Útilokar ekki slit á samningi við Moskvu Haraldur Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2013 12:47 Dagur B. Eggertsson segir tillögu borgarráðs gera ráð fyrir samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. „Við útilokum alls ekki að til þess geti komið að við slítum samstarfssamningi Reykjavíkurborgar við Moskvu,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, um tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra um endurskoðun á samningnum. Borgarráð samþykkti tillöguna einróma á fundi sínum í gær. Dagur segir tillöguna eiga rætur að rekja til bréfs sem Jón Gnarr sendi borgarstjóra Moskvu þar sem hann lýsti áhyggjum sínum á stöðu mannréttindamála í Rússlandi og nýrri löggjöf sem bannar samkynhneigð og því sem kallað hefur verið áróður fyrir samkynhneigð. Bréfinu var aldrei svarað og því var áðurnefnd tillaga að sögn Dags rökrétt framhald. „Tillagan gerir ráð fyrir samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. Ég hef rætt við samtökin í sumar og beðið þau að vera í sambandi við systrasamtök sín í Moskvu því við viljum með þessu styrkja baráttu og málstað samkynhneigðra í Rússlandi. Mannréttindi hafa lengi verið áherslumál hjá Reykjavíkurborg og þegar svona er komið, að venjulegt fólk getur ekki verið óhult á götum úti í sinni eigin borg eða sem ferðamenn, þá er einfaldlega ekki hægt að sitja þegjandi hjá. Það er allavega afstaða borgarráðs,“ segir Dagur B. Eggertsson. Tengdar fréttir Borgarráð samþykkir að endurskoða samstarf við Moskvu Borgarráð samþykkti í gær tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að settar verði fram tillögur að breytingum eða uppsögn á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Borgarstjóri vill að þetta verði gert í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað síðustu misserin í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Tillagan var samþykkt og verður borgarlögmanni, mannréttindaskrifstou, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. 23. ágúst 2013 08:36 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
„Við útilokum alls ekki að til þess geti komið að við slítum samstarfssamningi Reykjavíkurborgar við Moskvu,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, um tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra um endurskoðun á samningnum. Borgarráð samþykkti tillöguna einróma á fundi sínum í gær. Dagur segir tillöguna eiga rætur að rekja til bréfs sem Jón Gnarr sendi borgarstjóra Moskvu þar sem hann lýsti áhyggjum sínum á stöðu mannréttindamála í Rússlandi og nýrri löggjöf sem bannar samkynhneigð og því sem kallað hefur verið áróður fyrir samkynhneigð. Bréfinu var aldrei svarað og því var áðurnefnd tillaga að sögn Dags rökrétt framhald. „Tillagan gerir ráð fyrir samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. Ég hef rætt við samtökin í sumar og beðið þau að vera í sambandi við systrasamtök sín í Moskvu því við viljum með þessu styrkja baráttu og málstað samkynhneigðra í Rússlandi. Mannréttindi hafa lengi verið áherslumál hjá Reykjavíkurborg og þegar svona er komið, að venjulegt fólk getur ekki verið óhult á götum úti í sinni eigin borg eða sem ferðamenn, þá er einfaldlega ekki hægt að sitja þegjandi hjá. Það er allavega afstaða borgarráðs,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Tengdar fréttir Borgarráð samþykkir að endurskoða samstarf við Moskvu Borgarráð samþykkti í gær tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að settar verði fram tillögur að breytingum eða uppsögn á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Borgarstjóri vill að þetta verði gert í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað síðustu misserin í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Tillagan var samþykkt og verður borgarlögmanni, mannréttindaskrifstou, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. 23. ágúst 2013 08:36 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Borgarráð samþykkir að endurskoða samstarf við Moskvu Borgarráð samþykkti í gær tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að settar verði fram tillögur að breytingum eða uppsögn á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Borgarstjóri vill að þetta verði gert í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað síðustu misserin í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Tillagan var samþykkt og verður borgarlögmanni, mannréttindaskrifstou, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. 23. ágúst 2013 08:36