Enski boltinn

Van Persie: Var heppinn í fyrra markinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Robin Van Persie var hetjan í kvöld.
Robin Van Persie var hetjan í kvöld. vísir/getty
Robin van Persie, framherji Manchester United, tryggði sínum mönnum 2-1 sigur á Southampton í lokaleik fimmtándu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Van Persie skoraði bæði mörk United, það fyrra eftir ríflega tíu mínútna leik þegar hann komst inn í sendingu Jose Fonté til baka á markvörð sinn Fraser Forster.

„Ég tók sénsinn í fyrra markinu. Í níu af hverjum tíu skiptum heppnast þetta ekki og ef það heppnast á maður eftir að koma boltanum í netið,“ sagði Van Persie við Sky Sports eftir sigurinn í kvöld.

„Ég var svolítið heppinn þarna. Boltinn fór á milli fóta markvarðarins. En maður vinnur sér inn heppni í þessum aðstæðum.“

Robin van Persie hefur verið mikið gagnrýndur á tímabilinu, en hann virðist vera að nálgast fyrra form.

„Mér leið vel og mér hefur liðið vel síðustu vikur. Í kvöld gat ég haldið áfram á fullu allan tímann. Það er það sem maður vill og þá fylgja mörkin og sigrarnir. Við erum ánægðir með að vera á uppleið og nú verðum við að halda svona áfram,“ sagði Robin van Persie.

Sigurmark Van Persie í kvöld:

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×