Útópía Jens Fjalar Skaptason skrifar 11. febrúar 2011 06:00 Ég á mér hugmynd um fullkominn heim. Ég og John Lennon. Í minni útgáfu af Útópíu væru kynferði, kynhneigð og kynþáttur nákvæmlega enginn faktor í verðleikamati nokkurrar manneskju. Gildi hennar væri gersamlega óháð þessum þáttum. Samfélagið myndi ekki einkennast af gagnkynhneigðu forræði, hörundslitur væri afstæður og kynin stæðu jafnfætis. Það væri nefnilega á engan hallað í minni Útópíu. Það er von mín og trú að flestir Íslendingar deili þessari hugmynd um hinn fullkomna veruleika. Með mér og John Lennon. Við erum að minnsta kosti á réttri leið og lengra komin en meirihluti þjóða heimsins. Fyrir þremur árum síðan var kvenréttindabaráttukonan og stjórnarandstöðuleiðtoginn Benazir Bhutto skotin til bana í Pakistan. Hin afganska Bibi Aishu, sem birtist nýverið á forsíðu tímaritsins The Times, er ein af milljónum kvenna sem þurft hefur að þola gróft ofbeldi af hendi eiginmanns síns. Nauðganir, morð, barsmíðar, kúgun og misnotkun. Baráttan er gríðarlega umfangsmikil og birtingarmyndir kynjamisréttis ótal margar. Eins hrikaleg og óafsakanleg sem staðan í mannréttindamálum er í mörgum löndum þá réttlætir það þó ekki vægari útgáfu af misrétti á Íslandi. Markmiðið hlýtur að vera metnaðarfyllra. Íslendingar eru framarlega á merinni í mannréttindamálum almennt en skipið er þó enn fjarri höfn. Útópía er ekki í augsýn enn. Baráttunni okkar lauk hvorki með kjöri Vigdísar Finnbogadóttur sem fyrsta kvenforseta heims (sem kjörin var í almennum kosningum) né með skipan fyrsta samkynhneigða forsætisráðherra heims, þrátt fyrir að þetta hafa vissulega verið gríðarlega stórir og mikilvægir áfangar fyrir málstaðinn. Hvenær er baráttunni þá raunverulega lokið ? Launamunur kynjanna er enn viðvarandi vandamál sem Íslendingar hafa alla burði til að yfirstíga. Ef við ímyndum okkur árs vinnuframlag konu og karls í sama starfi myndi konan að meðaltali hætta að fá laun í okt/nóv á meðan karlinn fengi laun út árið. Árið sem þessi kona fær laun út 31. desember er hinn raunverulegi sigur í baráttunni gegn launamisrétti kynjanna á Íslandi. Daginn sem kona hefur nákvæmlega sama aðgengi og karlmenn að valdastöðum í sínu landi er raunverulegur sigur. Daginn sem engin kona þarf að þola kynbundið ofbeldi er raunverulegur sigur. Þrátt fyrir að hindanirnar séu margar og sigrarnir stórir eru þeir raunhæfir. Við megum ekki sætta okkur við neitt minna og uppgjöf er ekki í boði. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Öðlingurinn Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Ég á mér hugmynd um fullkominn heim. Ég og John Lennon. Í minni útgáfu af Útópíu væru kynferði, kynhneigð og kynþáttur nákvæmlega enginn faktor í verðleikamati nokkurrar manneskju. Gildi hennar væri gersamlega óháð þessum þáttum. Samfélagið myndi ekki einkennast af gagnkynhneigðu forræði, hörundslitur væri afstæður og kynin stæðu jafnfætis. Það væri nefnilega á engan hallað í minni Útópíu. Það er von mín og trú að flestir Íslendingar deili þessari hugmynd um hinn fullkomna veruleika. Með mér og John Lennon. Við erum að minnsta kosti á réttri leið og lengra komin en meirihluti þjóða heimsins. Fyrir þremur árum síðan var kvenréttindabaráttukonan og stjórnarandstöðuleiðtoginn Benazir Bhutto skotin til bana í Pakistan. Hin afganska Bibi Aishu, sem birtist nýverið á forsíðu tímaritsins The Times, er ein af milljónum kvenna sem þurft hefur að þola gróft ofbeldi af hendi eiginmanns síns. Nauðganir, morð, barsmíðar, kúgun og misnotkun. Baráttan er gríðarlega umfangsmikil og birtingarmyndir kynjamisréttis ótal margar. Eins hrikaleg og óafsakanleg sem staðan í mannréttindamálum er í mörgum löndum þá réttlætir það þó ekki vægari útgáfu af misrétti á Íslandi. Markmiðið hlýtur að vera metnaðarfyllra. Íslendingar eru framarlega á merinni í mannréttindamálum almennt en skipið er þó enn fjarri höfn. Útópía er ekki í augsýn enn. Baráttunni okkar lauk hvorki með kjöri Vigdísar Finnbogadóttur sem fyrsta kvenforseta heims (sem kjörin var í almennum kosningum) né með skipan fyrsta samkynhneigða forsætisráðherra heims, þrátt fyrir að þetta hafa vissulega verið gríðarlega stórir og mikilvægir áfangar fyrir málstaðinn. Hvenær er baráttunni þá raunverulega lokið ? Launamunur kynjanna er enn viðvarandi vandamál sem Íslendingar hafa alla burði til að yfirstíga. Ef við ímyndum okkur árs vinnuframlag konu og karls í sama starfi myndi konan að meðaltali hætta að fá laun í okt/nóv á meðan karlinn fengi laun út árið. Árið sem þessi kona fær laun út 31. desember er hinn raunverulegi sigur í baráttunni gegn launamisrétti kynjanna á Íslandi. Daginn sem kona hefur nákvæmlega sama aðgengi og karlmenn að valdastöðum í sínu landi er raunverulegur sigur. Daginn sem engin kona þarf að þola kynbundið ofbeldi er raunverulegur sigur. Þrátt fyrir að hindanirnar séu margar og sigrarnir stórir eru þeir raunhæfir. Við megum ekki sætta okkur við neitt minna og uppgjöf er ekki í boði. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar