Unnið að stofnun flokks sem leggst gegn fjölmenningu og byggingu mosku á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2016 20:40 Svo virðist sem hægrisinnuðum stjórnmálaflokkum á Íslandi muni fjölga nái hugmyndir aðstandenda Íslensku þjóðfylkingarinnar fram að ganga en gert er ráð fyrir því að blásið verði til stofnfundar fljótlega. Vísir greindi frá því í dag að Hægri grænir, sem buðu fram til Alþingis árið 2013, hafi samþykkt einróma að sameinast flokknum.Sjá einnig: Hægri grænir ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna Í tilkynningu segir að Hægri grænir hafi ekki þar verið einir á ferð, heldur að sama skapi fleiri hópar og einstaklingar. Á Facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að flokkurinn sé afrakstur viðræðna nokkurra einstaklinga á hægri væng stjórnmálanna undanfarin misseri. Markmiðið sé „að sameina þjóðholla Íslendinga undir merkjum flokksins.“Þar stendur einnig að bráðabirgðastjórn flokksins skipi þrír einstaklingar fram að næsta aðalfundi flokksins; Helgi Helgason sem er í forsvari og talsmaður, Kjartan Örn Kjartansson og Guðmundur Jónas Kristjánsson. Í stefnuskrá flokksins, sem birt var í dag og dreift til fjölmiðla, kemur fram að Íslenska þjóðfylkingin vill meðal annars endurskoða aðild Íslands að EES og ganga úr Schengen samstarfinu. Flokkurinn hafnar hugmyndum um fjölmenningu hér á landi og mun berjast gegn því að moskur verði reistar hér á landi. „Íslenska þjóðfylkingin vill standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands, íslenska þjóðmenningu, tungu og siðinn í landinu. Grunnstefna flokksins er einstaklingsfrelsi, takmörkun ríkisafskipta, gagnsæjan sjálfbæran ríkisrekstur,“ segir í manífestói flokksins sem vill að sama skapi aukið beint lýðræði og aukna áherslu á málefni aldraðra og öryrkja. Þá vill flokkurinn að bann verði lagt við búrkum og skólum íslamista hér á landi. Flugvöllurinn skal vera áfram þar sem hann er. Þá vill flokkurinn almenna skuldaleiðréttingu íbúðalána, hækkun persónuafsláttar og nýjan gjaldmiðil. Tengdar fréttir Hægri grænir ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna Nýtt framboð vill meðal annars banna búrkur og almenna skuldaleiðréttingu. 27. febrúar 2016 18:07 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Sjá meira
Svo virðist sem hægrisinnuðum stjórnmálaflokkum á Íslandi muni fjölga nái hugmyndir aðstandenda Íslensku þjóðfylkingarinnar fram að ganga en gert er ráð fyrir því að blásið verði til stofnfundar fljótlega. Vísir greindi frá því í dag að Hægri grænir, sem buðu fram til Alþingis árið 2013, hafi samþykkt einróma að sameinast flokknum.Sjá einnig: Hægri grænir ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna Í tilkynningu segir að Hægri grænir hafi ekki þar verið einir á ferð, heldur að sama skapi fleiri hópar og einstaklingar. Á Facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að flokkurinn sé afrakstur viðræðna nokkurra einstaklinga á hægri væng stjórnmálanna undanfarin misseri. Markmiðið sé „að sameina þjóðholla Íslendinga undir merkjum flokksins.“Þar stendur einnig að bráðabirgðastjórn flokksins skipi þrír einstaklingar fram að næsta aðalfundi flokksins; Helgi Helgason sem er í forsvari og talsmaður, Kjartan Örn Kjartansson og Guðmundur Jónas Kristjánsson. Í stefnuskrá flokksins, sem birt var í dag og dreift til fjölmiðla, kemur fram að Íslenska þjóðfylkingin vill meðal annars endurskoða aðild Íslands að EES og ganga úr Schengen samstarfinu. Flokkurinn hafnar hugmyndum um fjölmenningu hér á landi og mun berjast gegn því að moskur verði reistar hér á landi. „Íslenska þjóðfylkingin vill standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands, íslenska þjóðmenningu, tungu og siðinn í landinu. Grunnstefna flokksins er einstaklingsfrelsi, takmörkun ríkisafskipta, gagnsæjan sjálfbæran ríkisrekstur,“ segir í manífestói flokksins sem vill að sama skapi aukið beint lýðræði og aukna áherslu á málefni aldraðra og öryrkja. Þá vill flokkurinn að bann verði lagt við búrkum og skólum íslamista hér á landi. Flugvöllurinn skal vera áfram þar sem hann er. Þá vill flokkurinn almenna skuldaleiðréttingu íbúðalána, hækkun persónuafsláttar og nýjan gjaldmiðil.
Tengdar fréttir Hægri grænir ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna Nýtt framboð vill meðal annars banna búrkur og almenna skuldaleiðréttingu. 27. febrúar 2016 18:07 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Sjá meira
Hægri grænir ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna Nýtt framboð vill meðal annars banna búrkur og almenna skuldaleiðréttingu. 27. febrúar 2016 18:07