Viðskipti innlent

Upp og niður það sem af er degi

Magnús Halldórsson skrifar
Gengi hlutabréfa hlutabréfa í Nasdaq OMX kauphöll Íslands hefur ýmist lækkað lítillega eða hækkað lítillega í dag. Mesta hækkunin hefur verið á gengi bréfa Marels, eða um 1,32 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 154.

Gengi bréfa Haga hefur lækkað í dag um 1,2 prósent og er gengi bréfa Haga nú 24,7. Þá hefur gengi bréfa Icelandair lækkað um 0,42 prósent í dag og er gengið nú 9,47.

Miklar hækkanir hafa verið á gengi bréfa þeirra félaga sem skráð eru á markað hér á landi á undanförnum vikum, og hefur veltan sömuleiðis verið mikil, miðað við árið í fyrra. Svo virðist sem fjárfestar séu farnir að sýna íslenskum hlutabréfum mun meiri áhuga nú, heldur en raunin var í fyrra. Munar þar ekki síst um meira framboð á fjárfestingakostum, en nokkur félög hafa verið skráð á markað að undanförnu, Eimskipafélag Íslands og Vodafone nú síðast.

Sjá má ítarlegar upplýsingar um gang mála á íslenska markaðnum hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×