Umsóknum hælisleitenda fjölgaði um nærri 130 prósent á tveimur árum Eva Bjarnadóttir skrifar 28. janúar 2014 07:15 Hælisleitendur Langur biðtími eftir afgreiðslu hælisumsókna getur verið ómannúðlegur segir Rauði krossinn. Fréttablaðið/Anton Tæplega fimmtíu prósent aukning varð á hælisumsóknum á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Ef litið er til ársins 2011 er aukningin nálægt 130 prósent. Samkvæmt nýju frumvarpi innanríkisráðherra er stefnt að því að stytta málsmeðferð hælisumsókna. Þá verður réttaröryggi hælisleitenda bætt með skipan nefndar, sem mun úrskurða um kærur vegna ákvarðana Útlendingastofnunar um brottvísanir hælisleitenda og frávísanir mála. „Þetta er lykilatriði og hagsmunamál bæði stjórnvalda og hælisleitenda,“ segir Atli Viðar Thorstensen, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, um breytingarnar og segir hann langa málsmeðferð hælisumsókna geta verið ómannúðlega. Meðalafgreiðslutími umsókna var 229 dagar árið 2012.Umsóknir um hæli og afgreiðsla á þeim.Auk þess að stytta bið hælisleitenda, mun styttri málsmeðferðartími koma til með að lækka kostnað ríkisins vegna umönnunar hælisleitenda, en kostnaðurinn nam 600 milljónum króna árið 2013. Verði af breytingunum mun hælisleitendi fá svar, innan 48 klukkustunda, við því hvort hann eigi rétt á að sækja um hæli hér á landi. Stuðst er við sambærilega reglu í Noregi. Endanlegt svar um það hvort viðkomandi fái hæli á Íslandi getur þó tekið lengri tíma. Jafnframt er lagt til að sett verði á fót úrskurðarnefnd um ákvarðanir Útlendingastofnunar sem varða brottvísanir og frávísanir mála hælisleitenda.Hægt verður að skjóta ákvörðunum Útlendingastofnunar til úrskurðarnefndar samkvæmt frumvarpi innanríkisráðherra.Fréttablaðið/StefánNúverandi fyrirkomulag, þar sem innanríkisráðuneytið úrskurðar, hefur verið gagnrýnt, meðal annars af Flóttamannastofnun og mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, auk Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Við erum mjög ánægð með þessa kærunefnd og teljum hana vera stórt skref í rétta átt,“ segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Þetta snýst um trúverðugleika þess sem úrskurðar. Það er komið í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra með skipan sjálfstæðs og óháðs aðila,“ segir Margrét, en gert er ráð fyrir aðkomu mannréttindasamtaka að úrskurðarnefndinni. Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Tæplega fimmtíu prósent aukning varð á hælisumsóknum á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Ef litið er til ársins 2011 er aukningin nálægt 130 prósent. Samkvæmt nýju frumvarpi innanríkisráðherra er stefnt að því að stytta málsmeðferð hælisumsókna. Þá verður réttaröryggi hælisleitenda bætt með skipan nefndar, sem mun úrskurða um kærur vegna ákvarðana Útlendingastofnunar um brottvísanir hælisleitenda og frávísanir mála. „Þetta er lykilatriði og hagsmunamál bæði stjórnvalda og hælisleitenda,“ segir Atli Viðar Thorstensen, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, um breytingarnar og segir hann langa málsmeðferð hælisumsókna geta verið ómannúðlega. Meðalafgreiðslutími umsókna var 229 dagar árið 2012.Umsóknir um hæli og afgreiðsla á þeim.Auk þess að stytta bið hælisleitenda, mun styttri málsmeðferðartími koma til með að lækka kostnað ríkisins vegna umönnunar hælisleitenda, en kostnaðurinn nam 600 milljónum króna árið 2013. Verði af breytingunum mun hælisleitendi fá svar, innan 48 klukkustunda, við því hvort hann eigi rétt á að sækja um hæli hér á landi. Stuðst er við sambærilega reglu í Noregi. Endanlegt svar um það hvort viðkomandi fái hæli á Íslandi getur þó tekið lengri tíma. Jafnframt er lagt til að sett verði á fót úrskurðarnefnd um ákvarðanir Útlendingastofnunar sem varða brottvísanir og frávísanir mála hælisleitenda.Hægt verður að skjóta ákvörðunum Útlendingastofnunar til úrskurðarnefndar samkvæmt frumvarpi innanríkisráðherra.Fréttablaðið/StefánNúverandi fyrirkomulag, þar sem innanríkisráðuneytið úrskurðar, hefur verið gagnrýnt, meðal annars af Flóttamannastofnun og mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, auk Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Við erum mjög ánægð með þessa kærunefnd og teljum hana vera stórt skref í rétta átt,“ segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Þetta snýst um trúverðugleika þess sem úrskurðar. Það er komið í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra með skipan sjálfstæðs og óháðs aðila,“ segir Margrét, en gert er ráð fyrir aðkomu mannréttindasamtaka að úrskurðarnefndinni.
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira