Upplifði fitufordóma úr ýmsum áttum Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. september 2015 10:00 Ragnheiður M. Kristjónsdóttir Ragnheiður M. Kristjónsdóttir, þýðandi og fyrrverandi blaðamaður, var eitt sinn í yfirþyngd, en tók sig á og er nú talsvert grennri. Hún segist hafa fundið fyrir fitufordómum. Í Fréttablaðinu í dag „Einn góðan veðurdag görguðu ungir menn í bíl „fitubolla!“ á mig þar sem ég gekk í makindum mínum í Vesturbænum. Mér brá smá því mér fannst ég satt að segja bara nokkuð mikil pæja í nýjum jakka og gallabuxum,“ útskýrir Ragnheiður og heldur áfram: „Eitt sinn hitt ég gamlan félaga á djamminu sem ég hafði nýlega hitt í sjoppuferð. Hann sagði mér í óspurðum fréttum að ástæða þess að ég væri feit væri sú að ég væri of mikið í sjoppum. Þrátt fyrir þessar sögur, og nokkrar í viðbót, þá hef ég ekki oft orðið vör við opinskáa fitufordóma í minn garð heldur kannski oftar skynjað þá, eða fundist ég skynja þá. Ég hef einnig verið með fitufordóma fyrir sjálfri mér. Þess má geta að ég komst ekki í ofþyngd fyrr en á fullorðinsárum og hef eflaust aðra sögu að segja en þeir sem glímdu við ofþyngd frá unga aldri.“ Oft er talað um að of feitum séu síður boðin hærri laun, betri stöður, og þar fram eftir götunum. Heldurðu að ofþyngd sem þú glímdir við á árum áður hafi aftrað þér frá því að sækja tækifæri, til dæmis í vinnu? „Í mínu tilfelli hefur ofþyngd vafalaust aftrað mér frá því að sækja tækifæri, bæði hvað varðar vinnu og hitt kynið því mig vantaði sjálfstraustið. Mér er minnisstætt þegar ég var spurð um heilsufar mitt í atvinnuviðtali en þar sem ég var heilsuhraust kona á besta aldri gat ég ekki annað en tengt þessa spurningu við aukakílóin,“ segir Ragnheiður, hún segist þó hafa fengið sína mestu stöðuhækkun þegar hún var í talsverðri ofþyngd. „Þess má reyndar geta að ég hafði unnið þar lengi og sannað mig.“ Upplifðir þú að almennt væri skotleyfi á feita eða að fólki í kringum þig þætti óþægilegt að ræða við þig um þessi mál? „Mér fannst frekar að fólki þætti óþægilegt að ræða þessi mál við mig en það eru alltaf einhverjir sem láta allt flakka og þá gjarnan undir formerkjum „hreinskilni“. Sem betur fer hafði ég líka oft á tilfinningunni að sumu fólki væri nákvæmlega sama hvað ég væri þung. Einn maður vinkonu minnar tók ekki eftir því að ég væri búin að léttast fyrr en 20 kíló voru fokin. Það finnst mér æði,“ segir Ragnheiður og hlær. Hún segir fólk gjarnan hafa verið að gefa henni ráð, óumbeðið, þegar hún var í ofþyngd. „Ég fékk alls kyns ráð. Vinsælast var að benda manni á að fara út að ganga því það vita auðvitað allir að ekkert lætur 40–50 aukakíló hverfa hraðar en hressileg ganga. Þar sem ég stóð við kaffivélina í vinnunni benti kona ein mér góðfúslega á það að með aukinni vatnsdrykkju væri hægt að léttast um tvö kíló á ári. Ég hitti eitt sinn líkamsræktaróðan frænda minn á djamminu sem sagði mér í trúnaði að það gengi ekki fyrir mig að vera svona feit. Hann yrði bara að taka mig í strangt æfingaprógramm. Svo má auðvitað ekki gleyma gullmolanum sjálfum; hinum gullna meðalvegi. „Það eina sem þú þarft að gera er að borða minna og hreyfa þig meira,“ sem er ekki aðeins ein mesta lygi og misskilningur allra tíma, heldur frasi sem fær mig til að langa að meiða fólk. Ég hef fengið mjög margar óumbeðnar ráðleggingar en ég man þær sem betur fer ekki allar.“ Hún segist líka hafa upplifað það sterkt, bæði í ofþyngd og eftir að hún grenntist, að fólk sem sjálft hefur ekki þurft að glíma við offitu hafi oftast ekki hundsvit á því sem það leggur til málanna en hafi miklar skoðanir. Fannst þér þú vera dæmd þegar þú gekkst inn á veitingastaði eða inn í fatabúðir þegar þú varst of þung? „Mér finnst allur gangur á því en persónulega fannst mér erfiðara að fara inn á veitingastaði en í fataverslanir hvað varðar viðmót. Aftur á móti hefur oft verið alveg ferlega erfitt og leiðinlegt að kaupa sér föt – ekki síst á þeim tíma sem lítið var um verslanir með föt í stærri stærðum og sniðum sem henta feitara fólki,“ útskýrir Ragnheiður. „Svo finnst mér líka krúttlegt að segja frá því að ég lenti nokkrum sinnum í því þegar ég var í ofþyngd að ókunnugar konur komu til mín og slógu mér gullhamra fyrir klæðaburð eða útlit. Kannski hefur þeim fundist að sæta feitabollan þyrfti á því að halda. Hver sem ástæðan var þótti mér vænt um það. Annað sem ég tók nokkrum sinnum eftir er að einhverjum karlmönnum sem virtu mig ekki viðlits þegar ég var feit fannst ég mun áhugaverðari manneskja eftir að ég grenntist.“Fá lægri laun Rannsóknir sýna fylgni á milli þyngdar kvenna og stöðu þeirra á vinnumarkaði, sem ekki virðist eiga við um karla. Samkvæmt rannsókn frá Vanderbilt-háskólanum fá konur sem flokkast sem ofþungar á BMI-stuðlinum að meðaltali fimm prósent lægri tekjur en grannar samstarfskonur þeirra. Feitar konur áttu jafnframt mun erfiðara með að fá vinnu við störf sem kröfðust samskipta við viðskiptavini og voru líklegri til að vinna líkamlega erfiðisvinnu. Launamunurinn á ekki við um feita karla. Samkvæmt rannsókninni eiga feitir karlar sömu möguleika á vinnumarkaði og grannir samstarfsfélagar þeirra.NicoleEf ég móðga þig þannig að þú ákveður að grenna þig aðeins, þá get ég lifað með því,“ segir uppistandarinn og leikkonan Nicole Arbour, sem gaf út myndband á YouTube þann 3. september sem heitir Dear Fat People.Myndbandið er sex mínútur að lengd, þar sem uppistandarinn segir feitu fólki að grenna sig í löngu máli. „Ég get alveg sofið á nóttunni.“ Yfir tuttugu milljón manns hafa horft á myndbandið á Facebook-síðu hennar, en ein milljón á YouTube-síðunni. Margir hafa gefið út eigin myndbönd þar sem þeir gagnrýna orð Arbour, meðal annars Whitney Way Thore, raunveruleikasjónvarpsstjarna úr þáttunum My Big Fat Fabulous Life. Myndbandið hefur fengið mikla gagnrýni á netmiðlum, og fréttamiðlar á borð við CNN, BBC og Huffington Post fjallað ítarlega um málið. Samfélagsmiðlar vestanhafs loguðu eftir útgáfu myndbandsins og var Arbour meðal annars sökuð um að ýta undir fordóma í garð feitra. Ljóst er að Nicole Arbour hefur aldrei vakið jafn mikla athygli og nú, þrátt fyrir að hafa reynt fyrir sér í skemmtanabransanum um nokkra hríð, fyrir það að níðast á feitu fólki í sex mínútur á netinu. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Ragnheiður M. Kristjónsdóttir, þýðandi og fyrrverandi blaðamaður, var eitt sinn í yfirþyngd, en tók sig á og er nú talsvert grennri. Hún segist hafa fundið fyrir fitufordómum. Í Fréttablaðinu í dag „Einn góðan veðurdag görguðu ungir menn í bíl „fitubolla!“ á mig þar sem ég gekk í makindum mínum í Vesturbænum. Mér brá smá því mér fannst ég satt að segja bara nokkuð mikil pæja í nýjum jakka og gallabuxum,“ útskýrir Ragnheiður og heldur áfram: „Eitt sinn hitt ég gamlan félaga á djamminu sem ég hafði nýlega hitt í sjoppuferð. Hann sagði mér í óspurðum fréttum að ástæða þess að ég væri feit væri sú að ég væri of mikið í sjoppum. Þrátt fyrir þessar sögur, og nokkrar í viðbót, þá hef ég ekki oft orðið vör við opinskáa fitufordóma í minn garð heldur kannski oftar skynjað þá, eða fundist ég skynja þá. Ég hef einnig verið með fitufordóma fyrir sjálfri mér. Þess má geta að ég komst ekki í ofþyngd fyrr en á fullorðinsárum og hef eflaust aðra sögu að segja en þeir sem glímdu við ofþyngd frá unga aldri.“ Oft er talað um að of feitum séu síður boðin hærri laun, betri stöður, og þar fram eftir götunum. Heldurðu að ofþyngd sem þú glímdir við á árum áður hafi aftrað þér frá því að sækja tækifæri, til dæmis í vinnu? „Í mínu tilfelli hefur ofþyngd vafalaust aftrað mér frá því að sækja tækifæri, bæði hvað varðar vinnu og hitt kynið því mig vantaði sjálfstraustið. Mér er minnisstætt þegar ég var spurð um heilsufar mitt í atvinnuviðtali en þar sem ég var heilsuhraust kona á besta aldri gat ég ekki annað en tengt þessa spurningu við aukakílóin,“ segir Ragnheiður, hún segist þó hafa fengið sína mestu stöðuhækkun þegar hún var í talsverðri ofþyngd. „Þess má reyndar geta að ég hafði unnið þar lengi og sannað mig.“ Upplifðir þú að almennt væri skotleyfi á feita eða að fólki í kringum þig þætti óþægilegt að ræða við þig um þessi mál? „Mér fannst frekar að fólki þætti óþægilegt að ræða þessi mál við mig en það eru alltaf einhverjir sem láta allt flakka og þá gjarnan undir formerkjum „hreinskilni“. Sem betur fer hafði ég líka oft á tilfinningunni að sumu fólki væri nákvæmlega sama hvað ég væri þung. Einn maður vinkonu minnar tók ekki eftir því að ég væri búin að léttast fyrr en 20 kíló voru fokin. Það finnst mér æði,“ segir Ragnheiður og hlær. Hún segir fólk gjarnan hafa verið að gefa henni ráð, óumbeðið, þegar hún var í ofþyngd. „Ég fékk alls kyns ráð. Vinsælast var að benda manni á að fara út að ganga því það vita auðvitað allir að ekkert lætur 40–50 aukakíló hverfa hraðar en hressileg ganga. Þar sem ég stóð við kaffivélina í vinnunni benti kona ein mér góðfúslega á það að með aukinni vatnsdrykkju væri hægt að léttast um tvö kíló á ári. Ég hitti eitt sinn líkamsræktaróðan frænda minn á djamminu sem sagði mér í trúnaði að það gengi ekki fyrir mig að vera svona feit. Hann yrði bara að taka mig í strangt æfingaprógramm. Svo má auðvitað ekki gleyma gullmolanum sjálfum; hinum gullna meðalvegi. „Það eina sem þú þarft að gera er að borða minna og hreyfa þig meira,“ sem er ekki aðeins ein mesta lygi og misskilningur allra tíma, heldur frasi sem fær mig til að langa að meiða fólk. Ég hef fengið mjög margar óumbeðnar ráðleggingar en ég man þær sem betur fer ekki allar.“ Hún segist líka hafa upplifað það sterkt, bæði í ofþyngd og eftir að hún grenntist, að fólk sem sjálft hefur ekki þurft að glíma við offitu hafi oftast ekki hundsvit á því sem það leggur til málanna en hafi miklar skoðanir. Fannst þér þú vera dæmd þegar þú gekkst inn á veitingastaði eða inn í fatabúðir þegar þú varst of þung? „Mér finnst allur gangur á því en persónulega fannst mér erfiðara að fara inn á veitingastaði en í fataverslanir hvað varðar viðmót. Aftur á móti hefur oft verið alveg ferlega erfitt og leiðinlegt að kaupa sér föt – ekki síst á þeim tíma sem lítið var um verslanir með föt í stærri stærðum og sniðum sem henta feitara fólki,“ útskýrir Ragnheiður. „Svo finnst mér líka krúttlegt að segja frá því að ég lenti nokkrum sinnum í því þegar ég var í ofþyngd að ókunnugar konur komu til mín og slógu mér gullhamra fyrir klæðaburð eða útlit. Kannski hefur þeim fundist að sæta feitabollan þyrfti á því að halda. Hver sem ástæðan var þótti mér vænt um það. Annað sem ég tók nokkrum sinnum eftir er að einhverjum karlmönnum sem virtu mig ekki viðlits þegar ég var feit fannst ég mun áhugaverðari manneskja eftir að ég grenntist.“Fá lægri laun Rannsóknir sýna fylgni á milli þyngdar kvenna og stöðu þeirra á vinnumarkaði, sem ekki virðist eiga við um karla. Samkvæmt rannsókn frá Vanderbilt-háskólanum fá konur sem flokkast sem ofþungar á BMI-stuðlinum að meðaltali fimm prósent lægri tekjur en grannar samstarfskonur þeirra. Feitar konur áttu jafnframt mun erfiðara með að fá vinnu við störf sem kröfðust samskipta við viðskiptavini og voru líklegri til að vinna líkamlega erfiðisvinnu. Launamunurinn á ekki við um feita karla. Samkvæmt rannsókninni eiga feitir karlar sömu möguleika á vinnumarkaði og grannir samstarfsfélagar þeirra.NicoleEf ég móðga þig þannig að þú ákveður að grenna þig aðeins, þá get ég lifað með því,“ segir uppistandarinn og leikkonan Nicole Arbour, sem gaf út myndband á YouTube þann 3. september sem heitir Dear Fat People.Myndbandið er sex mínútur að lengd, þar sem uppistandarinn segir feitu fólki að grenna sig í löngu máli. „Ég get alveg sofið á nóttunni.“ Yfir tuttugu milljón manns hafa horft á myndbandið á Facebook-síðu hennar, en ein milljón á YouTube-síðunni. Margir hafa gefið út eigin myndbönd þar sem þeir gagnrýna orð Arbour, meðal annars Whitney Way Thore, raunveruleikasjónvarpsstjarna úr þáttunum My Big Fat Fabulous Life. Myndbandið hefur fengið mikla gagnrýni á netmiðlum, og fréttamiðlar á borð við CNN, BBC og Huffington Post fjallað ítarlega um málið. Samfélagsmiðlar vestanhafs loguðu eftir útgáfu myndbandsins og var Arbour meðal annars sökuð um að ýta undir fordóma í garð feitra. Ljóst er að Nicole Arbour hefur aldrei vakið jafn mikla athygli og nú, þrátt fyrir að hafa reynt fyrir sér í skemmtanabransanum um nokkra hríð, fyrir það að níðast á feitu fólki í sex mínútur á netinu.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira