Innlent

Uppsagnir hjá Ratsjárstofnun

Vegna aukinnar sjálfvirkni í rekstri ratsjárstöðva Ratsjárstofnunar verður 31 tæknimanni sagt upp störfum frá og með 1. apríl en sautján boðin endurráðning. Mannaðar sólarhringsvaktir leggjast af á Stokksnesi, Bolafjalli og Gunnólfsvíkurfjalli og verður stöðvunum fjarstýrt frá ratsjárstöðinni á Miðnesheiði. Ólafur Örn Haraldsson, forstjóri Ratsjárstofnunar, segir að uppsagnirnar taki til allra stöðvanna fjögurra en þrír af þeim fjórtán sem boðin var endurráðning muni flytja búferlum og hefja störf á Miðnesheiði. "Það er erfitt fyrir starfsmennina og stofnunina að ganga í gegnum þessar aðgerðir en undan þeim varð ekki vikið," segir Ólafur Örn. "Starfsmennirnir hafa sex mánaða uppsagnarfrest en auk þess mun stofnunin greiða þeim sem missa vinnuna einn mánuð án vinnuskyldu og 250 þúsund krónur sem þeir geta nýtt til endurmenntunar. Þurfi starfsmenn sem sagt verður upp að flytjast búferlum vegna annarrar vinnu mun Ratsjárstofnun greiða allan flutningskostnað."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×