Undrandi á ræðu um lífrænan iðnað Valur Grettisson skrifar 27. september 2013 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sætir gagnrýni fyrir ræðu sína á fundinum umtalaða. Mynd/Atvinnuvegaraduneyti.is „Ég skil varla hvað hann var að gera þarna,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gló, um ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra, sem hélt erindi á morgunverðarfundi Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins í síðustu viku. Þar var rætt um lífræna framleiðslu hér á landi og möguleika íslenskra afurða í Bandaríkjunum. Meðal gesta voru Julia Obic, framkvæmdastjóri Whole Foods í Bandaríkjunum, og John Blair Gordon frá Natway. Ræða ráðherra á fundinum hefur verið gagnrýnd af ýmsum fulltrúum lífrænnar matvælaframleiðslu. Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Yggdrasils, birti grein á Facebook og segir meðal annars: „Skemmst er frá því að segja að hann […] bullaði bara eitthvað og sagði sögu af bóndakonu sem hefði boðið fólki í mat og allt hráefnið hefði verið ræktað á staðnum og talaði m.a. mikið um (villta) sveppi sem hún hefði fengið úr garðinum hjá sér og notað í máltíðina. Sögunni og erindinu lauk með þeim orðum að hann efaðist um að slíkur sjálfsþurftarbúskapur gæti fætt þjóðina.“Elías GuðmundssonOddný segir þetta sjónarmið lýsa töluverðu skilningsleysi á lífrænni ræktun. „Ég efast um að maðurinn hafi nokkra hugmynd um hvað lífrænn búskapur eða lífræn matvæli eru […],“ bætti hún svo við en svo virðist sem ráðherrann hafi ruglað saman sjálfþurftarbúskap og lífrænni framleiðslu. „Það er óhætt að segja að ræðan hans hafi valdið mér nokkrum vonbrigðum,“ segir dr. Gunnar Á. Gunnarsson um ræðu ráðherrans. Hann er framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns, sem er ein helsta þjónustustofnun við framleiðendur lífrænna afurða á Íslandi. Hann tekur í sama streng og Elías og segir lengi hafa ríkt skilningsleysi hér á landi á þýðingu lífrænnar þróunar í matvælaframleiðslu. „En það hafa alltaf verið menn sem hafa talað fyrir lífrænni þróun með myndarlegum hætti, þótt þeir hafi ekki megnað að breyta stefnu stjórnvalda,“ bætir hann við. Þess má geta að innan við eitt prósent af íslenskum bændum er með vottun frá Túni og rúmlega eitt prósent alls nytjalands er vottað lífrænt, sem þýðir að lífræn framleiðsla á matvælum á Íslandi er með því minnsta sem gerist í samanburði við önnur Evrópulönd að sögn Gunnars.Af veiðimönnunum og bóndakonunni Hér er hluti úr ræðu Sigurðar Inga, sem var flutt á ensku: Það voru einu sinni þrír veiðimenn sem sátu í eldhúsinu hjá bændahjónum á Norðurlandi. Einn þeirra hældi súpu með lerkisveppum sem húsmóðirin bar fram. Veiðimaðurinn spurði: „Hvaðan eru þessir sveppir?“ „Úr garðinum okkar,“ svaraði hún og benti á nokkur sterkleg lerkitré þar sem sveppirnir sáust vaxa. Þegar húsmóðirin var spurð frekar út í uppruna góðgætisins sem á borð var borið kom í ljós að allt sem á borðum var hafði verið ræktað eða útbúið á býlinu, kartöflurnar, kjötið, sultan, salatið og jafnvel kryddið, sem hún hafði ræktað af umhyggju í blómapottum á veröndinni við bæinn. Síðan bætti hún við: „Reyndar er það svo á Íslandi að á haustin þurfum við ekki að kaupa neinn mat. Við borðum bara það sem á boðstólum er!“ Ég veit ekki hvort hin útsjónarsama bóndakona hafði slíka gnótt lerkisveppa að hún gæti þjónað stærri markaði en sinni nánustu fjölskyldu, en hún hafði greinilega nóg fyrir hana! Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Ég skil varla hvað hann var að gera þarna,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gló, um ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra, sem hélt erindi á morgunverðarfundi Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins í síðustu viku. Þar var rætt um lífræna framleiðslu hér á landi og möguleika íslenskra afurða í Bandaríkjunum. Meðal gesta voru Julia Obic, framkvæmdastjóri Whole Foods í Bandaríkjunum, og John Blair Gordon frá Natway. Ræða ráðherra á fundinum hefur verið gagnrýnd af ýmsum fulltrúum lífrænnar matvælaframleiðslu. Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Yggdrasils, birti grein á Facebook og segir meðal annars: „Skemmst er frá því að segja að hann […] bullaði bara eitthvað og sagði sögu af bóndakonu sem hefði boðið fólki í mat og allt hráefnið hefði verið ræktað á staðnum og talaði m.a. mikið um (villta) sveppi sem hún hefði fengið úr garðinum hjá sér og notað í máltíðina. Sögunni og erindinu lauk með þeim orðum að hann efaðist um að slíkur sjálfsþurftarbúskapur gæti fætt þjóðina.“Elías GuðmundssonOddný segir þetta sjónarmið lýsa töluverðu skilningsleysi á lífrænni ræktun. „Ég efast um að maðurinn hafi nokkra hugmynd um hvað lífrænn búskapur eða lífræn matvæli eru […],“ bætti hún svo við en svo virðist sem ráðherrann hafi ruglað saman sjálfþurftarbúskap og lífrænni framleiðslu. „Það er óhætt að segja að ræðan hans hafi valdið mér nokkrum vonbrigðum,“ segir dr. Gunnar Á. Gunnarsson um ræðu ráðherrans. Hann er framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns, sem er ein helsta þjónustustofnun við framleiðendur lífrænna afurða á Íslandi. Hann tekur í sama streng og Elías og segir lengi hafa ríkt skilningsleysi hér á landi á þýðingu lífrænnar þróunar í matvælaframleiðslu. „En það hafa alltaf verið menn sem hafa talað fyrir lífrænni þróun með myndarlegum hætti, þótt þeir hafi ekki megnað að breyta stefnu stjórnvalda,“ bætir hann við. Þess má geta að innan við eitt prósent af íslenskum bændum er með vottun frá Túni og rúmlega eitt prósent alls nytjalands er vottað lífrænt, sem þýðir að lífræn framleiðsla á matvælum á Íslandi er með því minnsta sem gerist í samanburði við önnur Evrópulönd að sögn Gunnars.Af veiðimönnunum og bóndakonunni Hér er hluti úr ræðu Sigurðar Inga, sem var flutt á ensku: Það voru einu sinni þrír veiðimenn sem sátu í eldhúsinu hjá bændahjónum á Norðurlandi. Einn þeirra hældi súpu með lerkisveppum sem húsmóðirin bar fram. Veiðimaðurinn spurði: „Hvaðan eru þessir sveppir?“ „Úr garðinum okkar,“ svaraði hún og benti á nokkur sterkleg lerkitré þar sem sveppirnir sáust vaxa. Þegar húsmóðirin var spurð frekar út í uppruna góðgætisins sem á borð var borið kom í ljós að allt sem á borðum var hafði verið ræktað eða útbúið á býlinu, kartöflurnar, kjötið, sultan, salatið og jafnvel kryddið, sem hún hafði ræktað af umhyggju í blómapottum á veröndinni við bæinn. Síðan bætti hún við: „Reyndar er það svo á Íslandi að á haustin þurfum við ekki að kaupa neinn mat. Við borðum bara það sem á boðstólum er!“ Ég veit ekki hvort hin útsjónarsama bóndakona hafði slíka gnótt lerkisveppa að hún gæti þjónað stærri markaði en sinni nánustu fjölskyldu, en hún hafði greinilega nóg fyrir hana!
Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira