rétta átt í aðgerðum fyrir Grikkland og aðþrengda banka. Reynslan sýnir að það er ekki létt um vik að stýra myntbandalagi 17 Evrópuríkja en evrukrísan er vissulega fyrst og fremst að kenna slakri hagstjórn fárra ríkja. Þar hefur keyrt fram úr öllu hófi í hinu skuldsetta Grikklandi. Hvernig átti það að geta gengið hjá þeim að halda inn í myntsamstarfið með falsaða þjóðhagsreikninga og eftirlaunagreiðslur til þúsunda látinna lífeyrisþega? Við verðum að líta á þessi Evrópumál frá eigin sjónarhóli þrátt fyrir allt umrótið og orðskvaldur dagsins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mælti fyrir því 26. október að leitað yrði stuðnings við beintengingu krónunnar við evru hjá ESB og AGS í þeim tilgangi að losna við gjaldeyrishöftin og fá erlent fjármagn inn í landið til að efla hagvöxt. Vonandi verður hægt að fá viðræður um slíkan stuðning með tilliti til þess að samningaviðræðurnar um aðild skila góðum árangri. En einmitt þennan októberdag hófust fréttir af því sem Guðmundur Andri segir hafa verið heimsleikana í hagfræði í Hörpu. Og það má vissulega segja að þeir hinir frægu hafi haft sitt hvað að segja um Ísland í hruni og viðreisn. Nokkrum hápunkti í yfirlýsingum hafði Martin Wolf frá Financial Times náð en hann kom fram í Kastljósi með því fororði að hann hefði ekki kunnáttu á Íslandi. En hvað skiptir þá máli varðandi okkur og Evrópusambandið? n Samningar okkar um aðildina að Evrópusambandinu ganga greiðlega og verður að verulegu leyti lokið 2012. Þátttaka í Evrópska efnahagssvæðinu jafngildir verulegum hluta af fullri aðild en út af standa einkum sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Þegar heildarsamningur liggur fyrir munu Íslendingar sjálfir meta málið, vissulega án aðstoðar Financial Times, og leiða endanlega til lykta í þjóðaratkvæði. n Ef sú aðild hefur verið samþykkt af þjóð og þingi liggur beint við að hefja samninga í gjaldmiðilsmálinu hafi það ekki verið byrjað fyrr. Gera verður ráð fyrir aðstoð Seðlabanka Evrópu – ECB – og að Ísland hefji sk. ERM II aðlögunarferli n Sú staðreynd er lítið rædd, að nú er um er um að ræða tvískipt, sk. tveggja hraða Evrópusamband. Innri kjarninn eru þau 17 lönd sem hafa tekið upp evruna og gætu vel tekið frekara skref um að gera virkar skuldbindingar á peninga- og fjármálasviðinu sem ekki hefur verið beitt sem skyldi. Það sem um ræðir eru ákvæði Maastricht-sáttmálans frá 1991 einkum um hámark á greiðsluhalla fjárlaga, opinberra skulda og verðbólgustigs. Á þeim tíma var hins vegar ekki fyrir hendi pólitískur vilji til að stofna til þess virka eftirlits sem þessi viðmið í efnahagsstjórn krefjast. Því má segja að hleypt hafi verið af stað upp á nokkra von og óvon. Nú eru þess öll merki að Bretar láti sér það lynda að þeir sem það geta og vilja standi að sterkri evru. Bæði Bretar og Danir eru með undanþágur um að standa utan evrusamstarfsins og sú er einnig staða Svía. n Það ber síður en svo að útiloka að úr þessu skeiði umróts og kreppu komi sterkara Evrópusamband og þá tvískipt. Evrulöndin 17 hafa þegar hafið leiðtogafundi sem hin 10 sækja ekki. Það hefur löngum legið fyrir að það eru mismunandi viðhorf til hversu náið samstarfið skuli vera og stofnanir sterkar. Ekkert við það að athuga. Og hafa t.d. Danir ekki búið við velsæld og án pólitískra átaka með eigin mynt í fastri tengingu við evruna í 20 ár? Er nú ekki tími til kominn að víðtækari pólitísk samstaða verði í Evrópumálum á Íslandi? Vonandi hefur það ekki gleymst öllum þeim sem voru í fararbroddi um aðild að bæði EFTA og EES, að með því fékkst undirstaða velferðar íslensks þjóðfélags undanfarna áratugi. Þá dylst það væntanlega fáum að þátttaka í frjálsum innri markaði Evrópusambandsins verður ekki tryggð nema með traustum gjaldmiðli. Því er ekki andmælt með rökum að okkar örlitla, opna hagkerfi geti ekki búið við eigin mynt með fljótandi gengi fremur en við gjaldeyrishöft. Kjarni málsins er að þátttakan í innri markaðinum sé tryggð að því gefnu að aðildarsamningurinn taki að þjóðardómi tillit til íslenskra hagsmuna.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun