Utan vallar: Krabbamein fótboltans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2011 11:30 Joey Barton, leikmaður Newcastle, liggur "sárþjáður” í grasinu eftir að andstæðingur kom við andlit hans. Það er algengt að sjá leikmenn gera meira úr meiðslum sínum en tilefni er til. Mynd/Nordic Photos/Getty Helsta vandamál knattspyrnunnar í dag er leikaraskapur. Óheiðarlegir knattspyrnumenn sem reyna að svindla á vellinum. Vandamálið hefur vaxið mikið á síðustu árum og nú er svo komið að leikaraskapur er orðinn helsta krabbamein fótboltans. Nú síðast kom upp atvik í leik Víkings og FH þar sem framherji Víkings gerði sig sekan um fádæma leikaraskap og það ekki bara einu sinni heldur tvisvar á aðeins nokkrum sekúndum. Leikmaður FH gerði sig aftur á móti sekan um afar heimskulega hegðun. Um það verður ekki deilt. FH-ingurinn fór fyrir vikið í tveggja leikja bann en svindlarinn sleppur með skrekkinn. Það er eitthvað verulega rangt við þessa mynd. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt kemur upp í sumar. Meðal annars varð einn leikmaður FH uppvís að svindli í sumar, þar sem hann blekkti dómarann viljandi. Sami leikmaður hefur síðan hraunað yfir dómara í sumar fyrir að standa ekki sína plikt. Dómurum er vorkunn á meðan óheiðarlegir leikmenn reyna að villa um fyrir þeim og gera erfitt starf enn erfiðara. Engin refsing fyrir svindlaraÞó svo að ég hafi aðeins tínt til þessi atvik eru svo sannarlega fleiri leikmenn í efstu deild á Íslandi með svarta samvisku. Enginn þeirra hefur þurft að sæta refsingu fyrir svindlið. Ég er ekki einn um að vera kominn með algjörlega upp í kok af þessum óheilindum knattspyrnumanna. Ástandið er að mínu mati orðið svo slæmt að átak þarf til innan hreyfingarinnar svo hægt sé að losa þessa fallegu íþrótt við krabbameinið. Þar þurfa bæði félögin og KSÍ að koma að málum. KSÍ þarf að endurskoða regluverk sitt svo komi megi böndum yfir svindlarana. Það gengur ekki að þeir sleppi alltaf. KSÍ þarf að nýta sér myndbandsupptökur og refsa svindlurunum grimmilega. Að öðrum kosti hætta menn ekki. KSÍ er í heljarinnar krossferð gegn munntóbaksnotkun með þeim formerkjum að leikmenn séu fyrirmyndir og líklegt sé að ungviðið api ósiðinn upp eftir þeim. Ekkert er nema gott og blessað um það átak að segja. Betur má ef duga skal og nú vil ég sjá alvöru átak gegn svindli. Á ekki að vera hluti af leiknumVið fjölmiðlamenn þurfum einnig að líta í eigin barm og vera óhræddari við að gagnrýna svindlarana og láta þá svara til saka fyrir gjörðir sínar. Leikaraskapurinn er orðinn það stór hluti af leiknum að fjölmiðlamenn hafa jafnvel fallið í þá gryfju að hrósa svindlurunum fyrir klókindi. Það er algjörlega ólíðandi en segir ansi margt um hversu alvarlegt vandamálið er. Menn eru farnir að viðurkenna þessa hegðun sem hluta af leiknum í stað þess að berjast gegn henni. Á meðan KSÍ tekur ekki á svindlurunum væri gaman að sjá félögin setja sér sínar eigin siðareglur og bregðast við svindli sinna leikmanna með refsingum. Leikmanna sem eru fyrirmyndir yngri leikmanna félagsins. Það er nógu slæmt að ungviðið þurfi að horfa upp á Ronaldo og félaga velta sér upp úr grasinu og skæla við minnstu snertingu eða jafnvel enga. Hinar íslensku fyrirmyndir þurfa ekki að fara sömu leið. Það sem ungur nemur…Ef leikmenn halda áfram að svindla er ansi líklegt að ungviðið api upp eftir þeim ósiðinn og þá mun svindlið verða eðlilegur hluti af leik ungra knattspyrnumanna. Þá fyrst er íslensk knattspyrna komin í stórkostleg vandræði. Átaks er þörf og einnig er þörf á hugarfarsbreytingu hjá öllum þeim sem að knattspyrnunni koma. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Helsta vandamál knattspyrnunnar í dag er leikaraskapur. Óheiðarlegir knattspyrnumenn sem reyna að svindla á vellinum. Vandamálið hefur vaxið mikið á síðustu árum og nú er svo komið að leikaraskapur er orðinn helsta krabbamein fótboltans. Nú síðast kom upp atvik í leik Víkings og FH þar sem framherji Víkings gerði sig sekan um fádæma leikaraskap og það ekki bara einu sinni heldur tvisvar á aðeins nokkrum sekúndum. Leikmaður FH gerði sig aftur á móti sekan um afar heimskulega hegðun. Um það verður ekki deilt. FH-ingurinn fór fyrir vikið í tveggja leikja bann en svindlarinn sleppur með skrekkinn. Það er eitthvað verulega rangt við þessa mynd. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt kemur upp í sumar. Meðal annars varð einn leikmaður FH uppvís að svindli í sumar, þar sem hann blekkti dómarann viljandi. Sami leikmaður hefur síðan hraunað yfir dómara í sumar fyrir að standa ekki sína plikt. Dómurum er vorkunn á meðan óheiðarlegir leikmenn reyna að villa um fyrir þeim og gera erfitt starf enn erfiðara. Engin refsing fyrir svindlaraÞó svo að ég hafi aðeins tínt til þessi atvik eru svo sannarlega fleiri leikmenn í efstu deild á Íslandi með svarta samvisku. Enginn þeirra hefur þurft að sæta refsingu fyrir svindlið. Ég er ekki einn um að vera kominn með algjörlega upp í kok af þessum óheilindum knattspyrnumanna. Ástandið er að mínu mati orðið svo slæmt að átak þarf til innan hreyfingarinnar svo hægt sé að losa þessa fallegu íþrótt við krabbameinið. Þar þurfa bæði félögin og KSÍ að koma að málum. KSÍ þarf að endurskoða regluverk sitt svo komi megi böndum yfir svindlarana. Það gengur ekki að þeir sleppi alltaf. KSÍ þarf að nýta sér myndbandsupptökur og refsa svindlurunum grimmilega. Að öðrum kosti hætta menn ekki. KSÍ er í heljarinnar krossferð gegn munntóbaksnotkun með þeim formerkjum að leikmenn séu fyrirmyndir og líklegt sé að ungviðið api ósiðinn upp eftir þeim. Ekkert er nema gott og blessað um það átak að segja. Betur má ef duga skal og nú vil ég sjá alvöru átak gegn svindli. Á ekki að vera hluti af leiknumVið fjölmiðlamenn þurfum einnig að líta í eigin barm og vera óhræddari við að gagnrýna svindlarana og láta þá svara til saka fyrir gjörðir sínar. Leikaraskapurinn er orðinn það stór hluti af leiknum að fjölmiðlamenn hafa jafnvel fallið í þá gryfju að hrósa svindlurunum fyrir klókindi. Það er algjörlega ólíðandi en segir ansi margt um hversu alvarlegt vandamálið er. Menn eru farnir að viðurkenna þessa hegðun sem hluta af leiknum í stað þess að berjast gegn henni. Á meðan KSÍ tekur ekki á svindlurunum væri gaman að sjá félögin setja sér sínar eigin siðareglur og bregðast við svindli sinna leikmanna með refsingum. Leikmanna sem eru fyrirmyndir yngri leikmanna félagsins. Það er nógu slæmt að ungviðið þurfi að horfa upp á Ronaldo og félaga velta sér upp úr grasinu og skæla við minnstu snertingu eða jafnvel enga. Hinar íslensku fyrirmyndir þurfa ekki að fara sömu leið. Það sem ungur nemur…Ef leikmenn halda áfram að svindla er ansi líklegt að ungviðið api upp eftir þeim ósiðinn og þá mun svindlið verða eðlilegur hluti af leik ungra knattspyrnumanna. Þá fyrst er íslensk knattspyrna komin í stórkostleg vandræði. Átaks er þörf og einnig er þörf á hugarfarsbreytingu hjá öllum þeim sem að knattspyrnunni koma.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira