Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Svavar Hávarðsson skrifar 23. apríl 2015 00:01 Mikið vatnstjón hefur orðið í göngunum. Ljóst er að endurtekin vandamál vegna vatnsleka í Vaðlaheiðargöngum munu tefja verkið svo mánuðum skiptir með tilheyrandi kostnaði. Fyrri dæmi um áþekkan vanda í gangagerð á Íslandi benda til að sá kostnaður muni hlaupa á hundruðum milljóna ef ekki milljörðum. „Það er ljóst að það eru komnar verulegar tafir. Kostnaður mun aukast, en við vitum ekki á þessum tímapunkti hversu mikill nákvæmlega. Það væri skot út í myrkrið að nefna tölu á þessu stigi málsins. Allar tafir eru líka áhyggjuefni hvað varðar rekstur ganganna; að það dragist að við fáum tekjur af göngunum. Það átti að afhenda göngin í desember 2016 og ef við missum ekki ferðamannasumarið á eftir þá erum við í skaplegri málum. Það er mikið í húfi að leysa þennan vanda,“ segir Pétur Þór Jónasson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga hf., og bætir við að í dag og á morgun muni menn setjast yfir hvernig best sé að halda verkinu áfram. Í niðurstöðum greininga IFS greiningar fyrir fjármálaráðuneytið á forsendum Vaðlaheiðarganga frá 2012 segir að félagið standi ekki nægilega styrkum fótum hvað varðar fjármögnun. „Fjárhagslegt svigrúm félagsins til að standa af sér neikvæða fjárhagslega atburði, s.s. vegna hærri stofnkostnaðar eða tafa á framkvæmdatíma er því mjög takmarkað.“ Þar segir einnig að ekki liggi fyrir hver bera eigi fjárhagslega áhættu verksins en allar líkur séu á að það verði lánveitandinn – ríkið. Spurður um ályktanir IFS greiningar og stöðu Vaðlaheiðarganga hf., segir Pétur ljóst að staðan kalli á hærri lánveitingu en liggur fyrir í dag. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir svo marga óvissuþætti uppi varðandi framkvæmdina nú að óábyrgt sé að setja á það verðmiða. Hann hafi ekki forsendur til þess, enda hafi Vegagerðin ekki beina aðkomu að verkinu lengur. Aðspurður telur hann hins vegar enga ástæðu til að halda að tafir og kostnaður við Vaðlaheiðargöng verði minni en við Héðinsfjarðargöng þar sem vatnselgur olli því að verkið fór 17% fram úr kostnaðaráætlun.Þykir ljóst að 5 mánuðir séu tapaðir - Gert var ráð fyrir að framkvæmdum yrði lokið við Vaðlaheiðargöng í árslok 2016, gangagröftur kláraðist í september 2015 og annar frágangur tæki um 15 mánuði. - Kostnaðaráætlun við göngin mun vera í kringum 11 milljarða króna. - Fjármálaráðuneytið fjármagnar verkefnið. Ríkið tekur sérstakt lán og endurlánar Vaðlaheiðargöngum ehf. en göngin eru ekki á samgönguáætlun. - Tafir vegna heitavatnslekans í göngunum er þegar metinn fimm mánuðir, en óvíst er hvað lekinn sem kom upp á laugardaginn þýðir. - Verklok Héðinsfjarðarganga töfðust um ár, en göngin voru vígð í byrjun október 2010. - Uppreiknuð upphafleg áætlun var 13,9 milljarðar króna en heildarkostnaður 16,3 milljarðar. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Ljóst er að endurtekin vandamál vegna vatnsleka í Vaðlaheiðargöngum munu tefja verkið svo mánuðum skiptir með tilheyrandi kostnaði. Fyrri dæmi um áþekkan vanda í gangagerð á Íslandi benda til að sá kostnaður muni hlaupa á hundruðum milljóna ef ekki milljörðum. „Það er ljóst að það eru komnar verulegar tafir. Kostnaður mun aukast, en við vitum ekki á þessum tímapunkti hversu mikill nákvæmlega. Það væri skot út í myrkrið að nefna tölu á þessu stigi málsins. Allar tafir eru líka áhyggjuefni hvað varðar rekstur ganganna; að það dragist að við fáum tekjur af göngunum. Það átti að afhenda göngin í desember 2016 og ef við missum ekki ferðamannasumarið á eftir þá erum við í skaplegri málum. Það er mikið í húfi að leysa þennan vanda,“ segir Pétur Þór Jónasson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga hf., og bætir við að í dag og á morgun muni menn setjast yfir hvernig best sé að halda verkinu áfram. Í niðurstöðum greininga IFS greiningar fyrir fjármálaráðuneytið á forsendum Vaðlaheiðarganga frá 2012 segir að félagið standi ekki nægilega styrkum fótum hvað varðar fjármögnun. „Fjárhagslegt svigrúm félagsins til að standa af sér neikvæða fjárhagslega atburði, s.s. vegna hærri stofnkostnaðar eða tafa á framkvæmdatíma er því mjög takmarkað.“ Þar segir einnig að ekki liggi fyrir hver bera eigi fjárhagslega áhættu verksins en allar líkur séu á að það verði lánveitandinn – ríkið. Spurður um ályktanir IFS greiningar og stöðu Vaðlaheiðarganga hf., segir Pétur ljóst að staðan kalli á hærri lánveitingu en liggur fyrir í dag. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir svo marga óvissuþætti uppi varðandi framkvæmdina nú að óábyrgt sé að setja á það verðmiða. Hann hafi ekki forsendur til þess, enda hafi Vegagerðin ekki beina aðkomu að verkinu lengur. Aðspurður telur hann hins vegar enga ástæðu til að halda að tafir og kostnaður við Vaðlaheiðargöng verði minni en við Héðinsfjarðargöng þar sem vatnselgur olli því að verkið fór 17% fram úr kostnaðaráætlun.Þykir ljóst að 5 mánuðir séu tapaðir - Gert var ráð fyrir að framkvæmdum yrði lokið við Vaðlaheiðargöng í árslok 2016, gangagröftur kláraðist í september 2015 og annar frágangur tæki um 15 mánuði. - Kostnaðaráætlun við göngin mun vera í kringum 11 milljarða króna. - Fjármálaráðuneytið fjármagnar verkefnið. Ríkið tekur sérstakt lán og endurlánar Vaðlaheiðargöngum ehf. en göngin eru ekki á samgönguáætlun. - Tafir vegna heitavatnslekans í göngunum er þegar metinn fimm mánuðir, en óvíst er hvað lekinn sem kom upp á laugardaginn þýðir. - Verklok Héðinsfjarðarganga töfðust um ár, en göngin voru vígð í byrjun október 2010. - Uppreiknuð upphafleg áætlun var 13,9 milljarðar króna en heildarkostnaður 16,3 milljarðar.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira