Útlit fyrir sigur Íhaldsflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2015 07:45 David Cameron, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins. Vísir/EPA David Cameron og félagar hans í Íhaldsflokknum á breska þinginu eru sigurvegarar kosninganna sem fram fóru í gær. Þegar búið er að telja meirihluta atkvæða spáir breska ríkisútvarpið því að flokkurinn fái 329 þingsæti, sem er nægilegur fjöldi til að ná hreinum meirihluta. Cameron segir þó að enn sé þó of snemmt til að spá um það. Verði niðurstaðan sú að Íhaldsflokkurinn nái 329 sætum eins og BBC spáir, gætu Íhaldsmenn, sem allt síðasta kjörtímabil sátu í ríkisstjórn ásamt Frjálslyndum demókrötum, ekki þurft að reiða sig á þá lengur að því er virðist og geta stjórnað einir. Samkvæmt könnunum síðustu daga var útlit fyrir mjög jafnar kosningar, en samkvæmt töldum atkvæðum eru niðurstöður á skjön við kannanirnar. Verkamannaflokkurinn geldur algjört afhroð í Skotlandi þar sem Skoski þjóðarflokkurinn hreinlega útrýmir flokknum. Flokkurinn náði ekki að bæta tapið í Skotlandi upp með betri árangri á Englandi og í Wales og fær samkvæmt spá BBC 233 þingmenn. Þjóðarflokkurinn fær líklega 56 af þeim 59 þingsætum sem í boði eru í Skotlandi, en þeir voru áður með sex þingmenn þannig að flokkurinn hefur í raun þurrkað verkamannaflokkinn og Frjálslynda demókrata út af kortinu. Frjálslyndir demókratar eru einnig í töluverðum vandræðum ef marka má spár fjölmiðla og ná einungis átta þingmönnum. Síðasta kjörtímabil fengu þeir 46 þingmenn, sem varð til þess að þeir komust í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Kjósendur hafa ekki verið ánægðir ánægðir með þá frammistöðu ef litið er til úrslita næturinnar. Útlit er fyrir að Breski Sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, nái einungis einum manni inn á þingið, sem er töluvert verri niðurstaða en kannanir höfðu gefið til kynna. Exclusive: David Cameron's victory speech to CCHQ staffers this morning #ge2015 #conservative https://t.co/nKtdhBVxr7— Sebastian Payne (@SebastianEPayne) May 8, 2015 Tengdar fréttir Sturgeon stefnir í lykilstöðu Þótt Skotar hafi í haust fellt helsta baráttumál Skoska þjóðarflokksins í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Bretlandi þá stefnir allt í að flokkurinn hreppi nánast öll þingsæti Skota á breska þinginu í þingkosningunum næsta fimmtudag. 2. maí 2015 10:00 Bretar ganga til kosninga á morgun Skoðanakannanir benda til þess að enginn flokkur nái hreinum meirihluta. 6. maí 2015 11:30 Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira
David Cameron og félagar hans í Íhaldsflokknum á breska þinginu eru sigurvegarar kosninganna sem fram fóru í gær. Þegar búið er að telja meirihluta atkvæða spáir breska ríkisútvarpið því að flokkurinn fái 329 þingsæti, sem er nægilegur fjöldi til að ná hreinum meirihluta. Cameron segir þó að enn sé þó of snemmt til að spá um það. Verði niðurstaðan sú að Íhaldsflokkurinn nái 329 sætum eins og BBC spáir, gætu Íhaldsmenn, sem allt síðasta kjörtímabil sátu í ríkisstjórn ásamt Frjálslyndum demókrötum, ekki þurft að reiða sig á þá lengur að því er virðist og geta stjórnað einir. Samkvæmt könnunum síðustu daga var útlit fyrir mjög jafnar kosningar, en samkvæmt töldum atkvæðum eru niðurstöður á skjön við kannanirnar. Verkamannaflokkurinn geldur algjört afhroð í Skotlandi þar sem Skoski þjóðarflokkurinn hreinlega útrýmir flokknum. Flokkurinn náði ekki að bæta tapið í Skotlandi upp með betri árangri á Englandi og í Wales og fær samkvæmt spá BBC 233 þingmenn. Þjóðarflokkurinn fær líklega 56 af þeim 59 þingsætum sem í boði eru í Skotlandi, en þeir voru áður með sex þingmenn þannig að flokkurinn hefur í raun þurrkað verkamannaflokkinn og Frjálslynda demókrata út af kortinu. Frjálslyndir demókratar eru einnig í töluverðum vandræðum ef marka má spár fjölmiðla og ná einungis átta þingmönnum. Síðasta kjörtímabil fengu þeir 46 þingmenn, sem varð til þess að þeir komust í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Kjósendur hafa ekki verið ánægðir ánægðir með þá frammistöðu ef litið er til úrslita næturinnar. Útlit er fyrir að Breski Sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, nái einungis einum manni inn á þingið, sem er töluvert verri niðurstaða en kannanir höfðu gefið til kynna. Exclusive: David Cameron's victory speech to CCHQ staffers this morning #ge2015 #conservative https://t.co/nKtdhBVxr7— Sebastian Payne (@SebastianEPayne) May 8, 2015
Tengdar fréttir Sturgeon stefnir í lykilstöðu Þótt Skotar hafi í haust fellt helsta baráttumál Skoska þjóðarflokksins í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Bretlandi þá stefnir allt í að flokkurinn hreppi nánast öll þingsæti Skota á breska þinginu í þingkosningunum næsta fimmtudag. 2. maí 2015 10:00 Bretar ganga til kosninga á morgun Skoðanakannanir benda til þess að enginn flokkur nái hreinum meirihluta. 6. maí 2015 11:30 Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira
Sturgeon stefnir í lykilstöðu Þótt Skotar hafi í haust fellt helsta baráttumál Skoska þjóðarflokksins í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Bretlandi þá stefnir allt í að flokkurinn hreppi nánast öll þingsæti Skota á breska þinginu í þingkosningunum næsta fimmtudag. 2. maí 2015 10:00
Bretar ganga til kosninga á morgun Skoðanakannanir benda til þess að enginn flokkur nái hreinum meirihluta. 6. maí 2015 11:30
Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00