Það gerðist einmitt fyrir eina unga stúlku í Róm sem fékk að hitta páfann, og ekki nóg með það fékk hún að faðma hann. Hún vissi greinilega ekki alveg hvernig hún átti að haga sér og reif kollhúfuna af honum.
Við það fór Frans páfi að skellihlæja og margir fjölmargir í kring. Atvikið náðist á myndavél og birtist á Twitter.
Took my Goddaughter to meet the pope. She stole his hat! pic.twitter.com/SdSorop3uN
— Mountain Butorac (@MountainButorac) March 22, 2017