Innlent

Valdið frá Brussel til ríkjanna

Hugmyndir eru uppi um að frekara vald í sjávarútegsmálum færist frá Brussel til aðildarríkjanna.
Hugmyndir eru uppi um að frekara vald í sjávarútegsmálum færist frá Brussel til aðildarríkjanna.

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins (ESB), boðaði í ræðu í gær að endurskoðuð fiskveiðistefna sambandsins yrði „einfaldari, grænni og svæðisbundnari“.

Damanaki sagðist myndu sjá til þess að skrifræði yrði minna og ábyrgðin yrði færð á hendur aðildarríkjunum.  „Færri ákvarðanir verða teknar í Brussel. Í framtíðinni verða ákvarðanir teknar af aðildarríkjum við hvert hafsvæði. Til dæmis munu ríkin við Norðursjó geta samið um nýtingu stofna þar.“

Bæði verður sjóðakerfi sjávarútvegsins einfaldað og lagaramminn verður einfaldari, en Damanaki lagði einnig áherslu á að vitundarvakningar væri þörf varðandi brottkast og að það væri meginatriði í komandi endurskoðunarferli. Úlfar Hauksson, stjórnmálafræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands, segir þessi ummæli Damanakis samræmast hugmyndum sem hafa verið í deiglunni að undanförnu.

„Þó þetta sé ekki nýtt í sjálfu sér, þá hafa orð hennar mikið vægi og ljóst er að þessar hugmyndir eru komnar upp á hærra stig.“ - þj



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×