Undirrita samning um smíði Herjólfs Kristján Már Unnarsson skrifar 12. janúar 2017 20:00 Vegagerðin hefur samþykkt tilboð pólskrar skipasmíðastöðvar í smíði nýs Herjólfs og verða samningar undirritaðir eftir helgi. Gert er ráð fyrir að nýja Vestmannaeyjaferjan hefji siglingar sumarið 2018. Landeyjahöfn og nýr Herjólfur áttu raunar að koma saman í einum pakka enda var höfnin hönnuð fyrir ferju sem risti grynnra en sú gamla. En hrunið frestaði ferjusmíðinni, Landeyjahöfn var opnuð sumarið 2010, og síðan hafa samgöngur við Eyjar liðið fyrir að hafa ekki skip sem hentar höfninni. Þetta er að verða einhver lengsta meðganga nýrrar ferju á Íslandi. Fimmtán ár eru liðin frá því fyrstu skrefin voru stigin að þessari endurnýjun Herjólfs og nú er loksins komið að því að hefjast handa. Áformað er að á þriðjudag verði skrifað undir verksamning hjá Vegagerðinni við pólsku skipasmíðastöðina Crist í Gdynia.Ný Vestmannaeyjaferja á að hefja siglingar milli lands og Eyja sumarið 2018.Mynd/VegagerðinSmíðasamningurinn hljóðar upp á 26,2 milljónir evra eða um 3,2 milljarða króna. Gert er ráð fyrir að skipið verði afhent í júlí árið 2018. Það verður álíka stórt og gamli Herjólfur, en grunnristara og með skrúfubúnaði sem á að auðvelda skipstjórum að stýra við erfiðar aðstæður. Áætlanir hönnuða gera ráð fyrir að nýting Landeyjahafnar muni snarbatna og verða á bilinu 76 til 89 prósent eftir aðstæðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá vígslu Landeyjahafnar þann 20. júlí 2010. Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Landeyjahöfn vígð í dag Landeyjahöfn verður vígð í dag. Ferðatíminn á sjó milli lands og Eyja styttist verulega, úr tæpum þremur klukkustundum í rúmar 30 mínútur og samtals styttast því sigling og akstur til Reykjavíkur úr fjórum klukkustundum í tvær og hálfa klukkustund, segir í fréttatilkynningu. 20. júlí 2010 10:42 Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. 3. júní 2016 19:18 Landeyjahöfn kostar fjóra milljarða Gerð Landeyjahafnar kostaði fjóra milljarða króna, samkvæmt upplýsingum í fréttatilkynningu frá Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu og Siglingastofnun. 20. júlí 2010 10:55 Bakþankar Norðmanna kosta Vegagerðina 600 milljónir króna Vegagerðin liggur nú yfir tilboðum í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, en norskt fyrirtæki sem átti upphaflega lægsta tilboðið í smíði ferjunnar dró tilboð sitt til baka. 24. október 2016 07:00 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Landeyjahöfn vígð: Lítið skref fyrir mig en stórt fyrir Eyjar Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundaði um borð í Herjólfi í fyrstu ferð skipsins í hina nýju höfn. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja vitnaði í Neil Armstrong í ræðu sem hann hélt við komuna í Landeyjahöfn og sagði tilfinninguna ekki ólíka því og þegar geimfarinn frægi steig fæti á tunglið fyrstur manna. 20. júlí 2010 16:49 Mest lesið Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Vegagerðin hefur samþykkt tilboð pólskrar skipasmíðastöðvar í smíði nýs Herjólfs og verða samningar undirritaðir eftir helgi. Gert er ráð fyrir að nýja Vestmannaeyjaferjan hefji siglingar sumarið 2018. Landeyjahöfn og nýr Herjólfur áttu raunar að koma saman í einum pakka enda var höfnin hönnuð fyrir ferju sem risti grynnra en sú gamla. En hrunið frestaði ferjusmíðinni, Landeyjahöfn var opnuð sumarið 2010, og síðan hafa samgöngur við Eyjar liðið fyrir að hafa ekki skip sem hentar höfninni. Þetta er að verða einhver lengsta meðganga nýrrar ferju á Íslandi. Fimmtán ár eru liðin frá því fyrstu skrefin voru stigin að þessari endurnýjun Herjólfs og nú er loksins komið að því að hefjast handa. Áformað er að á þriðjudag verði skrifað undir verksamning hjá Vegagerðinni við pólsku skipasmíðastöðina Crist í Gdynia.Ný Vestmannaeyjaferja á að hefja siglingar milli lands og Eyja sumarið 2018.Mynd/VegagerðinSmíðasamningurinn hljóðar upp á 26,2 milljónir evra eða um 3,2 milljarða króna. Gert er ráð fyrir að skipið verði afhent í júlí árið 2018. Það verður álíka stórt og gamli Herjólfur, en grunnristara og með skrúfubúnaði sem á að auðvelda skipstjórum að stýra við erfiðar aðstæður. Áætlanir hönnuða gera ráð fyrir að nýting Landeyjahafnar muni snarbatna og verða á bilinu 76 til 89 prósent eftir aðstæðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá vígslu Landeyjahafnar þann 20. júlí 2010.
Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Landeyjahöfn vígð í dag Landeyjahöfn verður vígð í dag. Ferðatíminn á sjó milli lands og Eyja styttist verulega, úr tæpum þremur klukkustundum í rúmar 30 mínútur og samtals styttast því sigling og akstur til Reykjavíkur úr fjórum klukkustundum í tvær og hálfa klukkustund, segir í fréttatilkynningu. 20. júlí 2010 10:42 Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. 3. júní 2016 19:18 Landeyjahöfn kostar fjóra milljarða Gerð Landeyjahafnar kostaði fjóra milljarða króna, samkvæmt upplýsingum í fréttatilkynningu frá Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu og Siglingastofnun. 20. júlí 2010 10:55 Bakþankar Norðmanna kosta Vegagerðina 600 milljónir króna Vegagerðin liggur nú yfir tilboðum í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, en norskt fyrirtæki sem átti upphaflega lægsta tilboðið í smíði ferjunnar dró tilboð sitt til baka. 24. október 2016 07:00 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Landeyjahöfn vígð: Lítið skref fyrir mig en stórt fyrir Eyjar Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundaði um borð í Herjólfi í fyrstu ferð skipsins í hina nýju höfn. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja vitnaði í Neil Armstrong í ræðu sem hann hélt við komuna í Landeyjahöfn og sagði tilfinninguna ekki ólíka því og þegar geimfarinn frægi steig fæti á tunglið fyrstur manna. 20. júlí 2010 16:49 Mest lesið Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00
Landeyjahöfn vígð í dag Landeyjahöfn verður vígð í dag. Ferðatíminn á sjó milli lands og Eyja styttist verulega, úr tæpum þremur klukkustundum í rúmar 30 mínútur og samtals styttast því sigling og akstur til Reykjavíkur úr fjórum klukkustundum í tvær og hálfa klukkustund, segir í fréttatilkynningu. 20. júlí 2010 10:42
Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. 3. júní 2016 19:18
Landeyjahöfn kostar fjóra milljarða Gerð Landeyjahafnar kostaði fjóra milljarða króna, samkvæmt upplýsingum í fréttatilkynningu frá Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu og Siglingastofnun. 20. júlí 2010 10:55
Bakþankar Norðmanna kosta Vegagerðina 600 milljónir króna Vegagerðin liggur nú yfir tilboðum í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, en norskt fyrirtæki sem átti upphaflega lægsta tilboðið í smíði ferjunnar dró tilboð sitt til baka. 24. október 2016 07:00
Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45
Landeyjahöfn vígð: Lítið skref fyrir mig en stórt fyrir Eyjar Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundaði um borð í Herjólfi í fyrstu ferð skipsins í hina nýju höfn. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja vitnaði í Neil Armstrong í ræðu sem hann hélt við komuna í Landeyjahöfn og sagði tilfinninguna ekki ólíka því og þegar geimfarinn frægi steig fæti á tunglið fyrstur manna. 20. júlí 2010 16:49