Undrandi á aðkomu Eiríks að skýrslunni 9. október 2012 00:00 Kjartan Magnússon vonast til að fyllsta hlutleysis sé gætt í skýrslu úttektarnefndarinnar.fréttablaðið/vilhelm Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist undrast að Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hafi komið að vinnu við úttekt á fyrirtækinu. Eiríkur var aðstoðarmaður tveggja borgarstjóra, þeirra Þórólfs Árnasonar og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttir. Þá var hann á lista yfir þá starfsmenn sem áttu að fá kauprétt í REI-málinu. „Borgarfulltrúar hafa verið fullvissaðir um að gæta eigi fyllsta hlutleysis við gerð skýrslunnar og öll vinnubrögð eigi að vera hafin yfir allan vafa. Maður er því mjög undrandi þegar maður fréttir að sá sem er með skýrsluna í yfirlestri, með tilliti til staðreynda og annars, er þessi pólitíski aðstoðarmaður þeirra aðila sem eiga svo mikið undir því að skýrslan sé þeim í hag.“ Margrét Pétursdóttir, forstöðumaður endurskoðunarsviðs Ernst & Young, var formaður úttektarnefndarinnar, en ásamt henni sátu þau Ása Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, og Ómar Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, í nefndinni. Margrét segir að viðfangsefni nefndarinnar hafi verið flókið og því hafi hún þurft aðstoð starfmanna. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, ákvað sem tengiliður nefndarinnar hvaða starfsmenn kæmu að vinnunni. Hún gefur ekki mikið fyrir þessa gagnrýni. „Þetta snýst um gagnaöflun og yfirlestur út af villum. Síðan eru trúnaðarupplýsingar varðandi samkeppnisþátt fyrirtækisins, þannig að þetta er fullkomlega eðlilegt og engir starfsmenn OR hafa haft áhrif á niðurstöðu eða efni skýrslunnar.“ Margrét segir að hefðu komið fram ábendingar varðandi eitthvað annað en hreinar villur hefðu nefndarmenn tekið afstöðu til þess hvort þær færu í skýrsluna. Borgarstjóri mun ekki tjá sig um efni skýrslunnar eða vinnu við hana fyrr en á blaðamannafundi á miðvikudag, að sögn S. Björns Blöndal, aðstoðarmanns hans. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist undrast að Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hafi komið að vinnu við úttekt á fyrirtækinu. Eiríkur var aðstoðarmaður tveggja borgarstjóra, þeirra Þórólfs Árnasonar og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttir. Þá var hann á lista yfir þá starfsmenn sem áttu að fá kauprétt í REI-málinu. „Borgarfulltrúar hafa verið fullvissaðir um að gæta eigi fyllsta hlutleysis við gerð skýrslunnar og öll vinnubrögð eigi að vera hafin yfir allan vafa. Maður er því mjög undrandi þegar maður fréttir að sá sem er með skýrsluna í yfirlestri, með tilliti til staðreynda og annars, er þessi pólitíski aðstoðarmaður þeirra aðila sem eiga svo mikið undir því að skýrslan sé þeim í hag.“ Margrét Pétursdóttir, forstöðumaður endurskoðunarsviðs Ernst & Young, var formaður úttektarnefndarinnar, en ásamt henni sátu þau Ása Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, og Ómar Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, í nefndinni. Margrét segir að viðfangsefni nefndarinnar hafi verið flókið og því hafi hún þurft aðstoð starfmanna. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, ákvað sem tengiliður nefndarinnar hvaða starfsmenn kæmu að vinnunni. Hún gefur ekki mikið fyrir þessa gagnrýni. „Þetta snýst um gagnaöflun og yfirlestur út af villum. Síðan eru trúnaðarupplýsingar varðandi samkeppnisþátt fyrirtækisins, þannig að þetta er fullkomlega eðlilegt og engir starfsmenn OR hafa haft áhrif á niðurstöðu eða efni skýrslunnar.“ Margrét segir að hefðu komið fram ábendingar varðandi eitthvað annað en hreinar villur hefðu nefndarmenn tekið afstöðu til þess hvort þær færu í skýrsluna. Borgarstjóri mun ekki tjá sig um efni skýrslunnar eða vinnu við hana fyrr en á blaðamannafundi á miðvikudag, að sögn S. Björns Blöndal, aðstoðarmanns hans. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira