Upphæðin hvergi útskýrð 23. nóvember 2010 06:00 Meðferðarheimilið Árbót í Aðaldal Í þeim gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum er hvergi að finna faglegan rökstuðning fyrir þeirri 30 milljóna króna greiðslu sem stjórnvöld ákváðu að greiða eigendum meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu vegna starfsloka heimilisins. Í samkomulagi um lokun Árbótar kemur fram að rekstraraðilar hafi farið fram á bætur vegn eftirstöðva skulda sem stofnað var til vegna uppbyggingar á heimilinu og vegna skemmda á húsnæðinu. Einnig var tekið fram að eigendurnir vildu bætur vegna kostnaðar við að aðlaga húsnæðið nýjum notum. Hvergi í samningnum er að finna uppgjör á þessum liðum. Einu ársreikningarnir sem lagðir voru fram voru reikingar Árbótar ehf. en á því félagi hvíldu 2,6 milljóna króna langtímaskuldir. Skuldir Bragabótar ehf., annars félags í eigu eigenda meðferðarheimilisins sem rak fasteignir Árbótar, námu hins vegar 56 milljónum króna í árslok 2009 en þá var eigið fé félagsins 37 milljónir. Það er því hvergi skýrt við hvað var miðað þegar ákveðið var að greiða eigendunum 30 milljónir króna. Alvarlegar athugasemdir á AlþingiSteingrímur J. Sigfússon, áramótagreinÓlöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði alvarlegar athugasemdir við aðkomu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra að starfslokum meðferðarheimilisins á Alþingi í gær. “Fer hann að því er virðist með tölvubréfi nokkuð ákveðið inn á verksvið annars ráðherra og hótar að setja málaflokk í gíslilngu og knýr þannig fram niðurstöðu í málinu,” sagði Ólöf sem spurði Steingrím hvort þessi vinnubrögð væru honum sæmandi? Þá spurði hún hvort leitað hefði verið álits ríkislögmanns á því hvort greiða ætti eigendum Árbótar 30 milljónir króna í bætur vegna lokunar heimilisins? Steingrímur sagði málið á forræði félagsmálaráðuneytisins. “Það var í þess höndum að taka við málinu eftir að Barnaverndarstofu og rekstaraðilum heimilsins mistókst að ná samkomulagi um lyktir mála,” sagði Steingrímur. “Barnaverndarstofa óskaði þá sjálf eftir því að félagsmálaráðuneytið yfirtæki það mál og reyndi að leiða það til lykta og það gerði síðan félagsmálaráðuneytið og það var að tillögu embættismanna og lögfræðinga þess sem gengið var til samkomulags við rekstraraðilana um uppgjör á málinu. Það var í einu og öllu farið að því sem eðlilegt var. Það er þannig með þessa samninga að í þeim er ekki ótvírætt uppsagnarákvæði heldur endurskoðunarákvæði. Þetta viðurkenndi Barnaverndarstofa í reynd með því að ganga til viðræðna við rekstraraðilina í framhaldi af því að hafa tilkynnt þeim um uppsögn í lok árs. Það náðust hins vegar ekki samningar og þá sagði Barnarverndarstofa sig frá því og vísaði því yfir til félagsmálaráðuneytisins sem eftir það fór með forræði á málinu og lagði siðan fram tillögu að lausn og tillögu að samningi sem fjármálaráðuneytið féllst á og staðfesti fyrir sína hönd. Í kjölfarið var minnisblaði dreift í ríkisstjórn sem samþykkti að ljúka málinu með þessum hætti og óska eftir fjárheimild í fjáraukalögum. Ég tel að það hafi verið eðililega unnið að þessu máli á allan hátt og í samræmi við lögheimildir og góðar stjórnsýsluvenjur.” Ráðuneytið bað um forræðiðÍ gögnum sem Fréttablaðið er með undir höndum kemur skýrt fram með hvaða hætti félagsmálaráðuneytið fékk forræði í málinu. Í tölvupósti sem Einar Njálsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, sendi Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, 24. mars segir: “Bolli (Þór Bollason, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins) ræddi við mig í morgun um málefni Árbótar. Hann vill koma skrið á málið með frumkvæði ráðuneytisins. Eins og við ræddum í símtali fyrir skömmu þarf að ganga formlega frá því gagnvart Barnaverndarstofu. Í samræmi við það samtal okkar bið ég þig að senda ráðuneytisstjóra tölvupóst þar sem þú óskar eftir því að ráðuneytið taki að sér fyrir Barnaverndarstofu að annast samninga við Árbót um lok á þjónustusamningi.” Önnur gögn sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að ráðuneytið hafði byrjað samningaferlið við eigendur Árbótar í byrjun janúar þrátt fyrir að málið væri þá formlega enn í höndum Barnaverndarstofu, sem er sjálfstæð stjórnsýslustofnun. Á Alþingi í gær sagði Steingrímur að í rekstrarsamningnum við Árbót væri ekki ótvírætt uppsagnarákvæði heldur endurskoðunarákvæði. Í samningnum segir: “Komi til ófyrirséðra breytinga, sem að mati annars eða beggja samningsaðila, raski forsendum samnings þessa, getur hvor aðili um sig óskað endurskoðunar eða uppsagnar samnings.” Steingrímur J. sagði að málið hafi aldrei verið á því stigi að það þyrfti að leita álits ríkislögmanns “því það var ekki komið upp neitt bótaálit eða annað í þeim dúr. Áhyggjur okkar hins vegar í janúarmánuði sneru að því ef þarna væri enn eina ferðina verið að stofna til verulega aukins kostnaðar vegna þess að uppbygging margra meðferðarheimila á undanförnum árum, ef menn kynna sér þá sögu, hefur ekki verið útlátalaus fyrir ríkið þar sem hvert heimilið á fætur öðrum hefur verið sett á stofn. Sum komust aldrei í rekstur áður en þeim var lokað aftur.“ Ekki sameiginlegur viljiÍ tilkynningu sem félagsmálaráðuneytið sendi frá sér í gær segir að gerð samkomulagsins hafi verið óhjákvæmileg og réttmæt. Þá hafi verið sameiginlegur vilji til þess milli Barnaverndarstofu, ráðuneytisins og rekstraraðila að semja um samningslok með greiðslum umfram það sem kveðið var um í uppsagnarákvæði þjónustusamningsins. Þetta stangast á við ítrekuð mótmæli Braga Guðbrandssonar sem hann lét reglulega í ljós við ráðuneytið á þessu ári. Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Í þeim gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum er hvergi að finna faglegan rökstuðning fyrir þeirri 30 milljóna króna greiðslu sem stjórnvöld ákváðu að greiða eigendum meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu vegna starfsloka heimilisins. Í samkomulagi um lokun Árbótar kemur fram að rekstraraðilar hafi farið fram á bætur vegn eftirstöðva skulda sem stofnað var til vegna uppbyggingar á heimilinu og vegna skemmda á húsnæðinu. Einnig var tekið fram að eigendurnir vildu bætur vegna kostnaðar við að aðlaga húsnæðið nýjum notum. Hvergi í samningnum er að finna uppgjör á þessum liðum. Einu ársreikningarnir sem lagðir voru fram voru reikingar Árbótar ehf. en á því félagi hvíldu 2,6 milljóna króna langtímaskuldir. Skuldir Bragabótar ehf., annars félags í eigu eigenda meðferðarheimilisins sem rak fasteignir Árbótar, námu hins vegar 56 milljónum króna í árslok 2009 en þá var eigið fé félagsins 37 milljónir. Það er því hvergi skýrt við hvað var miðað þegar ákveðið var að greiða eigendunum 30 milljónir króna. Alvarlegar athugasemdir á AlþingiSteingrímur J. Sigfússon, áramótagreinÓlöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði alvarlegar athugasemdir við aðkomu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra að starfslokum meðferðarheimilisins á Alþingi í gær. “Fer hann að því er virðist með tölvubréfi nokkuð ákveðið inn á verksvið annars ráðherra og hótar að setja málaflokk í gíslilngu og knýr þannig fram niðurstöðu í málinu,” sagði Ólöf sem spurði Steingrím hvort þessi vinnubrögð væru honum sæmandi? Þá spurði hún hvort leitað hefði verið álits ríkislögmanns á því hvort greiða ætti eigendum Árbótar 30 milljónir króna í bætur vegna lokunar heimilisins? Steingrímur sagði málið á forræði félagsmálaráðuneytisins. “Það var í þess höndum að taka við málinu eftir að Barnaverndarstofu og rekstaraðilum heimilsins mistókst að ná samkomulagi um lyktir mála,” sagði Steingrímur. “Barnaverndarstofa óskaði þá sjálf eftir því að félagsmálaráðuneytið yfirtæki það mál og reyndi að leiða það til lykta og það gerði síðan félagsmálaráðuneytið og það var að tillögu embættismanna og lögfræðinga þess sem gengið var til samkomulags við rekstraraðilana um uppgjör á málinu. Það var í einu og öllu farið að því sem eðlilegt var. Það er þannig með þessa samninga að í þeim er ekki ótvírætt uppsagnarákvæði heldur endurskoðunarákvæði. Þetta viðurkenndi Barnaverndarstofa í reynd með því að ganga til viðræðna við rekstraraðilina í framhaldi af því að hafa tilkynnt þeim um uppsögn í lok árs. Það náðust hins vegar ekki samningar og þá sagði Barnarverndarstofa sig frá því og vísaði því yfir til félagsmálaráðuneytisins sem eftir það fór með forræði á málinu og lagði siðan fram tillögu að lausn og tillögu að samningi sem fjármálaráðuneytið féllst á og staðfesti fyrir sína hönd. Í kjölfarið var minnisblaði dreift í ríkisstjórn sem samþykkti að ljúka málinu með þessum hætti og óska eftir fjárheimild í fjáraukalögum. Ég tel að það hafi verið eðililega unnið að þessu máli á allan hátt og í samræmi við lögheimildir og góðar stjórnsýsluvenjur.” Ráðuneytið bað um forræðiðÍ gögnum sem Fréttablaðið er með undir höndum kemur skýrt fram með hvaða hætti félagsmálaráðuneytið fékk forræði í málinu. Í tölvupósti sem Einar Njálsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, sendi Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, 24. mars segir: “Bolli (Þór Bollason, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins) ræddi við mig í morgun um málefni Árbótar. Hann vill koma skrið á málið með frumkvæði ráðuneytisins. Eins og við ræddum í símtali fyrir skömmu þarf að ganga formlega frá því gagnvart Barnaverndarstofu. Í samræmi við það samtal okkar bið ég þig að senda ráðuneytisstjóra tölvupóst þar sem þú óskar eftir því að ráðuneytið taki að sér fyrir Barnaverndarstofu að annast samninga við Árbót um lok á þjónustusamningi.” Önnur gögn sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að ráðuneytið hafði byrjað samningaferlið við eigendur Árbótar í byrjun janúar þrátt fyrir að málið væri þá formlega enn í höndum Barnaverndarstofu, sem er sjálfstæð stjórnsýslustofnun. Á Alþingi í gær sagði Steingrímur að í rekstrarsamningnum við Árbót væri ekki ótvírætt uppsagnarákvæði heldur endurskoðunarákvæði. Í samningnum segir: “Komi til ófyrirséðra breytinga, sem að mati annars eða beggja samningsaðila, raski forsendum samnings þessa, getur hvor aðili um sig óskað endurskoðunar eða uppsagnar samnings.” Steingrímur J. sagði að málið hafi aldrei verið á því stigi að það þyrfti að leita álits ríkislögmanns “því það var ekki komið upp neitt bótaálit eða annað í þeim dúr. Áhyggjur okkar hins vegar í janúarmánuði sneru að því ef þarna væri enn eina ferðina verið að stofna til verulega aukins kostnaðar vegna þess að uppbygging margra meðferðarheimila á undanförnum árum, ef menn kynna sér þá sögu, hefur ekki verið útlátalaus fyrir ríkið þar sem hvert heimilið á fætur öðrum hefur verið sett á stofn. Sum komust aldrei í rekstur áður en þeim var lokað aftur.“ Ekki sameiginlegur viljiÍ tilkynningu sem félagsmálaráðuneytið sendi frá sér í gær segir að gerð samkomulagsins hafi verið óhjákvæmileg og réttmæt. Þá hafi verið sameiginlegur vilji til þess milli Barnaverndarstofu, ráðuneytisins og rekstraraðila að semja um samningslok með greiðslum umfram það sem kveðið var um í uppsagnarákvæði þjónustusamningsins. Þetta stangast á við ítrekuð mótmæli Braga Guðbrandssonar sem hann lét reglulega í ljós við ráðuneytið á þessu ári.
Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira