Innlent

Úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness.
Fjórir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. mars næstkomandi vegna rannsóknar, sem snýr að skipulagðri glæpastarfssemi, líkamsmeiðingum, hótunum, innbrotum, peningaþvætti og þjófnuðum.

Kona sem einnig var handtekin, hefur verið látin laus, en ekki liggur fyrir hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir tveimur karlmönnum til viðbótar, sem handteknir voru síðdegis. Grunaðir höfuðpaurar málsins eru þeir Börkur Birgisson og Annþór Karlsson. Báðir hafa verið dæmdir fyrir alvarleg ofbeldisbrot áður.

Mennirnir kunnu illa við myndatökumenn sjónvarpsstöðvanna sem mynduðu þá niðri í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Einhverjir þeirra hræktu meðal annars á tökumann Stöðvar 2.

Allir mennirnir tengjast þekktum glæpagengjum. Lögreglan fór í átta húsleitir í gærmorgun og í þeim var meðal annars lagt hald á fíkniefni og meint þýfi.


Tengdar fréttir

Hafði í hótunum við starfsfólk 365 - tveir til viðbótar í gæsluvarðhald

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að leggja fram kröfu um gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum til viðbótar í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi, en mennirnir voru handteknir í gær. Fjórir menn hafa þegar verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, líkt og fram kom í tilkynningu lögreglunnar í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×