Ungar stúlkur fá að rokka í friði 10. janúar 2012 10:00 Áslaug Einarsdóttir, mannfræðingur og kvikmyndagerðarkona, fékk styrk frá Menningarsjóði Hlaðvarpans til að koma á laggirnar rokksumarbúðum fyrir stúlkur.fréttablaðið/gva Áslaug Einarsdóttir hlaut á fimmtudaginn styrk frá Menningarsjóði Hlaðvarpans til að koma á laggirnar rokksumarbúðum fyrir stúlkur. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og voru alls veittir átján styrkir en aldrei hafa borist jafn margar umsóknir og í ár. „Rokkbúðirnar eru að bandarískri fyrirmynd og er hugsunin á bak við þær að búa til öruggt rými þar sem stelpur geta ófeimnar prófað sig áfram í tónlist undir leiðsögn íslenskra tónlistarmanna,“ útskýrir Áslaug sem er mannfræðingur að mennt og hefur einnig unnið að gerð kvikmynda. Búðirnar eru ætlaðar stúlkum á aldrinum tólf til sextán ára og standa yfir í heilan mánuð. Stúlkurnar þurfa ekki að hafa neinn bakgrunn í tónlist heldur er þeim kennt á hljóðfæri í búðunum af reyndum rokktónlistarmönnum. „Þær þurfa bara að hafa áhugann, svo mynda þær hljómsveitir og vinna saman undir leiðsögn tónlistarmanna sem munu kenna þeim á hljóðfærin, að semja lög og texta og sviðsframkomu. Í lok mánaðarins verða haldnir lokatónleikar með öllum sveitunum.“ Áslaug er sjálf píanó- og hljómborðsleikari sveitarinnar Just Another Snake Cult og segir mikinn kynjahalla innan rokktónlistarinnar enda fái stelpur síður rokkhljóðfæri að gjöf og eru ólíklegri til að stofna eða spila í hljómsveitum en strákar. „Ég hef lengi haft áhuga á femíniskum aktívisma og finnst mikilvægt að stelpur fái ungar hvatningu til að gera allt það sem þær vilja gera.“ Innt eftir því í hvað hún muni nýta styrkinn frá Hlaðvarpanum segir Áslaug að hann muni fara í hljóðfærakaup og kynningarmál. „Það er í mörg horn að líta og þess vegna kemur þessi styrkur sér ofsalega vel,“ segir Áslaug að lokum. Hún tekur glöð á móti ábendingum um notuð hljóðfæri á netfangið rokksumarbudir@gmail.com. Rokksumarbúðirnar verða auglýstar nánar í vor. - sm Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
Áslaug Einarsdóttir hlaut á fimmtudaginn styrk frá Menningarsjóði Hlaðvarpans til að koma á laggirnar rokksumarbúðum fyrir stúlkur. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og voru alls veittir átján styrkir en aldrei hafa borist jafn margar umsóknir og í ár. „Rokkbúðirnar eru að bandarískri fyrirmynd og er hugsunin á bak við þær að búa til öruggt rými þar sem stelpur geta ófeimnar prófað sig áfram í tónlist undir leiðsögn íslenskra tónlistarmanna,“ útskýrir Áslaug sem er mannfræðingur að mennt og hefur einnig unnið að gerð kvikmynda. Búðirnar eru ætlaðar stúlkum á aldrinum tólf til sextán ára og standa yfir í heilan mánuð. Stúlkurnar þurfa ekki að hafa neinn bakgrunn í tónlist heldur er þeim kennt á hljóðfæri í búðunum af reyndum rokktónlistarmönnum. „Þær þurfa bara að hafa áhugann, svo mynda þær hljómsveitir og vinna saman undir leiðsögn tónlistarmanna sem munu kenna þeim á hljóðfærin, að semja lög og texta og sviðsframkomu. Í lok mánaðarins verða haldnir lokatónleikar með öllum sveitunum.“ Áslaug er sjálf píanó- og hljómborðsleikari sveitarinnar Just Another Snake Cult og segir mikinn kynjahalla innan rokktónlistarinnar enda fái stelpur síður rokkhljóðfæri að gjöf og eru ólíklegri til að stofna eða spila í hljómsveitum en strákar. „Ég hef lengi haft áhuga á femíniskum aktívisma og finnst mikilvægt að stelpur fái ungar hvatningu til að gera allt það sem þær vilja gera.“ Innt eftir því í hvað hún muni nýta styrkinn frá Hlaðvarpanum segir Áslaug að hann muni fara í hljóðfærakaup og kynningarmál. „Það er í mörg horn að líta og þess vegna kemur þessi styrkur sér ofsalega vel,“ segir Áslaug að lokum. Hún tekur glöð á móti ábendingum um notuð hljóðfæri á netfangið rokksumarbudir@gmail.com. Rokksumarbúðirnar verða auglýstar nánar í vor. - sm
Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira