Uppnefndur þjófur að ósekju Hilmar Hallbjörnsson skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Á síðastliðnum dögum hafa SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, verið með harkalega auglýsingaherferð í Fréttablaðinu. Auglýsingarnar hafa verið á þann veg að birt er mynd af skúrki, fyrst af manni sem þeir kölluðu Yuri og er líklega rússneskur og síðan af Brad, en hann er líklega bandarískur, og undir er texti sem segir að þeir séu að aðstoða Íslendinga við að brjóta lög og rétthafar myndefnis fái ekki greitt það sem þeir eigi að fá greitt. Leitt er að því að þeir sem noti þjónustur á borð við Netflix og erlenda hluta iTunes búðarinnar séu að brjóta lög. En þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvaða lög er verið að brjóta? Ég er því miður ekki lögfróður maður, en það sem ég tek út úr auglýsingunni er að vesalings rétthafarnir fái ekki lengur aurinn sem „þeir eiga rétt á". Málið er að auglýsingunum er líka ætlað (að mér sjálfum finnst) að fá fólk til að setja samhengi á milli þessa lagabrots og þess að stela myndefni og tónlist af netinu. En þarna er grundvallarmunur á. Svo ég minnist nú ekki á rasismann sem í auglýsingunum liggur. Þeir sem kaupa þjónustu af Netflix og Apple eru nefnilega ekki að stela neinu. Þeir eru klárlega að greiða fyrir efnið, og greiða það sama og aðrir greiða (þ.e. aðrir í sama landi, oftast Bandaríkjunum). Eigendur myndefnisins og tónlistarinnar hafa samþykkt þessar veitur sem löggilta söluaðila og því er klárt að ekki er verið að snuða þá sem framleiddu efnið. Þá eru „rétthafarnir" eftir, þeir sem kaupa rétt til dreifingar á efninu innan ákveðins lands. Ég geri mér alveg grein fyrir að þeir hafa greitt fyrir að fá að dreifa efninu og auðvitað vilja þeir ekki fá ólöglegt efni hingað til lands, en ég get ekki skilið hvernig hægt er að túlka þetta sem ólöglegt efni. Það eru mörg fyrirtæki sem hafa einkaumboð á hinum og þessum vörum hér á landi en enginn talar um lögbrot ef farið er til annars lands og varan keypt þar og síðan flutt til landsins. Hver er munurinn á svörtum kassa og stafrænu efni í þessum skilningi? Og af hverju, árið 2012, á ég að bíða eftir því í eitt og hálft ár (þátturinn Detroit 1-8-7, sem nú er nýfarinn að rúlla á RÚV) að einhverjum „þóknist" að sýna mér efnið, þegar það stendur mér til boða á stafrænu formi gegn greiðslu úti í heimi? Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að SMÁÍS og önnur rétthafasamtök eru á miklum villigötum þegar kemur að málflutningi og málatilbúnaði. Þeir ættu að hætta að standa í sífelldum ákærum og klögun gegn nýrri tækni og reyna frekar að vinna með henni. Lögfræðin hefur orðið út undan þegar kemur að stafrænu frelsi og stafrænum rétti og ættu þeir frekar að einsetja sér að berjast fyrir breyttu lagaumhverfi heldur en að þjófkenna annan hvern aðila á Íslandi sem á spjaldtölvu. Það eru langflestir búnir að átta sig á því að þjófnaður á stafrænu efni fer fram á torrent-síðum og öðrum skráarveitum, en það er EKKI þjófnaður að versla við aðila utan Íslands sem hafa fullgild leyfi frá eigendum efnisins til að áframselja það. Komið með okkur hinum inn í framtíðina, því annars skiljum við ykkur bara eftir. (Mér til stuðnings bendi ég ykkur á að kynna ykkur hvernig fór fyrir Blockbuster-myndbandaleigukeðjunni. Netflix gróf þá í kaf á tveimur árum með ódýrari og betri þjónustu.) Og að endingu: Ég kæri mig ekki um að vera kallaður þjófur að ósekju! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum dögum hafa SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, verið með harkalega auglýsingaherferð í Fréttablaðinu. Auglýsingarnar hafa verið á þann veg að birt er mynd af skúrki, fyrst af manni sem þeir kölluðu Yuri og er líklega rússneskur og síðan af Brad, en hann er líklega bandarískur, og undir er texti sem segir að þeir séu að aðstoða Íslendinga við að brjóta lög og rétthafar myndefnis fái ekki greitt það sem þeir eigi að fá greitt. Leitt er að því að þeir sem noti þjónustur á borð við Netflix og erlenda hluta iTunes búðarinnar séu að brjóta lög. En þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvaða lög er verið að brjóta? Ég er því miður ekki lögfróður maður, en það sem ég tek út úr auglýsingunni er að vesalings rétthafarnir fái ekki lengur aurinn sem „þeir eiga rétt á". Málið er að auglýsingunum er líka ætlað (að mér sjálfum finnst) að fá fólk til að setja samhengi á milli þessa lagabrots og þess að stela myndefni og tónlist af netinu. En þarna er grundvallarmunur á. Svo ég minnist nú ekki á rasismann sem í auglýsingunum liggur. Þeir sem kaupa þjónustu af Netflix og Apple eru nefnilega ekki að stela neinu. Þeir eru klárlega að greiða fyrir efnið, og greiða það sama og aðrir greiða (þ.e. aðrir í sama landi, oftast Bandaríkjunum). Eigendur myndefnisins og tónlistarinnar hafa samþykkt þessar veitur sem löggilta söluaðila og því er klárt að ekki er verið að snuða þá sem framleiddu efnið. Þá eru „rétthafarnir" eftir, þeir sem kaupa rétt til dreifingar á efninu innan ákveðins lands. Ég geri mér alveg grein fyrir að þeir hafa greitt fyrir að fá að dreifa efninu og auðvitað vilja þeir ekki fá ólöglegt efni hingað til lands, en ég get ekki skilið hvernig hægt er að túlka þetta sem ólöglegt efni. Það eru mörg fyrirtæki sem hafa einkaumboð á hinum og þessum vörum hér á landi en enginn talar um lögbrot ef farið er til annars lands og varan keypt þar og síðan flutt til landsins. Hver er munurinn á svörtum kassa og stafrænu efni í þessum skilningi? Og af hverju, árið 2012, á ég að bíða eftir því í eitt og hálft ár (þátturinn Detroit 1-8-7, sem nú er nýfarinn að rúlla á RÚV) að einhverjum „þóknist" að sýna mér efnið, þegar það stendur mér til boða á stafrænu formi gegn greiðslu úti í heimi? Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að SMÁÍS og önnur rétthafasamtök eru á miklum villigötum þegar kemur að málflutningi og málatilbúnaði. Þeir ættu að hætta að standa í sífelldum ákærum og klögun gegn nýrri tækni og reyna frekar að vinna með henni. Lögfræðin hefur orðið út undan þegar kemur að stafrænu frelsi og stafrænum rétti og ættu þeir frekar að einsetja sér að berjast fyrir breyttu lagaumhverfi heldur en að þjófkenna annan hvern aðila á Íslandi sem á spjaldtölvu. Það eru langflestir búnir að átta sig á því að þjófnaður á stafrænu efni fer fram á torrent-síðum og öðrum skráarveitum, en það er EKKI þjófnaður að versla við aðila utan Íslands sem hafa fullgild leyfi frá eigendum efnisins til að áframselja það. Komið með okkur hinum inn í framtíðina, því annars skiljum við ykkur bara eftir. (Mér til stuðnings bendi ég ykkur á að kynna ykkur hvernig fór fyrir Blockbuster-myndbandaleigukeðjunni. Netflix gróf þá í kaf á tveimur árum með ódýrari og betri þjónustu.) Og að endingu: Ég kæri mig ekki um að vera kallaður þjófur að ósekju!
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun