Viðskipti erlent

Ungverjaland í ruslflokk

Staðan í Ungverjalandi er afar slæm.
Staðan í Ungverjalandi er afar slæm.
Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's lækkaði í dag lánshæfiseinkunn Ungverjalands niður í ruslflokk. Ástæðan var mikill skuldavandi og veikar vonir um hagvöxt. Þá er enn talin vera mikil óvissa um hvort landið nær að standa á eigin fótum í efnahagslegu tilliti. Frá því að Ungverjar fengu 20 milljarða evra að láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum árið 2008 hefur ekki tekist nægilega vel að örva hagkerfi landsins. Nú er jafnvel litið svo á að landið verði að fá neyðaraðstoð á nýjan leik.

Efnahagur margra ríkja í Evrópu stendur nú afar veikum fótum. Lánshæfismat Portúgals var fyrr í dag lækkað niður í ruslflokk og Ítalía, Spánn og Grikkland standa höllum fæti. Einkum hafa fjárfestar áhyggjur af Ítalíu, þriðja stærsta hagkerfi Evrópu á eftir því þýska og franska.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×