Útlendingar gefa skít í Selfoss Jakob Bjarnar skrifar 30. júlí 2013 13:48 Bílstjóri farþegarútu gerði sér lítið fyrir og tæmdi úr kamri rútunnar innan bæjarmarka Selfyssinga - sem kunna honum litlar þakkir. Ragnar Sigurjónsson má sjá til vinstri. Segja má að útlendingar gefi skít í Selfoss, í orðsins fyllstu merkingu, en bílstjóri rútu sem fór þar um með erlenda ferðamenn, gerði sér lítið fyrir og tæmdi kamarinn í vegkant skammt frá gámasvæði Selfyssinga. Rétt áður en gámasvæðinu á Selfossi var lokað í gær klukkan sex fékk Ragnar Sigurjónsson, umsjónarmaður svæðisins, fréttir af því að stór rúta hefði komið að hlið svæðisins og þar hefði rútubílstjórinn sýnt ótrúlegan dónaskap með framferði sínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður náði tali af Ragnari, en honum var verulega brugðið. „Ég var ekkert að spá neitt sérstaklega í það af því hún hafði snúið við, bakkaði þarna eitthvað niður eftir og ég hélt í fyrstu að þetta væri einhver æfingarakstur eða eitthvað svoleiðis. En, svo skömmu síðar kemur maður þarna niður eftir, sem var að henda þarna rusli og segir við mig: Veistu hvað rútan var að gera þarna niður frá? - Ég sagði, nei, ég hef ekki hugmynd um það. - Hann var bara að sturta úr klósettinu þarna við veginn hjá þér. - Ha? Var hann að gera það? - Jájá, hann bara var bara að sturta. Af því þegar maður er einn á svæðinu getur maður ekkert farið í burtu, það er það mikil traffík. En, þegar ég lokaði kíkti ég yfir þetta. Og það var nú sóðlegt um að lítast,“ segir Ragnar. Rútan var erlend og fór svo beint á Hótel Selfoss þar sem farþegarnir og rútubílstjórinn dvöldu í nótt. Magnús hefur eftir Ragnari að hann skilji ekki framferði bílstjórans: „Mér finnst einhvern veginn eins og það sé verið að gefa skít í okkur. Mér finnst þetta frekar slappt og dónalegt. Þetta á ekki að þekkjast nú til dags, svona vinnubrögð. Frekar dapurlegt að þetta skuli gerast í dag og fyrir framan alla. Ég skil þetta bara ekki almennilega.“ Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Segja má að útlendingar gefi skít í Selfoss, í orðsins fyllstu merkingu, en bílstjóri rútu sem fór þar um með erlenda ferðamenn, gerði sér lítið fyrir og tæmdi kamarinn í vegkant skammt frá gámasvæði Selfyssinga. Rétt áður en gámasvæðinu á Selfossi var lokað í gær klukkan sex fékk Ragnar Sigurjónsson, umsjónarmaður svæðisins, fréttir af því að stór rúta hefði komið að hlið svæðisins og þar hefði rútubílstjórinn sýnt ótrúlegan dónaskap með framferði sínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður náði tali af Ragnari, en honum var verulega brugðið. „Ég var ekkert að spá neitt sérstaklega í það af því hún hafði snúið við, bakkaði þarna eitthvað niður eftir og ég hélt í fyrstu að þetta væri einhver æfingarakstur eða eitthvað svoleiðis. En, svo skömmu síðar kemur maður þarna niður eftir, sem var að henda þarna rusli og segir við mig: Veistu hvað rútan var að gera þarna niður frá? - Ég sagði, nei, ég hef ekki hugmynd um það. - Hann var bara að sturta úr klósettinu þarna við veginn hjá þér. - Ha? Var hann að gera það? - Jájá, hann bara var bara að sturta. Af því þegar maður er einn á svæðinu getur maður ekkert farið í burtu, það er það mikil traffík. En, þegar ég lokaði kíkti ég yfir þetta. Og það var nú sóðlegt um að lítast,“ segir Ragnar. Rútan var erlend og fór svo beint á Hótel Selfoss þar sem farþegarnir og rútubílstjórinn dvöldu í nótt. Magnús hefur eftir Ragnari að hann skilji ekki framferði bílstjórans: „Mér finnst einhvern veginn eins og það sé verið að gefa skít í okkur. Mér finnst þetta frekar slappt og dónalegt. Þetta á ekki að þekkjast nú til dags, svona vinnubrögð. Frekar dapurlegt að þetta skuli gerast í dag og fyrir framan alla. Ég skil þetta bara ekki almennilega.“
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira