Útlit fyrir að 90 milljarðar tapist vegna gjaldþrots Milestone Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2011 18:30 Að óbreyttu mun aðeins eitt til þrjú prósent fást upp í kröfur í þrotabú Milestone, sem var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona, að sögn skiptastjóra. Það þýðir að um níutíu milljarðar króna tapast vegna gjaldþrots félagsins. Heildarkröfur í þrotabú Milestone nema 95 milljörðum króna en félagið var lýst gjaldþrota hinn 18. september 2009. Samþykktar kröfur nema 77,6 milljörðum króna. Skilanefnd Glitnis er með stærstu kröfuna upp á fjörutíu og fjóra milljarða króna. Þá er Straumur með kröfu upp á sjö milljarða króna og og Íslandsbanki kemur þar á eftir með kröfu upp á tæpa sex milljarða króna samtals. Grímur Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Milestone, sagði við fréttastofu í dag að óbreyttu fengust eitt til þrjú prósent upp í kröfurnar miðað við uppfærða stöðu, en það jafngildir því að rúmlega nítíu milljarðar króna tapist vegna gjaldþrots félagsins. Þessi staða gæti þó breyst ef þrotabúið vinnur riftunarmál sem höfðuð voru í byrjun þessa árs, en höfðuð voru tíu mál gegn fyrri eigendum og stjórnendum félagsins. Flest málanna snúa að bræðrunum Karli og Steingrími og Guðmundi Ólasyni, fyrrum forstjóra félagsins. Meðal þeirra sem höfðuð voru eru mál gegn bræðrunum vegna ítrekaðra lánveitinga Milestone til þeirra sem færð voru á viðskiptareikninga þeirra án vaxta. Í stefnunum færir skiptastjórinn rök fyrir því að Milestone hafi verið komið í veruleg greiðsluvandræði strax haustið 2007 jafnvel þótt stjórnendur og aðrir hafi talið Milestone sterkt alveg fram á síðustu mánuði ársins 2008. Síðari tíma athugun á staðreyndum hafi þó leitt í ljós að svo var alls ekki. Skiptastjórinn telur að frá miðju ári 2007 hafi Milestone nánast eingöngu verið rekið með lánum frá Glitni banka. Og fullyrða megi að Glitnir hafi verið eini bankinn í veröldinni sem hafi verið reiðubúinn að lána fyrirtækinu peninga, en það sjáist best á því að stærstan hluta ársins 2007 hafi félagið leitað að erlendu lánsfé án árangurs. Endurfjármögnun Milestone var á borði Askar Capital og héldu fulltrúar Askar fundi með tugum evrópskra banka á tímabilinu maí fram í september 2007 þar sem þeir óskuðu eftir tilboðum í lán fyrir Milestone, en ekki náðist að klára neina lánasamninga.Að sögn skiptastjórans hafa málin tíu öll verið þingfest en málflutningur hafi þó ekki farið fram. Beðið sé eftir greinargerðum í flestum þeirra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Að óbreyttu mun aðeins eitt til þrjú prósent fást upp í kröfur í þrotabú Milestone, sem var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona, að sögn skiptastjóra. Það þýðir að um níutíu milljarðar króna tapast vegna gjaldþrots félagsins. Heildarkröfur í þrotabú Milestone nema 95 milljörðum króna en félagið var lýst gjaldþrota hinn 18. september 2009. Samþykktar kröfur nema 77,6 milljörðum króna. Skilanefnd Glitnis er með stærstu kröfuna upp á fjörutíu og fjóra milljarða króna. Þá er Straumur með kröfu upp á sjö milljarða króna og og Íslandsbanki kemur þar á eftir með kröfu upp á tæpa sex milljarða króna samtals. Grímur Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Milestone, sagði við fréttastofu í dag að óbreyttu fengust eitt til þrjú prósent upp í kröfurnar miðað við uppfærða stöðu, en það jafngildir því að rúmlega nítíu milljarðar króna tapist vegna gjaldþrots félagsins. Þessi staða gæti þó breyst ef þrotabúið vinnur riftunarmál sem höfðuð voru í byrjun þessa árs, en höfðuð voru tíu mál gegn fyrri eigendum og stjórnendum félagsins. Flest málanna snúa að bræðrunum Karli og Steingrími og Guðmundi Ólasyni, fyrrum forstjóra félagsins. Meðal þeirra sem höfðuð voru eru mál gegn bræðrunum vegna ítrekaðra lánveitinga Milestone til þeirra sem færð voru á viðskiptareikninga þeirra án vaxta. Í stefnunum færir skiptastjórinn rök fyrir því að Milestone hafi verið komið í veruleg greiðsluvandræði strax haustið 2007 jafnvel þótt stjórnendur og aðrir hafi talið Milestone sterkt alveg fram á síðustu mánuði ársins 2008. Síðari tíma athugun á staðreyndum hafi þó leitt í ljós að svo var alls ekki. Skiptastjórinn telur að frá miðju ári 2007 hafi Milestone nánast eingöngu verið rekið með lánum frá Glitni banka. Og fullyrða megi að Glitnir hafi verið eini bankinn í veröldinni sem hafi verið reiðubúinn að lána fyrirtækinu peninga, en það sjáist best á því að stærstan hluta ársins 2007 hafi félagið leitað að erlendu lánsfé án árangurs. Endurfjármögnun Milestone var á borði Askar Capital og héldu fulltrúar Askar fundi með tugum evrópskra banka á tímabilinu maí fram í september 2007 þar sem þeir óskuðu eftir tilboðum í lán fyrir Milestone, en ekki náðist að klára neina lánasamninga.Að sögn skiptastjórans hafa málin tíu öll verið þingfest en málflutningur hafi þó ekki farið fram. Beðið sé eftir greinargerðum í flestum þeirra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira