Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar sem fer fram á laugardaginn verður sýndur í hágæða þrívídd í Smárabíó. Þetta er í fyrsta skiptið á Íslandi sem slík útsending fer fram. Það er Smárabíó sem stendur yfir útsendingunni í samstarfi við Stöð 2 Sport.
„Hinum fjölmörgu knattspyrnuáhugamönnum hérlendis gefst hér tækifæri til að upplifa nýja vídd í leiknum og sjá knattspyrnuleik eins og hann hefur ekki sést áður. Og þvílíkur leikur til að byrja á,“ segir í tilkynningu. Það eru Manchester United og Barcelona sem etja kappi á laugardaginn.
Leikurinn hefst klukkan 18:30 og mun Smárabíó opna klukkan 16. Barinn verður opinn og verður leikurinn sýndur í sal 1 en aðeins 400 miðar eru í boði.
Þeir sem eru vinir Smárabíós á Facebook geta átt möguleika á því að vinna miða á leikinn í vikunni.
Úrslitaleikurinn sýndur í 3D í Smárabíó
