Viðskipti innlent

Undirrita samning við kínverskt hátæknisjúkrahús

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var viðstaddur kynninguna.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var viðstaddur kynninguna. mynd/vilhelm
Sendinefnd frá kínverska sjúkrahúsinu Wan Jia Yuan China Geriatric Hospital undirritaði í dag samkomulag við íslenska rannsóknarfyrirtækið Menits Cura um notkun á hugbúnaði fyrirtækisins til greiningar á Alzheimer og öðrum heilabilunarsjúkdómum.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var viðstaddur kynningu á hugbúnaði fyrirtækisins og undirritunina sem fram fór í Þjóðmenningarhúsinu, en sjúkrahúsið er fyrsta sjúkrahús Kína sem sérhæfir sig í öldrunarsjúkdómum.

Samkvæmt tilkynningu mun samstarfið fela í sér að spítalinn mun innleiða greiningartækni Mentis Cura á Alzheimer og öðrum minnissjúkdómum. Einnig mun félagið verða leiðandi samstarfsaðili í tengslum við klínískar rannsóknir.

Um eitt hundrað alþjóðlegir sérfræðingar munu starfa innan spítalans, sem er hátæknispítali með 1.200 rúmum, þar af 400 fyrir fólk með Alzheimer.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×