Uppboðsleið ekki til bóta Teitur Björn Einarsson skrifar 16. ágúst 2016 07:00 Eitt helsta markmið uppboðsleiðar á aflaheimildum virðist vera að auka heimtur ríkissjóðs af sjávarútveginum og sníða af þá vankanta sem fylgja núverandi fyrirkomulagi við álagningu veiðigjalda. Fyrirkomulag við innheimtu veiðigjalda má endurskoða og tengja betur við afkomu greinarinnar sem dæmi. En skoða verður málið heildstætt.Sjávarútvegurinn er arðbær í dag Markmið fiskveiðistjórnunarkerfisins er í fyrsta lagi að tryggja að auðlindin sé nýtt á sjálfbæran hátt og er aðgengi að auðlindinni af þeirri ástæðu takmarkað. Í öðru lagi að tryggja að auðlindin sé nýtt á hagkvæman hátt. Sjávarútvegurinn er í dag arðbær atvinnugrein sem greiðir skatta og gjöld en það hefur ekki alltaf verið þannig og ekki sjálfgefið að nýting auðlindar gefi af sér arð. Í þriðja lagi er markmið kerfisins að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu. Ágætlega hefur gengið með fyrstu tvo þættina en horfast verður í augu við að ekki hefur gengið eins vel að treysta atvinnu og byggð í landinu. Fiskveiðistjórnunarkerfið verður að vera sveigjanlegt og innihalda betri og varanlegri rétt til handa sjávarbyggðum landsins til að verja sig fyrir áföllum. Því er úrbóta þörf alveg þangað til öllum markmiðum um sjálfbærni auðlindarinnar, arðsemi greinarinnar og eflingu atvinnu og byggðar í landinu er náð.Mun ekki treysta byggð í landinu En ekki er að sjá að uppboðsleiðin feli í sér slíkar nauðsynlegar úrbætur. Sú leið stuðlar ekki betur að verndun nytjastofna við Íslandsmið en nú er gert. Þá er óljóst hvernig uppboðsleiðin leiðir til meiri hagkvæmni í greininni en hætta er á að skuldsetning aukist. En aðalatriði er að uppboðsleiðin mun ekki treysta atvinnu eða byggð í landinu enda vandséð hvernig auknar álögur á helstu atvinnugrein landsbyggðarinnar og óvissa innan hennar styrki stöðu fólks sem þar býr og treysti atvinnu þess.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Eitt helsta markmið uppboðsleiðar á aflaheimildum virðist vera að auka heimtur ríkissjóðs af sjávarútveginum og sníða af þá vankanta sem fylgja núverandi fyrirkomulagi við álagningu veiðigjalda. Fyrirkomulag við innheimtu veiðigjalda má endurskoða og tengja betur við afkomu greinarinnar sem dæmi. En skoða verður málið heildstætt.Sjávarútvegurinn er arðbær í dag Markmið fiskveiðistjórnunarkerfisins er í fyrsta lagi að tryggja að auðlindin sé nýtt á sjálfbæran hátt og er aðgengi að auðlindinni af þeirri ástæðu takmarkað. Í öðru lagi að tryggja að auðlindin sé nýtt á hagkvæman hátt. Sjávarútvegurinn er í dag arðbær atvinnugrein sem greiðir skatta og gjöld en það hefur ekki alltaf verið þannig og ekki sjálfgefið að nýting auðlindar gefi af sér arð. Í þriðja lagi er markmið kerfisins að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu. Ágætlega hefur gengið með fyrstu tvo þættina en horfast verður í augu við að ekki hefur gengið eins vel að treysta atvinnu og byggð í landinu. Fiskveiðistjórnunarkerfið verður að vera sveigjanlegt og innihalda betri og varanlegri rétt til handa sjávarbyggðum landsins til að verja sig fyrir áföllum. Því er úrbóta þörf alveg þangað til öllum markmiðum um sjálfbærni auðlindarinnar, arðsemi greinarinnar og eflingu atvinnu og byggðar í landinu er náð.Mun ekki treysta byggð í landinu En ekki er að sjá að uppboðsleiðin feli í sér slíkar nauðsynlegar úrbætur. Sú leið stuðlar ekki betur að verndun nytjastofna við Íslandsmið en nú er gert. Þá er óljóst hvernig uppboðsleiðin leiðir til meiri hagkvæmni í greininni en hætta er á að skuldsetning aukist. En aðalatriði er að uppboðsleiðin mun ekki treysta atvinnu eða byggð í landinu enda vandséð hvernig auknar álögur á helstu atvinnugrein landsbyggðarinnar og óvissa innan hennar styrki stöðu fólks sem þar býr og treysti atvinnu þess.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst 2016
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar