Upphæðin hvergi útskýrð 23. nóvember 2010 06:00 Meðferðarheimilið Árbót í Aðaldal Í þeim gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum er hvergi að finna faglegan rökstuðning fyrir þeirri 30 milljóna króna greiðslu sem stjórnvöld ákváðu að greiða eigendum meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu vegna starfsloka heimilisins. Í samkomulagi um lokun Árbótar kemur fram að rekstraraðilar hafi farið fram á bætur vegn eftirstöðva skulda sem stofnað var til vegna uppbyggingar á heimilinu og vegna skemmda á húsnæðinu. Einnig var tekið fram að eigendurnir vildu bætur vegna kostnaðar við að aðlaga húsnæðið nýjum notum. Hvergi í samningnum er að finna uppgjör á þessum liðum. Einu ársreikningarnir sem lagðir voru fram voru reikingar Árbótar ehf. en á því félagi hvíldu 2,6 milljóna króna langtímaskuldir. Skuldir Bragabótar ehf., annars félags í eigu eigenda meðferðarheimilisins sem rak fasteignir Árbótar, námu hins vegar 56 milljónum króna í árslok 2009 en þá var eigið fé félagsins 37 milljónir. Það er því hvergi skýrt við hvað var miðað þegar ákveðið var að greiða eigendunum 30 milljónir króna. Alvarlegar athugasemdir á AlþingiSteingrímur J. Sigfússon, áramótagreinÓlöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði alvarlegar athugasemdir við aðkomu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra að starfslokum meðferðarheimilisins á Alþingi í gær. “Fer hann að því er virðist með tölvubréfi nokkuð ákveðið inn á verksvið annars ráðherra og hótar að setja málaflokk í gíslilngu og knýr þannig fram niðurstöðu í málinu,” sagði Ólöf sem spurði Steingrím hvort þessi vinnubrögð væru honum sæmandi? Þá spurði hún hvort leitað hefði verið álits ríkislögmanns á því hvort greiða ætti eigendum Árbótar 30 milljónir króna í bætur vegna lokunar heimilisins? Steingrímur sagði málið á forræði félagsmálaráðuneytisins. “Það var í þess höndum að taka við málinu eftir að Barnaverndarstofu og rekstaraðilum heimilsins mistókst að ná samkomulagi um lyktir mála,” sagði Steingrímur. “Barnaverndarstofa óskaði þá sjálf eftir því að félagsmálaráðuneytið yfirtæki það mál og reyndi að leiða það til lykta og það gerði síðan félagsmálaráðuneytið og það var að tillögu embættismanna og lögfræðinga þess sem gengið var til samkomulags við rekstraraðilana um uppgjör á málinu. Það var í einu og öllu farið að því sem eðlilegt var. Það er þannig með þessa samninga að í þeim er ekki ótvírætt uppsagnarákvæði heldur endurskoðunarákvæði. Þetta viðurkenndi Barnaverndarstofa í reynd með því að ganga til viðræðna við rekstraraðilina í framhaldi af því að hafa tilkynnt þeim um uppsögn í lok árs. Það náðust hins vegar ekki samningar og þá sagði Barnarverndarstofa sig frá því og vísaði því yfir til félagsmálaráðuneytisins sem eftir það fór með forræði á málinu og lagði siðan fram tillögu að lausn og tillögu að samningi sem fjármálaráðuneytið féllst á og staðfesti fyrir sína hönd. Í kjölfarið var minnisblaði dreift í ríkisstjórn sem samþykkti að ljúka málinu með þessum hætti og óska eftir fjárheimild í fjáraukalögum. Ég tel að það hafi verið eðililega unnið að þessu máli á allan hátt og í samræmi við lögheimildir og góðar stjórnsýsluvenjur.” Ráðuneytið bað um forræðiðÍ gögnum sem Fréttablaðið er með undir höndum kemur skýrt fram með hvaða hætti félagsmálaráðuneytið fékk forræði í málinu. Í tölvupósti sem Einar Njálsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, sendi Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, 24. mars segir: “Bolli (Þór Bollason, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins) ræddi við mig í morgun um málefni Árbótar. Hann vill koma skrið á málið með frumkvæði ráðuneytisins. Eins og við ræddum í símtali fyrir skömmu þarf að ganga formlega frá því gagnvart Barnaverndarstofu. Í samræmi við það samtal okkar bið ég þig að senda ráðuneytisstjóra tölvupóst þar sem þú óskar eftir því að ráðuneytið taki að sér fyrir Barnaverndarstofu að annast samninga við Árbót um lok á þjónustusamningi.” Önnur gögn sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að ráðuneytið hafði byrjað samningaferlið við eigendur Árbótar í byrjun janúar þrátt fyrir að málið væri þá formlega enn í höndum Barnaverndarstofu, sem er sjálfstæð stjórnsýslustofnun. Á Alþingi í gær sagði Steingrímur að í rekstrarsamningnum við Árbót væri ekki ótvírætt uppsagnarákvæði heldur endurskoðunarákvæði. Í samningnum segir: “Komi til ófyrirséðra breytinga, sem að mati annars eða beggja samningsaðila, raski forsendum samnings þessa, getur hvor aðili um sig óskað endurskoðunar eða uppsagnar samnings.” Steingrímur J. sagði að málið hafi aldrei verið á því stigi að það þyrfti að leita álits ríkislögmanns “því það var ekki komið upp neitt bótaálit eða annað í þeim dúr. Áhyggjur okkar hins vegar í janúarmánuði sneru að því ef þarna væri enn eina ferðina verið að stofna til verulega aukins kostnaðar vegna þess að uppbygging margra meðferðarheimila á undanförnum árum, ef menn kynna sér þá sögu, hefur ekki verið útlátalaus fyrir ríkið þar sem hvert heimilið á fætur öðrum hefur verið sett á stofn. Sum komust aldrei í rekstur áður en þeim var lokað aftur.“ Ekki sameiginlegur viljiÍ tilkynningu sem félagsmálaráðuneytið sendi frá sér í gær segir að gerð samkomulagsins hafi verið óhjákvæmileg og réttmæt. Þá hafi verið sameiginlegur vilji til þess milli Barnaverndarstofu, ráðuneytisins og rekstraraðila að semja um samningslok með greiðslum umfram það sem kveðið var um í uppsagnarákvæði þjónustusamningsins. Þetta stangast á við ítrekuð mótmæli Braga Guðbrandssonar sem hann lét reglulega í ljós við ráðuneytið á þessu ári. Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Í þeim gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum er hvergi að finna faglegan rökstuðning fyrir þeirri 30 milljóna króna greiðslu sem stjórnvöld ákváðu að greiða eigendum meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu vegna starfsloka heimilisins. Í samkomulagi um lokun Árbótar kemur fram að rekstraraðilar hafi farið fram á bætur vegn eftirstöðva skulda sem stofnað var til vegna uppbyggingar á heimilinu og vegna skemmda á húsnæðinu. Einnig var tekið fram að eigendurnir vildu bætur vegna kostnaðar við að aðlaga húsnæðið nýjum notum. Hvergi í samningnum er að finna uppgjör á þessum liðum. Einu ársreikningarnir sem lagðir voru fram voru reikingar Árbótar ehf. en á því félagi hvíldu 2,6 milljóna króna langtímaskuldir. Skuldir Bragabótar ehf., annars félags í eigu eigenda meðferðarheimilisins sem rak fasteignir Árbótar, námu hins vegar 56 milljónum króna í árslok 2009 en þá var eigið fé félagsins 37 milljónir. Það er því hvergi skýrt við hvað var miðað þegar ákveðið var að greiða eigendunum 30 milljónir króna. Alvarlegar athugasemdir á AlþingiSteingrímur J. Sigfússon, áramótagreinÓlöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði alvarlegar athugasemdir við aðkomu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra að starfslokum meðferðarheimilisins á Alþingi í gær. “Fer hann að því er virðist með tölvubréfi nokkuð ákveðið inn á verksvið annars ráðherra og hótar að setja málaflokk í gíslilngu og knýr þannig fram niðurstöðu í málinu,” sagði Ólöf sem spurði Steingrím hvort þessi vinnubrögð væru honum sæmandi? Þá spurði hún hvort leitað hefði verið álits ríkislögmanns á því hvort greiða ætti eigendum Árbótar 30 milljónir króna í bætur vegna lokunar heimilisins? Steingrímur sagði málið á forræði félagsmálaráðuneytisins. “Það var í þess höndum að taka við málinu eftir að Barnaverndarstofu og rekstaraðilum heimilsins mistókst að ná samkomulagi um lyktir mála,” sagði Steingrímur. “Barnaverndarstofa óskaði þá sjálf eftir því að félagsmálaráðuneytið yfirtæki það mál og reyndi að leiða það til lykta og það gerði síðan félagsmálaráðuneytið og það var að tillögu embættismanna og lögfræðinga þess sem gengið var til samkomulags við rekstraraðilana um uppgjör á málinu. Það var í einu og öllu farið að því sem eðlilegt var. Það er þannig með þessa samninga að í þeim er ekki ótvírætt uppsagnarákvæði heldur endurskoðunarákvæði. Þetta viðurkenndi Barnaverndarstofa í reynd með því að ganga til viðræðna við rekstraraðilina í framhaldi af því að hafa tilkynnt þeim um uppsögn í lok árs. Það náðust hins vegar ekki samningar og þá sagði Barnarverndarstofa sig frá því og vísaði því yfir til félagsmálaráðuneytisins sem eftir það fór með forræði á málinu og lagði siðan fram tillögu að lausn og tillögu að samningi sem fjármálaráðuneytið féllst á og staðfesti fyrir sína hönd. Í kjölfarið var minnisblaði dreift í ríkisstjórn sem samþykkti að ljúka málinu með þessum hætti og óska eftir fjárheimild í fjáraukalögum. Ég tel að það hafi verið eðililega unnið að þessu máli á allan hátt og í samræmi við lögheimildir og góðar stjórnsýsluvenjur.” Ráðuneytið bað um forræðiðÍ gögnum sem Fréttablaðið er með undir höndum kemur skýrt fram með hvaða hætti félagsmálaráðuneytið fékk forræði í málinu. Í tölvupósti sem Einar Njálsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, sendi Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, 24. mars segir: “Bolli (Þór Bollason, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins) ræddi við mig í morgun um málefni Árbótar. Hann vill koma skrið á málið með frumkvæði ráðuneytisins. Eins og við ræddum í símtali fyrir skömmu þarf að ganga formlega frá því gagnvart Barnaverndarstofu. Í samræmi við það samtal okkar bið ég þig að senda ráðuneytisstjóra tölvupóst þar sem þú óskar eftir því að ráðuneytið taki að sér fyrir Barnaverndarstofu að annast samninga við Árbót um lok á þjónustusamningi.” Önnur gögn sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að ráðuneytið hafði byrjað samningaferlið við eigendur Árbótar í byrjun janúar þrátt fyrir að málið væri þá formlega enn í höndum Barnaverndarstofu, sem er sjálfstæð stjórnsýslustofnun. Á Alþingi í gær sagði Steingrímur að í rekstrarsamningnum við Árbót væri ekki ótvírætt uppsagnarákvæði heldur endurskoðunarákvæði. Í samningnum segir: “Komi til ófyrirséðra breytinga, sem að mati annars eða beggja samningsaðila, raski forsendum samnings þessa, getur hvor aðili um sig óskað endurskoðunar eða uppsagnar samnings.” Steingrímur J. sagði að málið hafi aldrei verið á því stigi að það þyrfti að leita álits ríkislögmanns “því það var ekki komið upp neitt bótaálit eða annað í þeim dúr. Áhyggjur okkar hins vegar í janúarmánuði sneru að því ef þarna væri enn eina ferðina verið að stofna til verulega aukins kostnaðar vegna þess að uppbygging margra meðferðarheimila á undanförnum árum, ef menn kynna sér þá sögu, hefur ekki verið útlátalaus fyrir ríkið þar sem hvert heimilið á fætur öðrum hefur verið sett á stofn. Sum komust aldrei í rekstur áður en þeim var lokað aftur.“ Ekki sameiginlegur viljiÍ tilkynningu sem félagsmálaráðuneytið sendi frá sér í gær segir að gerð samkomulagsins hafi verið óhjákvæmileg og réttmæt. Þá hafi verið sameiginlegur vilji til þess milli Barnaverndarstofu, ráðuneytisins og rekstraraðila að semja um samningslok með greiðslum umfram það sem kveðið var um í uppsagnarákvæði þjónustusamningsins. Þetta stangast á við ítrekuð mótmæli Braga Guðbrandssonar sem hann lét reglulega í ljós við ráðuneytið á þessu ári.
Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira