Unnið að sameiningu Iðnskólans og Tækniskólans sveinn arnarsson skrifar 20. apríl 2015 07:30 Gangi sameining eftir er líklegast að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskólann. fréttablaðið/pjetur Unnið er nú að því innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins að athuga hvort hagstætt sé að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskóla Íslands. Nefnd er að störfum sem vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. Starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa áhyggjur af stöðunni. Starfandi skólameistari Iðnskólans, Þór Pálsson, var í lok janúar síðastliðins ráðinn sem aðstoðarskólameistari Tækniskólans.Rósa GuðbjartsdóttirRósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segist lítið vita um framgang málsins. „Við munum fylgjast eins vel með og hægt er og við höfum áhyggjur af stöðunni. Það er mikilvægt að iðnskóli verði áfram starfræktur í bænum og við munum vinna að því,“ segir Rósa. Nefndin sem vinnur að samruna skólanna er skipuð Ársæli Guðmundssyni, skólameistara Iðnskólans sem vinnur tímabundið í ráðuneyti menntamála, Jóni Stefánssyni, skólameistara Tækniskólans, Bolla Árnasyni, formanni stjórnar Tækniskólans, Bjarna Bjarnasyni, formanni skólanefndar Hafnarfjarðar, og Gísla Þór Magnússyni, yfirmanni fjármálasviðs í menntamálaráðuneytinu. Ársæll segir hans hagsmuni ekki ráða för í þeirri fýsileikakönnun sem nú er skoðuð. „Ég mun ekki standa í vegi fyrir því að þetta gerist. Það er ekki ólíklegt að niðurstaðan verði sú að skólameistarastaða Iðnskólans verði lögð niður ef af sameiningu verður,“ segir Ársæll. „Ég verð að hefja mig upp yfir eigin hag í þessari vinnu.“ Tækniskólinn er einkaskóli en Iðnskólinn í Hafnarfirði er ríkisskóli.Ársæll Guðmundsson Í leyfi sem skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði og vinnur tímabundið í menntamálaráðuneytinu.Ársæll segir þá stöðu ekki vera vandamál. Forskrift er til að sameiningu einkaskóla og ríkisskóla og það ferli er til í ráðuneytinu. „Það er líklegt að ríkisskólinn renni þá inn í einkaskólann,“ segir Ársæll. Forsaga málsins er að í lok febrúar á þessu ári óskaði stjórn Tækniskólans formlega eftir því að Iðnskólinn og Tækniskólinn sameinist. Skólarnir eru með sama námsframboðið og eru að mennta sömu námsbrautir og þar af leiðandi í samkeppni um ört fækkandi nemendur í verknámi. Í framhaldi af bréfi Tækniskólans var verkefnahópurinn myndaður og settur á til að kanna möguleikann á samruna skólanna. „Nefndin á að skila tillögum sínum til ráðherra þann 21. apríl næstkomandi. Eftir það mun ráðherra taka málið til skoðunar og taka endanlega afstöðu til þeirra gagna sem við munum skila af okkur,“ segir Ársæll. Kennarar og starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa lýst áhyggjum sínum af stöðunni. Segja starfsmenn í ályktun sem þeir sendu til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði mikilvægt að skólinn verði rekinn áfram sem sjálfstæð eining. Brýnt hagsmunamál starfsmanna og bæjaryfirvalda sé að skólinn verði áfram starfræktur með því námsframboði sem nú er og skora á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að verja skólann. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um málið þegar eftir því var leitað. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Unnið er nú að því innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins að athuga hvort hagstætt sé að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskóla Íslands. Nefnd er að störfum sem vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. Starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa áhyggjur af stöðunni. Starfandi skólameistari Iðnskólans, Þór Pálsson, var í lok janúar síðastliðins ráðinn sem aðstoðarskólameistari Tækniskólans.Rósa GuðbjartsdóttirRósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segist lítið vita um framgang málsins. „Við munum fylgjast eins vel með og hægt er og við höfum áhyggjur af stöðunni. Það er mikilvægt að iðnskóli verði áfram starfræktur í bænum og við munum vinna að því,“ segir Rósa. Nefndin sem vinnur að samruna skólanna er skipuð Ársæli Guðmundssyni, skólameistara Iðnskólans sem vinnur tímabundið í ráðuneyti menntamála, Jóni Stefánssyni, skólameistara Tækniskólans, Bolla Árnasyni, formanni stjórnar Tækniskólans, Bjarna Bjarnasyni, formanni skólanefndar Hafnarfjarðar, og Gísla Þór Magnússyni, yfirmanni fjármálasviðs í menntamálaráðuneytinu. Ársæll segir hans hagsmuni ekki ráða för í þeirri fýsileikakönnun sem nú er skoðuð. „Ég mun ekki standa í vegi fyrir því að þetta gerist. Það er ekki ólíklegt að niðurstaðan verði sú að skólameistarastaða Iðnskólans verði lögð niður ef af sameiningu verður,“ segir Ársæll. „Ég verð að hefja mig upp yfir eigin hag í þessari vinnu.“ Tækniskólinn er einkaskóli en Iðnskólinn í Hafnarfirði er ríkisskóli.Ársæll Guðmundsson Í leyfi sem skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði og vinnur tímabundið í menntamálaráðuneytinu.Ársæll segir þá stöðu ekki vera vandamál. Forskrift er til að sameiningu einkaskóla og ríkisskóla og það ferli er til í ráðuneytinu. „Það er líklegt að ríkisskólinn renni þá inn í einkaskólann,“ segir Ársæll. Forsaga málsins er að í lok febrúar á þessu ári óskaði stjórn Tækniskólans formlega eftir því að Iðnskólinn og Tækniskólinn sameinist. Skólarnir eru með sama námsframboðið og eru að mennta sömu námsbrautir og þar af leiðandi í samkeppni um ört fækkandi nemendur í verknámi. Í framhaldi af bréfi Tækniskólans var verkefnahópurinn myndaður og settur á til að kanna möguleikann á samruna skólanna. „Nefndin á að skila tillögum sínum til ráðherra þann 21. apríl næstkomandi. Eftir það mun ráðherra taka málið til skoðunar og taka endanlega afstöðu til þeirra gagna sem við munum skila af okkur,“ segir Ársæll. Kennarar og starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa lýst áhyggjum sínum af stöðunni. Segja starfsmenn í ályktun sem þeir sendu til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði mikilvægt að skólinn verði rekinn áfram sem sjálfstæð eining. Brýnt hagsmunamál starfsmanna og bæjaryfirvalda sé að skólinn verði áfram starfræktur með því námsframboði sem nú er og skora á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að verja skólann. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um málið þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira