Útvegaði burðardýr til fíkniefnasmygls 7. júní 2011 06:30 Fangar í taílensku fangelsi Brynjar Mettinisson hitti manninn sem hann hafði fengið til að flytja fíkniefni fyrir annan til Japans á Fortune-hótelinu í Bangkok. Sá reyndist vera rannsóknarlögreglumaður.Fréttablaðið/Samsett mynd Brynjar Mettinisson, sem situr í gæsluvarðhaldi í Bangkok í Taílandi, útvegaði arabískum manni sem hann hafði verið í samskiptum við á netinu burðardýr sem flytja átti einn lítra af metamfetamíni í vökvaformi til Japans. Chamnarn Viravan, aðalræðismaður Íslands í Taílandi, hefur ekki fengið afrit af skýrslu lögreglunnar vegna handtöku Brynjars en hefur verið í sambandi við unnustu hans ytra. Frásögn Viravans af tildrögum málsins er önnur í svarskeyti hans til Fréttablaðsins en fram hefur komið. Brynjar var úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald í Bangkok á mánudag í síðustu viku eftir að lögregla handtók hann með öðrum manni. Samkvæmt fyrri frásögnum var hann á heimleið frá veitingastað ásamt unnustu sinni þegar þau hittu ástralskan mann sem Brynjar kannaðist lítillega við. Lögreglu hafi þá borið að sem fann fíkniefni á þeim ástralska en engin á Brynjari. Þeir hafi verið handteknir vegna gruns um fíkniefnamisferli. Viravan hefur hins vegar eftir unnustu Brynjars að arabískur maður hafi sett sig í samband við Brynjar og reynt að fá hann til að flytja fyrir sig lyf til Japans. Þeir áttu samskipti sín á milli á Skype-samskiptaforritinu á netinu og mun unnustan hafa heyrt Brynjar spyrja hvort lyfið væri ólöglegt. Því hafi sá arabíski neitað, sagt Brynjari að hafa ekki áhyggjur, um lyfjablöndu væri að ræða sem ætti að afhenda lækni í Japan. Samkvæmt lýsingu Viravans sagði sá arabíski Brynjari að hann þyrfti ekki að flytja lyfið sjálfur, hann gæti fundið burðardýr fyrir sig. Engu að síður fengi hann 2.500 Bandaríkjadali fyrir viðvikið, tæpar 290 þúsund krónur. Brynjar fann að loknum mann sem tilbúinn var til verksins og ákvað að hitta hann á Grand Mercure Fortune hótelinu, sem er í nýjasta borgarhluta Bangkok, á mánudag. Þeir hringdu þaðan í arabíska manninn, sem kom með eiturlyfin á hótelið. Burðardýrið reyndist vera rannsóknarlögreglumaður og voru tvímenningarnir handteknir á staðnum. Aðalræðismaður Íslands í Taílandi hefur útvegað Brynjari lögfræðing og áttu þeir að hittast í gær eða í dag. Réttað verður í máli Brynjars snemma í ágúst, að sögn aðalræðismannsins. jonab@frettabladid.is Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Brynjar Mettinisson, sem situr í gæsluvarðhaldi í Bangkok í Taílandi, útvegaði arabískum manni sem hann hafði verið í samskiptum við á netinu burðardýr sem flytja átti einn lítra af metamfetamíni í vökvaformi til Japans. Chamnarn Viravan, aðalræðismaður Íslands í Taílandi, hefur ekki fengið afrit af skýrslu lögreglunnar vegna handtöku Brynjars en hefur verið í sambandi við unnustu hans ytra. Frásögn Viravans af tildrögum málsins er önnur í svarskeyti hans til Fréttablaðsins en fram hefur komið. Brynjar var úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald í Bangkok á mánudag í síðustu viku eftir að lögregla handtók hann með öðrum manni. Samkvæmt fyrri frásögnum var hann á heimleið frá veitingastað ásamt unnustu sinni þegar þau hittu ástralskan mann sem Brynjar kannaðist lítillega við. Lögreglu hafi þá borið að sem fann fíkniefni á þeim ástralska en engin á Brynjari. Þeir hafi verið handteknir vegna gruns um fíkniefnamisferli. Viravan hefur hins vegar eftir unnustu Brynjars að arabískur maður hafi sett sig í samband við Brynjar og reynt að fá hann til að flytja fyrir sig lyf til Japans. Þeir áttu samskipti sín á milli á Skype-samskiptaforritinu á netinu og mun unnustan hafa heyrt Brynjar spyrja hvort lyfið væri ólöglegt. Því hafi sá arabíski neitað, sagt Brynjari að hafa ekki áhyggjur, um lyfjablöndu væri að ræða sem ætti að afhenda lækni í Japan. Samkvæmt lýsingu Viravans sagði sá arabíski Brynjari að hann þyrfti ekki að flytja lyfið sjálfur, hann gæti fundið burðardýr fyrir sig. Engu að síður fengi hann 2.500 Bandaríkjadali fyrir viðvikið, tæpar 290 þúsund krónur. Brynjar fann að loknum mann sem tilbúinn var til verksins og ákvað að hitta hann á Grand Mercure Fortune hótelinu, sem er í nýjasta borgarhluta Bangkok, á mánudag. Þeir hringdu þaðan í arabíska manninn, sem kom með eiturlyfin á hótelið. Burðardýrið reyndist vera rannsóknarlögreglumaður og voru tvímenningarnir handteknir á staðnum. Aðalræðismaður Íslands í Taílandi hefur útvegað Brynjari lögfræðing og áttu þeir að hittast í gær eða í dag. Réttað verður í máli Brynjars snemma í ágúst, að sögn aðalræðismannsins. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira