Útlendingar borga meira fyrir innanlandsflug Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2014 13:38 Skjáskot af íslenskuhluta vefsíðunnar. Sláandi munur er á verðlagningu hjá flugfélaginu Erni eftir því hvort Íslendingar eða enskumælandi viðskiptavinir eiga í hlut en í mörgum tilfellum hleypur verðmunurinn á tugum prósenta. RÚV sagði fyrst frá. Flugfélagið heldur úti tveimur útgáfum af vefsíðu sinni, annarri á íslensku og hinni á ensku og hleypur verðmunurinn á milli útgáfnanna oft á tugum prósenta. Þeim sem panta á íslensku síðunni bjóðast einnig nettilboð og eiga því kost á talsvert ódýrara flugi, en það býðst ekki á ensku síðunni. Vísir ákvað að kanna málið og keypti miða fyrir einn fullorðinn á Höfn í Hornafirði og miða aftur til Reykjavíkur fjórum dögum síðar. Þegar miðarnir voru keyptir á íslenska hluta síðunnar kostuðu þeir 41.800 krónur en þegar tungumáli vefsetursins var snarað yfir á ensku höfðu þeir hækkað í 367 evrur, eða 56.800 krónur. Munurinn er rúm 35 prósent. „Í sjálfu sér er þetta ekki með ráðum gert,“ segir Hörður Guðmundsson forstjóri Ernis í samtali við Vísi. „Málið er það að verð í erlendum gjaldmiðli hafa ekki breyst síðan fyrir hrun, það er í einhver sjö ár eða svo. Það var þegar dollarinn var í kringum 60 krónur og evran kostaði um 80. Verðin hjá okkur í evrum talið hafa því líklega lækkað ef eitthvað er,“ segir Hörður. Hörður segir að honum þyki þó ekki óeðlilegt í sjálfu sér að erlendir ferðamenn greiði hærra verð en íslenskir farþegar fyrir flug innanlands. Ríkið vilji halda uppi almenningssamgöngum á minni áfangastaði og niðurgreiðir ferðir fyrir íbúa landsbyggðarinnar svo að þeir geti sótt sér vörur og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstyrkurinn sé greiddur úr vasa skattgreiðenda og því sjái hann ekki ástæðu til að skattfé landsmanna sé notað í að niðurgreiða fargjöld fyrir erlenda aðila. Hann bætir við að erlendir ferðamenn kaupi „sárasjaldan“ flugmiða beint af Erni, flestir þeirra hafa keypt svokölluð pakkatilboð af ferðaskrifstofum sem flugfélagið hefur gert samning við. „Við vitum hvaða verð við erum að bjóða ferðaskrifstofunum en í raun ekki hugmynd um hvað þær eru að græða á ferðamönnunum.“ „Ég tel enga mismunun vera í okkar dæmi hvað varðar verðleggingar til útlendinga enda er þeim frjálst að kaupa sér miða í gegnum íslenska hluta síðunnar eða hringja í söluverið okkar.“ Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Sláandi munur er á verðlagningu hjá flugfélaginu Erni eftir því hvort Íslendingar eða enskumælandi viðskiptavinir eiga í hlut en í mörgum tilfellum hleypur verðmunurinn á tugum prósenta. RÚV sagði fyrst frá. Flugfélagið heldur úti tveimur útgáfum af vefsíðu sinni, annarri á íslensku og hinni á ensku og hleypur verðmunurinn á milli útgáfnanna oft á tugum prósenta. Þeim sem panta á íslensku síðunni bjóðast einnig nettilboð og eiga því kost á talsvert ódýrara flugi, en það býðst ekki á ensku síðunni. Vísir ákvað að kanna málið og keypti miða fyrir einn fullorðinn á Höfn í Hornafirði og miða aftur til Reykjavíkur fjórum dögum síðar. Þegar miðarnir voru keyptir á íslenska hluta síðunnar kostuðu þeir 41.800 krónur en þegar tungumáli vefsetursins var snarað yfir á ensku höfðu þeir hækkað í 367 evrur, eða 56.800 krónur. Munurinn er rúm 35 prósent. „Í sjálfu sér er þetta ekki með ráðum gert,“ segir Hörður Guðmundsson forstjóri Ernis í samtali við Vísi. „Málið er það að verð í erlendum gjaldmiðli hafa ekki breyst síðan fyrir hrun, það er í einhver sjö ár eða svo. Það var þegar dollarinn var í kringum 60 krónur og evran kostaði um 80. Verðin hjá okkur í evrum talið hafa því líklega lækkað ef eitthvað er,“ segir Hörður. Hörður segir að honum þyki þó ekki óeðlilegt í sjálfu sér að erlendir ferðamenn greiði hærra verð en íslenskir farþegar fyrir flug innanlands. Ríkið vilji halda uppi almenningssamgöngum á minni áfangastaði og niðurgreiðir ferðir fyrir íbúa landsbyggðarinnar svo að þeir geti sótt sér vörur og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstyrkurinn sé greiddur úr vasa skattgreiðenda og því sjái hann ekki ástæðu til að skattfé landsmanna sé notað í að niðurgreiða fargjöld fyrir erlenda aðila. Hann bætir við að erlendir ferðamenn kaupi „sárasjaldan“ flugmiða beint af Erni, flestir þeirra hafa keypt svokölluð pakkatilboð af ferðaskrifstofum sem flugfélagið hefur gert samning við. „Við vitum hvaða verð við erum að bjóða ferðaskrifstofunum en í raun ekki hugmynd um hvað þær eru að græða á ferðamönnunum.“ „Ég tel enga mismunun vera í okkar dæmi hvað varðar verðleggingar til útlendinga enda er þeim frjálst að kaupa sér miða í gegnum íslenska hluta síðunnar eða hringja í söluverið okkar.“
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira