Vandamál öryrkja á Norðurlöndum Lilja Þorgeirsdóttir skrifar 21. apríl 2012 06:00 Sífellt fleiri öryrkjar sem hafa búið í öðru norrænu ríki leita til ráðgjafa ÖBÍ vegna þess að þeir fá ekki örorkulífeyrisgreiðslur frá almannatryggingakerfinu frá því landi sem þeir bjuggu í. Meginástæðan er sú að mismunandi lög og reglur gilda í hverju landi og ólík túlkun og framkvæmd þeirra. Þá getur fólk verið með örorkumat í einu norrænu landi á sama tíma og það fær ekki mat í öðru. Mismunandi matsaðferðum er beitt og ekki er tekið tillit til örorkumats í öðrum löndum. Vandamálum hefur fjölgað á síðustu árum meðal annars vegna kreppunnar og breytts pólitísks landslags. Þeir sem fá ekki greiðslur erlendis frá eiga í erfiðleikum með að framfleyta sér hér á landi.Tvö dæmi um öryrkja sem búa á Íslandi: Kona, um fimmtugt, fær ekki greiðslur frá Danmörku þar sem hún bjó í 20 ár. Á Íslandi veikist hún og verður óvinnufær. Tryggingastofnun ríkisins (TR) samþykkir að hún fái tímabundið örorkumat. Hún fær 52% af þeim örorkulífeyrisgreiðslum sem hún á rétt á frá Íslandi. Það sem upp á vantar á hún að fá frá Danmörku. Pensionsstyrelsen í Danmörku metur að hún eigi ekki rétt á greiðslum þar sem starfsgeta hennar sé ekki varanlega skert og að hún geti, eftir mikla endurhæfingu, hugsanlega unnið í hlutastarfi og fengið aðstoð samkvæmt dönskum lögum sem nefnist „fleksjob“. Vandamálið er að á Íslandi fær fólk sjaldnast varanlegt örorkumat og úrlausnin „fleksjob“ er ekki til á Íslandi. Konan fær því aðeins 52% af örorkulífeyrisgreiðslum sem hún á rétt á og engin lausn í sjónmáli fyrr en hún kemst á eftirlaun því þá fær hún það sem upp á vantar frá Danmörku. Karlmaður, rúmlega fertugur, fær ekki greiðslur frá Svíþjóð þar sem hann bjó í 20 ár. Þegar hann bjó í Svíþjóð fékk hann tímabundið örorkumat. Hann flutti síðan til Íslands og fékk örorkumat. Þegar sænska örorkumatið rann út sótti hann um aftur en var synjað. Ísland greiðir nú aðeins hluta þeirra örorkulífeyrisgreiðslna sem hann á rétt á eða um 30% þar sem hann hafði ekki búið lengi hérlendis þegar hann varð öryrki. Það sem upp á vantar á hann að sækja til Svíþjóðar. Försäkringskassan í Svíþjóð mat hann þannig að starfsgeta hans væri ekki skert um að minnsta kosti fjórðung hvað snertir öll störf á vinnumarkaðnum, þar með talin störf á vernduðum vinnustöðum og önnur vernduð störf. Til að fá örorkumat í Svíþjóð yrði skerðingin að vera varanleg um fyrirsjáanlega framtíð og allir möguleikar á endurhæfingu að fullu nýttir. Ljóst er að hann getur ekki framfleytt sér þrátt fyrir að hann fái fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi sem er neyðaraðstoð til skamms tíma.Reglur á Íslandi Réttur til örorkulífeyris á Íslandi myndast á aldrinum 16-67 ára og miðast við að viðkomandi búi í 40 ár hérlendis. Örorkulífeyrisgreiðslur eru uppreiknaðar eftir ákveðinni reiknireglu og skiptir ekki máli hvort viðkomandi sé með íslenskan ríkisborgararétt. Vert er að benda á að frá 1. janúar 2010 lýtur endurhæfingarlífeyrir sömu reglum um búsetuhlutfallsútreikning og örorkulífeyrir. Eftir breytinguna geta þeir, sem búið hafa erlendis, lent í þeirri stöðu að fá skertan endurhæfingarlífeyri á Íslandi og engar greiðslur erlendis frá þar sem hann er ekki greiddur úr landi. Því er fólki bent á að sækja um örorkulífeyri en sú leið getur leitt til þess að fólk fái synjun á örorkumati erlendis á þeim forsendum að endurhæfing hafi ekki verið fullreynd.Skortur á aðstoð Starfsfólk TR aðstoðar fólk við að sækja um örorkulífeyri í öðrum löndum. Ef umsókn er synjað fær fólk ekki aðstoð við að kæra. Hver og einn þarf sjálfur að leita réttar síns sem getur reynst erfitt fyrir fólk með fötlun eða alvarlegan sjúkdóm.Brýnt að leysa sem fyrst Umsóknarferlið um örorkulífeyri erlendis frá getur tekið nokkur ár. Á meðan lifir fólk á tekjum undir lágmarksframfærslu. Rétt er að öryrkjar fái óskertar greiðslur í sínu landi á meðan beðið er eftir niðurstöðu erlendis frá og að Norðurlöndin skipti kostnaði á milli sín eftir ákveðnum reglum. Þá þarf að leysa mál þeirra sem fá synjun erlendis þrátt fyrir gilt örorkumat á Íslandi. Mögulega þarf að setja reglur um að örorkumat í einu Norðurlandanna gildi í öðru. ÖBÍ hefur unnið markvisst að því að koma þessum málum á framfæri á norrænum vettvangi og hér innanlands en ljóst er að betur má ef duga skal. Mál þessi þarf að leysa sem allra fyrst. Samræma þarf lög og reglur um örorkumat milli norrænu landanna. Einnig er nauðsynlegt að fólk fái aðstoð við að leita réttar síns hjá opinberum aðilum. Málum á eftir að fjölga á næstu árum vegna aukins flutnings fólks á milli landa. Stjórnmálamenn ættu að láta sér þessi mál varða til að þeir öryrkjar, sem hafa búið í fleiri en einu Norðurlandanna, getið notið sjálfsagðra mannréttinda í norræna velferðarkerfinu sem við viljum kenna okkur við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Sífellt fleiri öryrkjar sem hafa búið í öðru norrænu ríki leita til ráðgjafa ÖBÍ vegna þess að þeir fá ekki örorkulífeyrisgreiðslur frá almannatryggingakerfinu frá því landi sem þeir bjuggu í. Meginástæðan er sú að mismunandi lög og reglur gilda í hverju landi og ólík túlkun og framkvæmd þeirra. Þá getur fólk verið með örorkumat í einu norrænu landi á sama tíma og það fær ekki mat í öðru. Mismunandi matsaðferðum er beitt og ekki er tekið tillit til örorkumats í öðrum löndum. Vandamálum hefur fjölgað á síðustu árum meðal annars vegna kreppunnar og breytts pólitísks landslags. Þeir sem fá ekki greiðslur erlendis frá eiga í erfiðleikum með að framfleyta sér hér á landi.Tvö dæmi um öryrkja sem búa á Íslandi: Kona, um fimmtugt, fær ekki greiðslur frá Danmörku þar sem hún bjó í 20 ár. Á Íslandi veikist hún og verður óvinnufær. Tryggingastofnun ríkisins (TR) samþykkir að hún fái tímabundið örorkumat. Hún fær 52% af þeim örorkulífeyrisgreiðslum sem hún á rétt á frá Íslandi. Það sem upp á vantar á hún að fá frá Danmörku. Pensionsstyrelsen í Danmörku metur að hún eigi ekki rétt á greiðslum þar sem starfsgeta hennar sé ekki varanlega skert og að hún geti, eftir mikla endurhæfingu, hugsanlega unnið í hlutastarfi og fengið aðstoð samkvæmt dönskum lögum sem nefnist „fleksjob“. Vandamálið er að á Íslandi fær fólk sjaldnast varanlegt örorkumat og úrlausnin „fleksjob“ er ekki til á Íslandi. Konan fær því aðeins 52% af örorkulífeyrisgreiðslum sem hún á rétt á og engin lausn í sjónmáli fyrr en hún kemst á eftirlaun því þá fær hún það sem upp á vantar frá Danmörku. Karlmaður, rúmlega fertugur, fær ekki greiðslur frá Svíþjóð þar sem hann bjó í 20 ár. Þegar hann bjó í Svíþjóð fékk hann tímabundið örorkumat. Hann flutti síðan til Íslands og fékk örorkumat. Þegar sænska örorkumatið rann út sótti hann um aftur en var synjað. Ísland greiðir nú aðeins hluta þeirra örorkulífeyrisgreiðslna sem hann á rétt á eða um 30% þar sem hann hafði ekki búið lengi hérlendis þegar hann varð öryrki. Það sem upp á vantar á hann að sækja til Svíþjóðar. Försäkringskassan í Svíþjóð mat hann þannig að starfsgeta hans væri ekki skert um að minnsta kosti fjórðung hvað snertir öll störf á vinnumarkaðnum, þar með talin störf á vernduðum vinnustöðum og önnur vernduð störf. Til að fá örorkumat í Svíþjóð yrði skerðingin að vera varanleg um fyrirsjáanlega framtíð og allir möguleikar á endurhæfingu að fullu nýttir. Ljóst er að hann getur ekki framfleytt sér þrátt fyrir að hann fái fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi sem er neyðaraðstoð til skamms tíma.Reglur á Íslandi Réttur til örorkulífeyris á Íslandi myndast á aldrinum 16-67 ára og miðast við að viðkomandi búi í 40 ár hérlendis. Örorkulífeyrisgreiðslur eru uppreiknaðar eftir ákveðinni reiknireglu og skiptir ekki máli hvort viðkomandi sé með íslenskan ríkisborgararétt. Vert er að benda á að frá 1. janúar 2010 lýtur endurhæfingarlífeyrir sömu reglum um búsetuhlutfallsútreikning og örorkulífeyrir. Eftir breytinguna geta þeir, sem búið hafa erlendis, lent í þeirri stöðu að fá skertan endurhæfingarlífeyri á Íslandi og engar greiðslur erlendis frá þar sem hann er ekki greiddur úr landi. Því er fólki bent á að sækja um örorkulífeyri en sú leið getur leitt til þess að fólk fái synjun á örorkumati erlendis á þeim forsendum að endurhæfing hafi ekki verið fullreynd.Skortur á aðstoð Starfsfólk TR aðstoðar fólk við að sækja um örorkulífeyri í öðrum löndum. Ef umsókn er synjað fær fólk ekki aðstoð við að kæra. Hver og einn þarf sjálfur að leita réttar síns sem getur reynst erfitt fyrir fólk með fötlun eða alvarlegan sjúkdóm.Brýnt að leysa sem fyrst Umsóknarferlið um örorkulífeyri erlendis frá getur tekið nokkur ár. Á meðan lifir fólk á tekjum undir lágmarksframfærslu. Rétt er að öryrkjar fái óskertar greiðslur í sínu landi á meðan beðið er eftir niðurstöðu erlendis frá og að Norðurlöndin skipti kostnaði á milli sín eftir ákveðnum reglum. Þá þarf að leysa mál þeirra sem fá synjun erlendis þrátt fyrir gilt örorkumat á Íslandi. Mögulega þarf að setja reglur um að örorkumat í einu Norðurlandanna gildi í öðru. ÖBÍ hefur unnið markvisst að því að koma þessum málum á framfæri á norrænum vettvangi og hér innanlands en ljóst er að betur má ef duga skal. Mál þessi þarf að leysa sem allra fyrst. Samræma þarf lög og reglur um örorkumat milli norrænu landanna. Einnig er nauðsynlegt að fólk fái aðstoð við að leita réttar síns hjá opinberum aðilum. Málum á eftir að fjölga á næstu árum vegna aukins flutnings fólks á milli landa. Stjórnmálamenn ættu að láta sér þessi mál varða til að þeir öryrkjar, sem hafa búið í fleiri en einu Norðurlandanna, getið notið sjálfsagðra mannréttinda í norræna velferðarkerfinu sem við viljum kenna okkur við.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun