Útlit fyrir að sjötíu milljarðar tapist vegna gjaldþrots Samsonar Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. mars 2011 18:30 Aðeins sex til tíu prósent fást upp í áttatíu milljarða króna kröfur í þrotabú Samsonar, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, segir skiptastjóri þrotabúsins. Það jafngildir því að rúmlega sjötíu milljarðar króna tapist vegna gjaldþrotsins. Samson, eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga, hélt utan um eignarhlut þeirra í Landsbankanum. Félagið var lýst gjaldþrota fyrir tveimur árum síðan og óvíst er hversu langan tíma skiptin á þrotabúinu munu taka. Feðgarnir veðsettu hlut sinn í Landsbankanum erlendum sem innlendum lánardrottnum, en heildarkröfur í þrotabúið nema áttatíu milljörðum króna. Þar eru stærstu kröfuhafarnir suður-afríski bankinn Standard Bank með kröfu upp á 27 milljarða króna. Þýski bankinn Commerzbank ásamt öðrum kemur þar á eftir með kröfu upp á 25 milljarða króna. Og íslenskir lífeyrissjóðir með kröfur upp á tíu milljarða króna. Þá er skilanefnd Glitnis með kröfu upp á sex milljarða króna. Lífeyrissjóðir, stórir sem smáir, keyptu skuldabréf félagsins fyrir um 10 milljarða króna. Þar á meðal eru stærstu lífeyrissjóðir landsins, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Gildi lífeyrissjóður. Að sögn Helga Birgissonar, skiptastjóra þrotabúsins, er búist við að 6-10 prósent fáist upp í almennar kröfur, en það jafngildir því að rúmlega 70 milljarðar króna tapist vegna gjaldþrots félagsins. Þrotabúið höfðaði fimm mál gegn Björgólfi Guðmundssyni sjálfum og tengdum félögum vegna viðskipta sem áttu sér stað áður en Samson fór í greiðslustöðvun.Dómkvaddir matsmenn meta hlutinn í Árvakri Þrotabúið stefndi Straumi Equities vegna viðskipta sem áttu sér stað 25. júní 2008 með hlutabréf í eignarhaldsfélaginu MGM en eina eign þess félags var 16,7 prósenta hlutur í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Svo virðist sem Samson hafi keypt hlutabréfin á yfirverði og vill þrotabú Samsonar rifta kaupunum og að því verði endurgreitt kaupverðið. Að beiðni þrotabús Samsonar voru dómkvaddir matsmenn til að skoða og meta verðmæti hlutarins í Árvakri. Að sögn Helga Birgissonar bíður þrotabúið nú niðurstöðu matsins. Þá stefndi þrotabúið Samsonar félaginu Samson Global í Lúxemborg, sem einnig var í eigu Björgólfsfeðga, til að endurheimta 109,5 milljónir evra eða um 19 milljarða króna, vegna láns. Að sögn Helga var lánið til Samson Global svokallað víkjandi lán og þess vegna „úti í kuldanum" og í raun í svipaðri stöðu og eftirstæð krafa. Helgi segir að Samson Global og kröfuhafar þess félags hafi fallist á að samþykkja hluta kröfu þrotabús Samsonar sem almenna kröfu, ekki víkjandi, og var málið þá fellt niður. „Það er verið að leysa upp Samson Global og það þarf fyrst að greiða forgangs- og veðkröfur áður en ljóst verður hvort þrotabúið fái upp í sína kröfu," segir Helgi.Unnu mál gegn Björgólfi Guðmundssyni Þá höfðaði þrotabú Samsonar mál gegn Björgólfi Guðmundssyni vegna þess að Samson greiddi skuld hans við minningarsjóð dóttur hans. Dómur gekk þrotabúinu í vil og er krafa þrotabús Samsonar núna krafa í þrotabú Björgólfs Guðmundssonar, að sögn Helga. Lánum Samsonar eignarhaldsfélags, sem voru þó aðallega í formi millifærslna, til KR-sports hf., rekstrarfélags KR, var breytt í styrk til KR hinn 4. október 2008, tveimur dögum fyir setningu neyðarlaganna og þremur dögum fyrir greiðslustöðvun Samsonar. Þetta var gert sama dag og þeir urðu bikarmeistarar í knattspyrnu. Þrotabú Samsonar höfðaði mál til að fá þessum samningum hnekkt og gekk dómur í málinu þrotabúinu í vil. „Enginn árangur verður af fjárnámi þar sem KR sport er eignalaust," segir Helgi. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
Aðeins sex til tíu prósent fást upp í áttatíu milljarða króna kröfur í þrotabú Samsonar, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, segir skiptastjóri þrotabúsins. Það jafngildir því að rúmlega sjötíu milljarðar króna tapist vegna gjaldþrotsins. Samson, eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga, hélt utan um eignarhlut þeirra í Landsbankanum. Félagið var lýst gjaldþrota fyrir tveimur árum síðan og óvíst er hversu langan tíma skiptin á þrotabúinu munu taka. Feðgarnir veðsettu hlut sinn í Landsbankanum erlendum sem innlendum lánardrottnum, en heildarkröfur í þrotabúið nema áttatíu milljörðum króna. Þar eru stærstu kröfuhafarnir suður-afríski bankinn Standard Bank með kröfu upp á 27 milljarða króna. Þýski bankinn Commerzbank ásamt öðrum kemur þar á eftir með kröfu upp á 25 milljarða króna. Og íslenskir lífeyrissjóðir með kröfur upp á tíu milljarða króna. Þá er skilanefnd Glitnis með kröfu upp á sex milljarða króna. Lífeyrissjóðir, stórir sem smáir, keyptu skuldabréf félagsins fyrir um 10 milljarða króna. Þar á meðal eru stærstu lífeyrissjóðir landsins, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Gildi lífeyrissjóður. Að sögn Helga Birgissonar, skiptastjóra þrotabúsins, er búist við að 6-10 prósent fáist upp í almennar kröfur, en það jafngildir því að rúmlega 70 milljarðar króna tapist vegna gjaldþrots félagsins. Þrotabúið höfðaði fimm mál gegn Björgólfi Guðmundssyni sjálfum og tengdum félögum vegna viðskipta sem áttu sér stað áður en Samson fór í greiðslustöðvun.Dómkvaddir matsmenn meta hlutinn í Árvakri Þrotabúið stefndi Straumi Equities vegna viðskipta sem áttu sér stað 25. júní 2008 með hlutabréf í eignarhaldsfélaginu MGM en eina eign þess félags var 16,7 prósenta hlutur í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Svo virðist sem Samson hafi keypt hlutabréfin á yfirverði og vill þrotabú Samsonar rifta kaupunum og að því verði endurgreitt kaupverðið. Að beiðni þrotabús Samsonar voru dómkvaddir matsmenn til að skoða og meta verðmæti hlutarins í Árvakri. Að sögn Helga Birgissonar bíður þrotabúið nú niðurstöðu matsins. Þá stefndi þrotabúið Samsonar félaginu Samson Global í Lúxemborg, sem einnig var í eigu Björgólfsfeðga, til að endurheimta 109,5 milljónir evra eða um 19 milljarða króna, vegna láns. Að sögn Helga var lánið til Samson Global svokallað víkjandi lán og þess vegna „úti í kuldanum" og í raun í svipaðri stöðu og eftirstæð krafa. Helgi segir að Samson Global og kröfuhafar þess félags hafi fallist á að samþykkja hluta kröfu þrotabús Samsonar sem almenna kröfu, ekki víkjandi, og var málið þá fellt niður. „Það er verið að leysa upp Samson Global og það þarf fyrst að greiða forgangs- og veðkröfur áður en ljóst verður hvort þrotabúið fái upp í sína kröfu," segir Helgi.Unnu mál gegn Björgólfi Guðmundssyni Þá höfðaði þrotabú Samsonar mál gegn Björgólfi Guðmundssyni vegna þess að Samson greiddi skuld hans við minningarsjóð dóttur hans. Dómur gekk þrotabúinu í vil og er krafa þrotabús Samsonar núna krafa í þrotabú Björgólfs Guðmundssonar, að sögn Helga. Lánum Samsonar eignarhaldsfélags, sem voru þó aðallega í formi millifærslna, til KR-sports hf., rekstrarfélags KR, var breytt í styrk til KR hinn 4. október 2008, tveimur dögum fyir setningu neyðarlaganna og þremur dögum fyrir greiðslustöðvun Samsonar. Þetta var gert sama dag og þeir urðu bikarmeistarar í knattspyrnu. Þrotabú Samsonar höfðaði mál til að fá þessum samningum hnekkt og gekk dómur í málinu þrotabúinu í vil. „Enginn árangur verður af fjárnámi þar sem KR sport er eignalaust," segir Helgi. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira