Undrandi á aðkomu Eiríks að skýrslunni 9. október 2012 00:00 Kjartan Magnússon vonast til að fyllsta hlutleysis sé gætt í skýrslu úttektarnefndarinnar.fréttablaðið/vilhelm Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist undrast að Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hafi komið að vinnu við úttekt á fyrirtækinu. Eiríkur var aðstoðarmaður tveggja borgarstjóra, þeirra Þórólfs Árnasonar og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttir. Þá var hann á lista yfir þá starfsmenn sem áttu að fá kauprétt í REI-málinu. „Borgarfulltrúar hafa verið fullvissaðir um að gæta eigi fyllsta hlutleysis við gerð skýrslunnar og öll vinnubrögð eigi að vera hafin yfir allan vafa. Maður er því mjög undrandi þegar maður fréttir að sá sem er með skýrsluna í yfirlestri, með tilliti til staðreynda og annars, er þessi pólitíski aðstoðarmaður þeirra aðila sem eiga svo mikið undir því að skýrslan sé þeim í hag.“ Margrét Pétursdóttir, forstöðumaður endurskoðunarsviðs Ernst & Young, var formaður úttektarnefndarinnar, en ásamt henni sátu þau Ása Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, og Ómar Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, í nefndinni. Margrét segir að viðfangsefni nefndarinnar hafi verið flókið og því hafi hún þurft aðstoð starfmanna. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, ákvað sem tengiliður nefndarinnar hvaða starfsmenn kæmu að vinnunni. Hún gefur ekki mikið fyrir þessa gagnrýni. „Þetta snýst um gagnaöflun og yfirlestur út af villum. Síðan eru trúnaðarupplýsingar varðandi samkeppnisþátt fyrirtækisins, þannig að þetta er fullkomlega eðlilegt og engir starfsmenn OR hafa haft áhrif á niðurstöðu eða efni skýrslunnar.“ Margrét segir að hefðu komið fram ábendingar varðandi eitthvað annað en hreinar villur hefðu nefndarmenn tekið afstöðu til þess hvort þær færu í skýrsluna. Borgarstjóri mun ekki tjá sig um efni skýrslunnar eða vinnu við hana fyrr en á blaðamannafundi á miðvikudag, að sögn S. Björns Blöndal, aðstoðarmanns hans. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist undrast að Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hafi komið að vinnu við úttekt á fyrirtækinu. Eiríkur var aðstoðarmaður tveggja borgarstjóra, þeirra Þórólfs Árnasonar og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttir. Þá var hann á lista yfir þá starfsmenn sem áttu að fá kauprétt í REI-málinu. „Borgarfulltrúar hafa verið fullvissaðir um að gæta eigi fyllsta hlutleysis við gerð skýrslunnar og öll vinnubrögð eigi að vera hafin yfir allan vafa. Maður er því mjög undrandi þegar maður fréttir að sá sem er með skýrsluna í yfirlestri, með tilliti til staðreynda og annars, er þessi pólitíski aðstoðarmaður þeirra aðila sem eiga svo mikið undir því að skýrslan sé þeim í hag.“ Margrét Pétursdóttir, forstöðumaður endurskoðunarsviðs Ernst & Young, var formaður úttektarnefndarinnar, en ásamt henni sátu þau Ása Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, og Ómar Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, í nefndinni. Margrét segir að viðfangsefni nefndarinnar hafi verið flókið og því hafi hún þurft aðstoð starfmanna. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, ákvað sem tengiliður nefndarinnar hvaða starfsmenn kæmu að vinnunni. Hún gefur ekki mikið fyrir þessa gagnrýni. „Þetta snýst um gagnaöflun og yfirlestur út af villum. Síðan eru trúnaðarupplýsingar varðandi samkeppnisþátt fyrirtækisins, þannig að þetta er fullkomlega eðlilegt og engir starfsmenn OR hafa haft áhrif á niðurstöðu eða efni skýrslunnar.“ Margrét segir að hefðu komið fram ábendingar varðandi eitthvað annað en hreinar villur hefðu nefndarmenn tekið afstöðu til þess hvort þær færu í skýrsluna. Borgarstjóri mun ekki tjá sig um efni skýrslunnar eða vinnu við hana fyrr en á blaðamannafundi á miðvikudag, að sögn S. Björns Blöndal, aðstoðarmanns hans. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira