Uppgefnir gangnamenn í kappi við tímann Valur Grettisson skrifar 30. ágúst 2013 07:00 Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra segir allar viðvaranir gilda þrátt fyrir óljósar veðurspár. „Þetta eru átök," sagði Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi Aðaldæla sem hefur ásamt tuttugu öðrum bændum riðið um hálendið frá Mývatnssveit austur í Kelduhverfi, að smala saman fé áður en boðað óveður skellur á landi vestanvert um helgina. Hópurinn fór af stað á miðvikudaginn og smöluðu fé fram í myrkur. Í gærmorgun vöknuðu þeir svo klukkan fimm og héldu áfram. Mennirnir eru ríðandi og allir vanir að sögn Sæþórs. Tíminn er naumur, enda þarf að smala saman fimm þúsund fjár fyrir kvöldið í kvöld. Stefnt er á að féð verði komið niður í Hraunsrétt í Aðaldal síðdegis í dag. Veðurstofan hefur spáð hvassviðri eða stormi um landið Vestanvert, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi Vestra seinnipartinn í dag. Þá er þar einnig búist við talsverðri eða mikilli úrkomu, rigningu á láglendi, en snjókomu í meira en 200-300 metra hæð yfir sjó Norðvestan til. Sæþór er bjartsýnn á að verkefnið takist fyrir settan tíma, en mannskapurinn var þreyttur þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. „Það eru allir uppgefnir, hundar hestar sem og menn," sagði Sæþór sem segir sína menn þó ekki láta deigan síga. Svo virðist sem veður sé að færast eitthvað til, helst er að vindstrengurinn hefur færst enn vestar. Hvassast verður á Vestfjörðum og eins er gert ráð fyrir hvassri Norðvestanátt inn Breiðafjörð og Faxaflóa og síðan hvessir Norðan og Norðvestanlands um nóttina. Sæþór segir að það stefni í skárra veður á þeirra slóðum, en minnugir um norðanbálið sem skall óvænt á snemma síðasta haust, er engin áhætta tekin þegar kemur að veðrinu. Víðir Reynisson hjá almannavörnum Ríkislögreglustjóra segir að mesta áherslan, eftir að bændur voru látnir vita af yfirvofandi óveðri, hafi verið að vara ferðamenn við. „Skálaverðir víða hafa markvisst stoppað ferðamenn og gefið þeim upplýsingar um veðrið," segir Víðir og bætir við að þetta hafi tekist vel. Hann segir litla umferð ferðamanna á hálendinu þar sem versta veðrinu er spáð. Þessi mikla smalamennska breytir þó ýmsu hjá bændum á svæðinu. Að sögn Sæþórs þurfa bændur líklega að bíða hátt í átta vikur eftir að dýrunum verði slátrað. Hann segir þó fátt sé svo með öllu illt, enda kemur sauðféð vel undan sumrinu. „Kjötið verður algjörlega æðislegt í ár. Féð kemur úr þessum blómskrúða haga og það er eiginlega ótrúlegt að ríða um landið núna því það lítur svo vel út," segir Sæþór. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
„Þetta eru átök," sagði Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi Aðaldæla sem hefur ásamt tuttugu öðrum bændum riðið um hálendið frá Mývatnssveit austur í Kelduhverfi, að smala saman fé áður en boðað óveður skellur á landi vestanvert um helgina. Hópurinn fór af stað á miðvikudaginn og smöluðu fé fram í myrkur. Í gærmorgun vöknuðu þeir svo klukkan fimm og héldu áfram. Mennirnir eru ríðandi og allir vanir að sögn Sæþórs. Tíminn er naumur, enda þarf að smala saman fimm þúsund fjár fyrir kvöldið í kvöld. Stefnt er á að féð verði komið niður í Hraunsrétt í Aðaldal síðdegis í dag. Veðurstofan hefur spáð hvassviðri eða stormi um landið Vestanvert, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi Vestra seinnipartinn í dag. Þá er þar einnig búist við talsverðri eða mikilli úrkomu, rigningu á láglendi, en snjókomu í meira en 200-300 metra hæð yfir sjó Norðvestan til. Sæþór er bjartsýnn á að verkefnið takist fyrir settan tíma, en mannskapurinn var þreyttur þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. „Það eru allir uppgefnir, hundar hestar sem og menn," sagði Sæþór sem segir sína menn þó ekki láta deigan síga. Svo virðist sem veður sé að færast eitthvað til, helst er að vindstrengurinn hefur færst enn vestar. Hvassast verður á Vestfjörðum og eins er gert ráð fyrir hvassri Norðvestanátt inn Breiðafjörð og Faxaflóa og síðan hvessir Norðan og Norðvestanlands um nóttina. Sæþór segir að það stefni í skárra veður á þeirra slóðum, en minnugir um norðanbálið sem skall óvænt á snemma síðasta haust, er engin áhætta tekin þegar kemur að veðrinu. Víðir Reynisson hjá almannavörnum Ríkislögreglustjóra segir að mesta áherslan, eftir að bændur voru látnir vita af yfirvofandi óveðri, hafi verið að vara ferðamenn við. „Skálaverðir víða hafa markvisst stoppað ferðamenn og gefið þeim upplýsingar um veðrið," segir Víðir og bætir við að þetta hafi tekist vel. Hann segir litla umferð ferðamanna á hálendinu þar sem versta veðrinu er spáð. Þessi mikla smalamennska breytir þó ýmsu hjá bændum á svæðinu. Að sögn Sæþórs þurfa bændur líklega að bíða hátt í átta vikur eftir að dýrunum verði slátrað. Hann segir þó fátt sé svo með öllu illt, enda kemur sauðféð vel undan sumrinu. „Kjötið verður algjörlega æðislegt í ár. Féð kemur úr þessum blómskrúða haga og það er eiginlega ótrúlegt að ríða um landið núna því það lítur svo vel út," segir Sæþór.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira